Þörf á mun meiri inniviðafjárfestingum opinberra aðila en áætlað er Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2021 19:21 Mikil þörf er á innviðafjárfestingum sérstaklega í vegakerfinu sem ber varla þá umferð sem fer um það nú þegar. Vísir/Vilhelm Formaður Samtaka iðnaðarins segir þörf á mun meiri fjárfestingum í innviðum landsins en áætlanir opinberra aðila upp á 139 milljaðar kveða á um á þessu ári. Í kreppunni nú vegna kórónuveirufaraldurins sé rétti tíminn til að gefa verulega í. Á útboðsþingi Samtaka Iðnaðarins í morgun kynntu opinberir aðilar útboðs- og framkvæmdaáætlanir sínar fyrir yfirstandandi ár. samtök iðnaðarins Upphæðirnar sjást í milljörðum á dökkbláu súlunum fyrir þetta ár á meðfylgjandi mynd en áætlanir ársins í fyrra sjást á ljósbláu súlunum. Það er áberandi hvað stærstu fjárfestingaraðilarnir, Reykjavíkurborg, Vegagerðin, Framkvæmdasýsla ríkisins og Ísavía ætla að gefa mikið í á þessu ári. Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins segir skýringanna að hluta til að leita í því að ekkert varð af um þriðjungi framkvæmdanna í fyrra. Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins segir viss vonbrigði að opinberir aðilar setji ekki meira í innviðafjárfestingar því á krepputímum sé einmitt tíminn til þess.Stöð 2/Arnar „Það eru vissulega örlítil vonbrigði að sjá þessa lækkun þótt að heimsfaraldur kórónuveiru skýri auðvitað stóran hluta af þessu. Við nefndum sem dæmi að Ísavia hafði áætlanir uppi um tuttugu milljarða fjárfestingar. Endaði í einhverjum tvö hundruð milljónum rétt rúmlega. Þannig að það munar mjög miklu um það,“ segir Árni. Heildar samdrátturinn hafi verið upp á 29 prósent. Vegagerðin fjárfesti fyrir 7,6 milljörðum minna í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir, meðal annars vegna seinkunar ýmissra útboða. Áætlanir Ísavia hrundu á sama tíma og tekjurnar með mikilli fækkun ferðamanna. Reykjavíkurborg sker sig aftur á móti úr sem ákvað að auka sínar framkvæmdir verulega í fyrra vegna faraldursins. Hér má sjá áætlanir opinberra aðila í fyrra á dökkbláu súlunum annars vegar og það sem raunverulega var fjárfest frir á ljósbláu súlunum hins vegar.samtök iðnaðarins Árni segir hækkun áætlana milli ára lítilsháttar eða úr 4,5 prósentum af landsframleiðslu í 4,6 prósent. Vegagerðin áætli 11,1 milljarði minna í framkvæmdir á þessu ári en því síðasta sem séu viss vonbrigði því verkefnin séu ótalmörg og mjög brýn. Það sé þó jákvætt að stjórnvöld hafi sett fókusinn á innviðafjárfestingar og margt sé í pípunum á næstu árum eins og Sundabraut. Árni segir uppsafnaða þörf fyrir fjárfestingar í innviðum langt umfram þær áætlanir sem kynntar voru í dag. Í kreppunni nú sé rétti tíminn til stórræða. „Fjárfesting í innviðum í dag skilar hagvexti og styrkir okkur til lengri tíma litið. Þannig að því lengur sem við seinkum þessum hlutum þeim mun dýrara mun það verða fyrir okkur í framtíðinni að bæta í þessa liði. Þessu er ekki kastað á glæ. Menn fara ekki í framkvæmdir framkvæmdanna vegna heldur til að styðja við innviðina, atvinnulíf og líf fólks í landinu,“ segir Árni Sigurjónsson. Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Vegagerð Tengdar fréttir Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45 Opinberir aðilar áforma framkvæmdir upp á 139 milljarða í ár Framkvæmdir opinberra aðila voru mun minni í fyrra en þeir höfðu boðað á útboðsþingi í upphafi þess árs. Mestu munar um stórfelldan samdrátt í framkvæmdum hjá Ísavia. Reykjavíkurborg stóð hins vegar nokkurn vegin við áform sem gefin voru á útboðsþingi í byrjun síðasta árs. 27. janúar 2021 11:57 Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 Flugstöð og varaflugvellir Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að efla og fjárfesta í innviðum samfélagsins. Nú á að gera enn betur og hefja sérstakt 15 milljarða króna flýtifjárfestingarátak sem kynnt var í Hörpu sl. laugardag. 24. mars 2020 17:30 Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Áætlað er sex svokölluð samvinnuverkefni í vegagerð geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. 18. mars 2020 16:24 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Sjá meira
Á útboðsþingi Samtaka Iðnaðarins í morgun kynntu opinberir aðilar útboðs- og framkvæmdaáætlanir sínar fyrir yfirstandandi ár. samtök iðnaðarins Upphæðirnar sjást í milljörðum á dökkbláu súlunum fyrir þetta ár á meðfylgjandi mynd en áætlanir ársins í fyrra sjást á ljósbláu súlunum. Það er áberandi hvað stærstu fjárfestingaraðilarnir, Reykjavíkurborg, Vegagerðin, Framkvæmdasýsla ríkisins og Ísavía ætla að gefa mikið í á þessu ári. Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins segir skýringanna að hluta til að leita í því að ekkert varð af um þriðjungi framkvæmdanna í fyrra. Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins segir viss vonbrigði að opinberir aðilar setji ekki meira í innviðafjárfestingar því á krepputímum sé einmitt tíminn til þess.Stöð 2/Arnar „Það eru vissulega örlítil vonbrigði að sjá þessa lækkun þótt að heimsfaraldur kórónuveiru skýri auðvitað stóran hluta af þessu. Við nefndum sem dæmi að Ísavia hafði áætlanir uppi um tuttugu milljarða fjárfestingar. Endaði í einhverjum tvö hundruð milljónum rétt rúmlega. Þannig að það munar mjög miklu um það,“ segir Árni. Heildar samdrátturinn hafi verið upp á 29 prósent. Vegagerðin fjárfesti fyrir 7,6 milljörðum minna í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir, meðal annars vegna seinkunar ýmissra útboða. Áætlanir Ísavia hrundu á sama tíma og tekjurnar með mikilli fækkun ferðamanna. Reykjavíkurborg sker sig aftur á móti úr sem ákvað að auka sínar framkvæmdir verulega í fyrra vegna faraldursins. Hér má sjá áætlanir opinberra aðila í fyrra á dökkbláu súlunum annars vegar og það sem raunverulega var fjárfest frir á ljósbláu súlunum hins vegar.samtök iðnaðarins Árni segir hækkun áætlana milli ára lítilsháttar eða úr 4,5 prósentum af landsframleiðslu í 4,6 prósent. Vegagerðin áætli 11,1 milljarði minna í framkvæmdir á þessu ári en því síðasta sem séu viss vonbrigði því verkefnin séu ótalmörg og mjög brýn. Það sé þó jákvætt að stjórnvöld hafi sett fókusinn á innviðafjárfestingar og margt sé í pípunum á næstu árum eins og Sundabraut. Árni segir uppsafnaða þörf fyrir fjárfestingar í innviðum langt umfram þær áætlanir sem kynntar voru í dag. Í kreppunni nú sé rétti tíminn til stórræða. „Fjárfesting í innviðum í dag skilar hagvexti og styrkir okkur til lengri tíma litið. Þannig að því lengur sem við seinkum þessum hlutum þeim mun dýrara mun það verða fyrir okkur í framtíðinni að bæta í þessa liði. Þessu er ekki kastað á glæ. Menn fara ekki í framkvæmdir framkvæmdanna vegna heldur til að styðja við innviðina, atvinnulíf og líf fólks í landinu,“ segir Árni Sigurjónsson.
Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Vegagerð Tengdar fréttir Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45 Opinberir aðilar áforma framkvæmdir upp á 139 milljarða í ár Framkvæmdir opinberra aðila voru mun minni í fyrra en þeir höfðu boðað á útboðsþingi í upphafi þess árs. Mestu munar um stórfelldan samdrátt í framkvæmdum hjá Ísavia. Reykjavíkurborg stóð hins vegar nokkurn vegin við áform sem gefin voru á útboðsþingi í byrjun síðasta árs. 27. janúar 2021 11:57 Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22 Flugstöð og varaflugvellir Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að efla og fjárfesta í innviðum samfélagsins. Nú á að gera enn betur og hefja sérstakt 15 milljarða króna flýtifjárfestingarátak sem kynnt var í Hörpu sl. laugardag. 24. mars 2020 17:30 Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Áætlað er sex svokölluð samvinnuverkefni í vegagerð geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. 18. mars 2020 16:24 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Sjá meira
Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka. 27. janúar 2021 13:45
Opinberir aðilar áforma framkvæmdir upp á 139 milljarða í ár Framkvæmdir opinberra aðila voru mun minni í fyrra en þeir höfðu boðað á útboðsþingi í upphafi þess árs. Mestu munar um stórfelldan samdrátt í framkvæmdum hjá Ísavia. Reykjavíkurborg stóð hins vegar nokkurn vegin við áform sem gefin voru á útboðsþingi í byrjun síðasta árs. 27. janúar 2021 11:57
Sagði samgönguáætlunina gera borgarbúa að „einhvers konar moldvörpum“ Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins lýsti sig afar andsnúna þeirri áherslu á almenningssamgöngur sem finna má í fimm ára samgönguáætlun fyrir Reykjavík er hún steig upp í pontu á Alþingi í gærkvöldi. 19. júní 2020 08:22
Flugstöð og varaflugvellir Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á að efla og fjárfesta í innviðum samfélagsins. Nú á að gera enn betur og hefja sérstakt 15 milljarða króna flýtifjárfestingarátak sem kynnt var í Hörpu sl. laugardag. 24. mars 2020 17:30
Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga Áætlað er sex svokölluð samvinnuverkefni í vegagerð geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk. 18. mars 2020 16:24