Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 30-22 | Dæmið klárað í fyrri hálfleik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. febrúar 2021 17:30 Fram vann sinn þriðja sigur í röð þegar liðið lagði Val að velli. vísir/hulda margrét Fram vann öruggan sigur á Val, 30-22, í stórleik 9. umferðar Olís-deildar kvenna í dag. Fram lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði nítján mörk gegn aðeins átta mörkum Vals. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði níu mörk fyrir Fram og Steinunn Björnsdóttir átta. Sara Sif Helgadóttir varði 23 skot í marki Frammara, eða 51 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig. Lovísa Thompson skoraði sjö mörk fyrir Val og Margrét Einarsdóttir átti góða innkomu í markið og varði tólf skot (38 prósent). Með sigrinum komst Fram á topp deildarinnar, allavega um stundarsakir. Fram náði líka yfirhöndinni í innbyrðis viðureignum gegn Val. Ef liðin verða jöfn að stigum í lok tímabilsins endar Fram því ofar en Valur sem er án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum. Þeir sem bjuggust við spennuleik, eins og oft milli þessara liða, urðu fyrir vonbrigðum. Þetta var afar ójafn leikur og úrslitin voru í raun ráðin í hálfleik. Fram byrjaði leikinn af fítonskrafti, skoraði fyrstu fjögur mörkin og þegar Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók sitt annað leikhlé um miðjan fyrri hálfleik var munurinn sjö mörk, 11-4. Það virkaði ekkert sérstaklega vel, Fram skoraði næstu tvö mörk og komst níu mörkum yfir, 13-4. Valur skoraði næstu þrjú mörk en Fram svaraði svo með þremur mörkum í röð. Auður Ester Gestsdóttir minnkaði muninn í 16-8 en Fram skoraði þrjú síðustu mörk fyrri hálfleiks og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn ellefu mörk, 19-8. Fram byrjaði seinni hálfleik eins illa og liðið byrjaði þann fyrri vel. Valur þétti vörnina og Fram skoraði ekki fyrr en eftir tæpar tíu mínútur í seinni hálfleik. Sem betur fyrir heimakonur voru þær með örugga forystu og sóknarleikur Vals ekki nógu góður til að þeim tækist að minnka muninn að neinu ráði. Fram náði aftur áttum og hélt Val alltaf í þægilegri fjarlægð. Ragnheiður skoraði þrítugasta mark Frammara og Sara Sif kórónaði svo stórleik sinn með því að verja vítakast Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur þegar leiktíminn var runninn út. Lokatölur 30-22, Fram í vil. Af hverju vann Fram? Frammarar gengu hreint til verks í fyrri hálfleiks og kláruðu dæmið þá með frábærri frammistöðu. Vörn Fram var frábær, Sara Sif varði vel og liðið keyrði miskunnarlaust í bakið á Val. Fram skoraði átta mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik, jafn mörg og Valur í heildina. Þegar Frammarar þurftu svo að stilla upp í sókn í fyrri hálfleik gekk það líka ljómandi vel. Hverjar stóðu upp úr? Sara Sif var valin í landsliðið fyrr í vikunni og það virðist hafa hvatt hana til dáða því hún átti frábæran leik. Hún hélt dampi allan leikinn og varði 23 skot (51 prósent). Ragnheiður var frábær í fyrri hálfleik og skoraði þá sjö af níu mörkum sínum. Kristrún Steinþórsdóttir og Steinunn mynduðu svo ókleifan múr í miðri Fram-vörninni og sú síðarnefnda skoraði auk þess átta mörk. Karólína Bæhrenz Lárudóttir átti einnig góðan leik í hægra horninu hjá Fram og skoraði fimm mörk. Margrét var besti leikmaður Vals og varði vel eftir að hún kom inn á fyrir Sögu Sif Gísladóttur sem náði sér ekki á strik. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals var afleitur í fyrri hálfleik. Hlíðarendaliðið skoraði bara átta mörk, skotnýtingin var aðeins 31 prósent og það tapaði boltanum alltof oft sem má ekki gerast gegn Fram. Þá voru Valskonur seinar til baka eftir misheppnaðar sóknir og fengu alls ellefu hraðaupphlaupsmörk á sig í leiknum. Hvað gerist næst? Þetta var síðasti leikur liðanna fyrir landsleikjahlé. Þau taka aftur upp þráðinn laugardaginn 27. febrúar. Valur fær þá ÍBV í heimsókn á meðan Fram sækir Hauka heim. Steinunn: Þetta er leikstíllinn sem við viljum spila Steinunn Björnsdóttir er fyrirliði Fram.vísir/hulda margrét Steinunn Björnsdóttir átti stórleik þegar Fram vann Val í Safamýrinni í dag. Hún skoraði átta mörk og lék að venju vel í vörninni. Fram byrjaði leikinn af miklum krafti og var ellefu mörkum yfir í hálfleik, 19-8. „Allt gekk vel, markvarsla, vörn og hraðaupphlaup. Í fyrri hálfleik líktumst við okkur frá því í fyrra. Þetta var frábær upplifun,“ sagði Steinunn eftir leik. Fram keyrði grimmt í bakið á Val í fyrri hálfleiknum og átta af nítján mörkum liðsins þá komu eftir hraðaupphlaup. „Þetta er leikstílinn sem við viljum spila. Við viljum hlaupa mikið og skora þessi auðveldu mörk. Það tókst í fyrri hálfleik. Í þeim seinni mölluðum við bara áfram. Við vissum að Valur myndi koma með áhlaup og þær gerðu það í upphafi seinni hálfleiks. En að vinna Val með átta mörkum, ég hefði alltaf tekið því fyrir leik,“ sagði Steinunn. Fram var lengi í gang í seinni hálfleik og skoraði ekki fyrr en eftir tíu mínútur. Það kom samt ekki að sök enda munurinn mikill. „Þetta snýst um vörn og markvörslu og við vorum með hana allan tímann. Við vitum að mörkin koma og þau komu,“ sagði Steinunn. Sara Sif Helgadóttir varði 23 skot í marki Fram og var að öðrum ólöstuðum best á vellinum. „Hún var frábær. Katrín [Ósk Magnúsdóttir] og Sara hafa skipst á að eiga góða leiki og þannig viljum við hafa það,“ sagði Steinunn. Hún er sjálf komin aftur á ferðina eftir að hafa fengið þungt högg á augað í leik gegn FH og misst sjónina tímabundið. Hún þarf þó að spila með hlífðargleraugu. „Sjónin er bara mjög góð. Ég er vel þreytt en þetta kemur allt saman. Ég er orðin góð og er með þessi hlífðargleraugu og tek þau ekkert niður. Þau veita mér öryggi,“ sagði Steinunn að lokum. Ágúst: Í dag erum við ekki í keppni við Fram Valsstelpurnar hans Ágústar Jóhannssonar hafa aðeins fengið þrjú stig í síðustu fjórum leikjum.vísir/hulda margrét „Við spiluðum mjög illa í fyrri hálfleik á meðan Fram lék hrikalega vel,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tapið fyrir Fram í dag. Úrslitin voru í raun ráðin í hálfleik en þá var staðan 19-8, Fram í vil. „Þær héldu góðu tempói og keyrðu vel á okkur. Við hlupum illa til baka og kláruðum sóknirnar okkar illa og gerðum tæknimistök sem er harðbannað gegn Fram. Þær nýttu sér það.“ Leikur Vals lagaðist aðeins í seinni hálfleik og liðið vann hann með þremur mörkum. „Þetta snerist bara um að klára leikinn og sýna smá klassa. Mér fannst stelpurnar margar hverjar gera það vel. Þær gáfust ekki upp og unnum seinni hálfleikinn þótt það sé leiðinleg klisja að segja það,“ sagði Ágúst. Þetta stóra tap þýðir að Fram stendur betur að vígi í innbyrðis viðureignum gegn Val. Ágúst hefur ekki of miklar áhyggjur af því. „Auðvitað vill maður hafa innbyrðis á þessi lið en í dag erum við ekki í keppni við Fram. Okkar markmið er að komast í úrslitakeppnina og við þurfum að bæta okkar spilamennsku og vinna vel heima í héraði fram að næsta leik,“ sagði Ágúst. Nú tekur við tveggja vikna hlé vegna landsliðsæfinga sem Ágúst fagnar að fá. „Við þurfum að nota tímann vel. Þetta er enginn heimsendir. Þetta er fyrsta tapið okkar á þessu ári og við þurfum bara að vinna í okkar hlutum og koma sterk til baka,“ sagði Ágúst að endingu. Olís-deild kvenna Fram Valur
Fram vann öruggan sigur á Val, 30-22, í stórleik 9. umferðar Olís-deildar kvenna í dag. Fram lagði grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði nítján mörk gegn aðeins átta mörkum Vals. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði níu mörk fyrir Fram og Steinunn Björnsdóttir átta. Sara Sif Helgadóttir varði 23 skot í marki Frammara, eða 51 prósent þeirra skota sem hún fékk á sig. Lovísa Thompson skoraði sjö mörk fyrir Val og Margrét Einarsdóttir átti góða innkomu í markið og varði tólf skot (38 prósent). Með sigrinum komst Fram á topp deildarinnar, allavega um stundarsakir. Fram náði líka yfirhöndinni í innbyrðis viðureignum gegn Val. Ef liðin verða jöfn að stigum í lok tímabilsins endar Fram því ofar en Valur sem er án sigurs í síðustu fjórum leikjum sínum. Þeir sem bjuggust við spennuleik, eins og oft milli þessara liða, urðu fyrir vonbrigðum. Þetta var afar ójafn leikur og úrslitin voru í raun ráðin í hálfleik. Fram byrjaði leikinn af fítonskrafti, skoraði fyrstu fjögur mörkin og þegar Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók sitt annað leikhlé um miðjan fyrri hálfleik var munurinn sjö mörk, 11-4. Það virkaði ekkert sérstaklega vel, Fram skoraði næstu tvö mörk og komst níu mörkum yfir, 13-4. Valur skoraði næstu þrjú mörk en Fram svaraði svo með þremur mörkum í röð. Auður Ester Gestsdóttir minnkaði muninn í 16-8 en Fram skoraði þrjú síðustu mörk fyrri hálfleiks og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn ellefu mörk, 19-8. Fram byrjaði seinni hálfleik eins illa og liðið byrjaði þann fyrri vel. Valur þétti vörnina og Fram skoraði ekki fyrr en eftir tæpar tíu mínútur í seinni hálfleik. Sem betur fyrir heimakonur voru þær með örugga forystu og sóknarleikur Vals ekki nógu góður til að þeim tækist að minnka muninn að neinu ráði. Fram náði aftur áttum og hélt Val alltaf í þægilegri fjarlægð. Ragnheiður skoraði þrítugasta mark Frammara og Sara Sif kórónaði svo stórleik sinn með því að verja vítakast Þóreyjar Önnu Ásgeirsdóttur þegar leiktíminn var runninn út. Lokatölur 30-22, Fram í vil. Af hverju vann Fram? Frammarar gengu hreint til verks í fyrri hálfleiks og kláruðu dæmið þá með frábærri frammistöðu. Vörn Fram var frábær, Sara Sif varði vel og liðið keyrði miskunnarlaust í bakið á Val. Fram skoraði átta mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik, jafn mörg og Valur í heildina. Þegar Frammarar þurftu svo að stilla upp í sókn í fyrri hálfleik gekk það líka ljómandi vel. Hverjar stóðu upp úr? Sara Sif var valin í landsliðið fyrr í vikunni og það virðist hafa hvatt hana til dáða því hún átti frábæran leik. Hún hélt dampi allan leikinn og varði 23 skot (51 prósent). Ragnheiður var frábær í fyrri hálfleik og skoraði þá sjö af níu mörkum sínum. Kristrún Steinþórsdóttir og Steinunn mynduðu svo ókleifan múr í miðri Fram-vörninni og sú síðarnefnda skoraði auk þess átta mörk. Karólína Bæhrenz Lárudóttir átti einnig góðan leik í hægra horninu hjá Fram og skoraði fimm mörk. Margrét var besti leikmaður Vals og varði vel eftir að hún kom inn á fyrir Sögu Sif Gísladóttur sem náði sér ekki á strik. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vals var afleitur í fyrri hálfleik. Hlíðarendaliðið skoraði bara átta mörk, skotnýtingin var aðeins 31 prósent og það tapaði boltanum alltof oft sem má ekki gerast gegn Fram. Þá voru Valskonur seinar til baka eftir misheppnaðar sóknir og fengu alls ellefu hraðaupphlaupsmörk á sig í leiknum. Hvað gerist næst? Þetta var síðasti leikur liðanna fyrir landsleikjahlé. Þau taka aftur upp þráðinn laugardaginn 27. febrúar. Valur fær þá ÍBV í heimsókn á meðan Fram sækir Hauka heim. Steinunn: Þetta er leikstíllinn sem við viljum spila Steinunn Björnsdóttir er fyrirliði Fram.vísir/hulda margrét Steinunn Björnsdóttir átti stórleik þegar Fram vann Val í Safamýrinni í dag. Hún skoraði átta mörk og lék að venju vel í vörninni. Fram byrjaði leikinn af miklum krafti og var ellefu mörkum yfir í hálfleik, 19-8. „Allt gekk vel, markvarsla, vörn og hraðaupphlaup. Í fyrri hálfleik líktumst við okkur frá því í fyrra. Þetta var frábær upplifun,“ sagði Steinunn eftir leik. Fram keyrði grimmt í bakið á Val í fyrri hálfleiknum og átta af nítján mörkum liðsins þá komu eftir hraðaupphlaup. „Þetta er leikstílinn sem við viljum spila. Við viljum hlaupa mikið og skora þessi auðveldu mörk. Það tókst í fyrri hálfleik. Í þeim seinni mölluðum við bara áfram. Við vissum að Valur myndi koma með áhlaup og þær gerðu það í upphafi seinni hálfleiks. En að vinna Val með átta mörkum, ég hefði alltaf tekið því fyrir leik,“ sagði Steinunn. Fram var lengi í gang í seinni hálfleik og skoraði ekki fyrr en eftir tíu mínútur. Það kom samt ekki að sök enda munurinn mikill. „Þetta snýst um vörn og markvörslu og við vorum með hana allan tímann. Við vitum að mörkin koma og þau komu,“ sagði Steinunn. Sara Sif Helgadóttir varði 23 skot í marki Fram og var að öðrum ólöstuðum best á vellinum. „Hún var frábær. Katrín [Ósk Magnúsdóttir] og Sara hafa skipst á að eiga góða leiki og þannig viljum við hafa það,“ sagði Steinunn. Hún er sjálf komin aftur á ferðina eftir að hafa fengið þungt högg á augað í leik gegn FH og misst sjónina tímabundið. Hún þarf þó að spila með hlífðargleraugu. „Sjónin er bara mjög góð. Ég er vel þreytt en þetta kemur allt saman. Ég er orðin góð og er með þessi hlífðargleraugu og tek þau ekkert niður. Þau veita mér öryggi,“ sagði Steinunn að lokum. Ágúst: Í dag erum við ekki í keppni við Fram Valsstelpurnar hans Ágústar Jóhannssonar hafa aðeins fengið þrjú stig í síðustu fjórum leikjum.vísir/hulda margrét „Við spiluðum mjög illa í fyrri hálfleik á meðan Fram lék hrikalega vel,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tapið fyrir Fram í dag. Úrslitin voru í raun ráðin í hálfleik en þá var staðan 19-8, Fram í vil. „Þær héldu góðu tempói og keyrðu vel á okkur. Við hlupum illa til baka og kláruðum sóknirnar okkar illa og gerðum tæknimistök sem er harðbannað gegn Fram. Þær nýttu sér það.“ Leikur Vals lagaðist aðeins í seinni hálfleik og liðið vann hann með þremur mörkum. „Þetta snerist bara um að klára leikinn og sýna smá klassa. Mér fannst stelpurnar margar hverjar gera það vel. Þær gáfust ekki upp og unnum seinni hálfleikinn þótt það sé leiðinleg klisja að segja það,“ sagði Ágúst. Þetta stóra tap þýðir að Fram stendur betur að vígi í innbyrðis viðureignum gegn Val. Ágúst hefur ekki of miklar áhyggjur af því. „Auðvitað vill maður hafa innbyrðis á þessi lið en í dag erum við ekki í keppni við Fram. Okkar markmið er að komast í úrslitakeppnina og við þurfum að bæta okkar spilamennsku og vinna vel heima í héraði fram að næsta leik,“ sagði Ágúst. Nú tekur við tveggja vikna hlé vegna landsliðsæfinga sem Ágúst fagnar að fá. „Við þurfum að nota tímann vel. Þetta er enginn heimsendir. Þetta er fyrsta tapið okkar á þessu ári og við þurfum bara að vinna í okkar hlutum og koma sterk til baka,“ sagði Ágúst að endingu.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik