Við erum með það markmið að spila fyrir öll lið á Íslandi og Svava Kristín Gretarsdóttir skrifa 4. mars 2021 22:40 Bræðurnir Ólafssynir ræða málin eftir sigurinn gegn Aftureldingu. Stöð 2 Sport Bræðurnir, Lárus Helgi og Þorgrímur Smári Ólafssynir, mættu saman í viðtal eftir fimm marka sigur á Aftureldingu í kvöld, 24-29. Þeir voru ánægðir með að ná loksins í sterkan útisigur en Fram hefur átt erfitt uppdráttar á útivelli á tímabilinu á meðan að liðið er taplaust á heimavelli. „Ótrúlegt en satt þá náðum við að koma þessari heimaleikja stemningu yfir á útivöllinn, loksins,“ sagði Lárus Helgi og Þorgrímur bætti við að þeir væru ekki búnir að tapa útileik í mars „Þú sérð það að við erum taplausir á útivelli í mars, það er eitthvað til að byggja á,“ sagði Þorgrímur léttur í bragði en þeir bræður hafa ekki fagnað mörgum útisigrum á þessu tímabili með liðinu. „Við erum með það markmið að spila fyrir öll lið á Íslandi, þá að sjálfsögðu erum við alltaf á okkar gamla heimavelli. Við erum búnir með helminginn, eigum nóg eftir,“ sagði Lárus en Varmá er þeirra gamli heimavöllur þar sem þeir bræður léku saman með Aftureldingu 2017. Hvað skilaði Fram sigrinum í dag? „Heilt yfir var þetta rosalega sterk liðsheild,“ sögðu þeir saman og héldu áfram að tala um leikinn „Við byrjuðum rosalega hægt eins og í síðasta leik, en vinnum okkur alltaf meira og meira inn í leikinn bæði varnar og sóknarlega. Heilt yfir er ég bara rosalega ánægður með það hvernig sóknin hefur verið að rúlla hjá okkur í undanförnum leikjum,“ sagði markvörðurinn Lárus Helgi, ánægður með sína menn. Lárus sjálfur var ekki svo slæmur heldur, hann lokaði markinu í seinni hálfleik og endaði með 40% markvörslu, 15 varða bolta. „Ég viðurkenni það að það þurfti ekki að mótivera mig til að koma hingað og taka tvö stig.“ „Það er bara fullt af gaurum þarna sem geta spilað handbolta, það er fínt að geta nýtt liðsheildina og liðið svo við hinir séum ekki alltaf dauðir í líkamanum daginn eftir leik,“ sagði Þorgrímur Smári en óvíst var með hans þátttöku í leiknum í dag. Hann spilaði þó einhverjar mínútur og skilaði þremur mörkum. Handbolti Íslenski handboltinn Fram Olís-deild karla Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Þeir voru ánægðir með að ná loksins í sterkan útisigur en Fram hefur átt erfitt uppdráttar á útivelli á tímabilinu á meðan að liðið er taplaust á heimavelli. „Ótrúlegt en satt þá náðum við að koma þessari heimaleikja stemningu yfir á útivöllinn, loksins,“ sagði Lárus Helgi og Þorgrímur bætti við að þeir væru ekki búnir að tapa útileik í mars „Þú sérð það að við erum taplausir á útivelli í mars, það er eitthvað til að byggja á,“ sagði Þorgrímur léttur í bragði en þeir bræður hafa ekki fagnað mörgum útisigrum á þessu tímabili með liðinu. „Við erum með það markmið að spila fyrir öll lið á Íslandi, þá að sjálfsögðu erum við alltaf á okkar gamla heimavelli. Við erum búnir með helminginn, eigum nóg eftir,“ sagði Lárus en Varmá er þeirra gamli heimavöllur þar sem þeir bræður léku saman með Aftureldingu 2017. Hvað skilaði Fram sigrinum í dag? „Heilt yfir var þetta rosalega sterk liðsheild,“ sögðu þeir saman og héldu áfram að tala um leikinn „Við byrjuðum rosalega hægt eins og í síðasta leik, en vinnum okkur alltaf meira og meira inn í leikinn bæði varnar og sóknarlega. Heilt yfir er ég bara rosalega ánægður með það hvernig sóknin hefur verið að rúlla hjá okkur í undanförnum leikjum,“ sagði markvörðurinn Lárus Helgi, ánægður með sína menn. Lárus sjálfur var ekki svo slæmur heldur, hann lokaði markinu í seinni hálfleik og endaði með 40% markvörslu, 15 varða bolta. „Ég viðurkenni það að það þurfti ekki að mótivera mig til að koma hingað og taka tvö stig.“ „Það er bara fullt af gaurum þarna sem geta spilað handbolta, það er fínt að geta nýtt liðsheildina og liðið svo við hinir séum ekki alltaf dauðir í líkamanum daginn eftir leik,“ sagði Þorgrímur Smári en óvíst var með hans þátttöku í leiknum í dag. Hann spilaði þó einhverjar mínútur og skilaði þremur mörkum.
Handbolti Íslenski handboltinn Fram Olís-deild karla Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik