Ýmir var bestur í íslenska liðinu á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2021 10:30 Ýmir Örn Gíslason stoppar hér Norðmanninn Christian O'Sullivan í leik Íslands og Noregs í gærkvöldi. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Ýmir Örn Gíslason var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins samkvæmt meðaleinkunn strákanna okkar í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á þessu heimsmeistaramóti og það er því við hæfi að taka saman frammistöðumat leikmanna liðsins. Við höfum nú reiknað meðaleinkunn leikmanna Íslands á mótinu og þar kemur í ljós að Ýmir Örn Gíslason var með frábæra frammistöðu að meðaltali. Ýmir Örn fékk 5,0 í meðaleinkunn. Varnarleikurinn var aðall íslenska liðsins á HM í Egyptalandi og þar fór fyrir liðinu Valsmaðurinn öflugi. Þetta var fjórða stórmót Ýmis en hlutverk hans hefur vaxið á hverju móti. Íþróttadeild Vísis gaf leikmönnum og þjálfurum einkunn á bilinu 1-6 með umsögn eftir hvern einasta leik íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Ýmir Örn Gíslason var ekki meðal fyrirliðabandið í leikjunum sex en augljóst er að hann er orðinn einn aðalleiðtoginn í hópnum þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gamall. Ýmir hélt saman íslensku vörninni og fór fyrir íslensku strákunum með smitandi krafti og dugnaði. Ýmir fékk sexu í einum leik og fjóra í einum leik en annars var hann með fimmu í einkunn í hinum fjórum leikjunum. Ýmir var því ekki aðeins með frábæra meðaleinkunn heldur sýndi hann mikinn stöðugleika. Í öðru sæti er markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem átti þrjá mjög góða leiki á mótinu og naut líka góðs af því að spila ekki nógu lengi í lokaleiknum til að fá einkunn en þar varði Björgvin ekki skot. Jafnir í þriðja til fjóra sæti eru síðan FH-ingarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ólafur Guðmundsson sem stóðu sig báðir mun betur en flestir höfðu reiknað með. Gísli Þorgeir var að koma aftur inn í liðið eftir langvinn meiðsli og leit ekki vel út í leikjunum fyrir mót. Hann mætti hins vegar af krafti á sjálft mótið og stýrði sóknarleik íslenska liðsins. Gísli tók hlutverki að sér að fullu þegar Janus Daði Smárason datt út. Ólafur fékk varla að koma inn á völlinn í leikjunum í undankeppninni og sömu sögu var að segja af fyrsta leiknum sem tapaðist á móti Portúgal. Ólafur nýtt hins vegar fyrsta alvöru tækifærið í leiknum á móti Alsír og skilaði sínu þegar hann fékk að spila hjá Guðmundi. Besta meðaleinkunn íslensku landsliðsmannanna á HM 2021: 1. Ýmir Örn Gíslason 5,0 2. Björgvin Páll Gústavsson 4,5 3. Ólafur Guðmundsson 4,3 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 4,3 5. Elliði Snær Viðarsson 4,17 6. Bjarki Már Elísson 4 7. Sigvaldi Guðjónsson 3,83 8. Viggó Kristjánsson 3,8 8. Elvar Örn Jónsson 3,8 10. Alexander Petersson 3,75 11. Arnar Freyr Arnarsson 3,5 11. Oddur Grétarsson 3,5 13. Viktor Gísli Hallgrímsson 3,3 14. Arnór Þór Gunnarsson 3 14. Magnús Óli Magnússon 3 16. Ómar Ingi Magnússon 2,75 17. Kristján Örn Kristjánsson 2,7 18. Ágúst Elí Björgvinsson 2,4 19. Kári Kristjánsson 2,0 19. Janus Daði Smárason 2,0 HM 2021 í handbolta Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á þessu heimsmeistaramóti og það er því við hæfi að taka saman frammistöðumat leikmanna liðsins. Við höfum nú reiknað meðaleinkunn leikmanna Íslands á mótinu og þar kemur í ljós að Ýmir Örn Gíslason var með frábæra frammistöðu að meðaltali. Ýmir Örn fékk 5,0 í meðaleinkunn. Varnarleikurinn var aðall íslenska liðsins á HM í Egyptalandi og þar fór fyrir liðinu Valsmaðurinn öflugi. Þetta var fjórða stórmót Ýmis en hlutverk hans hefur vaxið á hverju móti. Íþróttadeild Vísis gaf leikmönnum og þjálfurum einkunn á bilinu 1-6 með umsögn eftir hvern einasta leik íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Ýmir Örn Gíslason var ekki meðal fyrirliðabandið í leikjunum sex en augljóst er að hann er orðinn einn aðalleiðtoginn í hópnum þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gamall. Ýmir hélt saman íslensku vörninni og fór fyrir íslensku strákunum með smitandi krafti og dugnaði. Ýmir fékk sexu í einum leik og fjóra í einum leik en annars var hann með fimmu í einkunn í hinum fjórum leikjunum. Ýmir var því ekki aðeins með frábæra meðaleinkunn heldur sýndi hann mikinn stöðugleika. Í öðru sæti er markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem átti þrjá mjög góða leiki á mótinu og naut líka góðs af því að spila ekki nógu lengi í lokaleiknum til að fá einkunn en þar varði Björgvin ekki skot. Jafnir í þriðja til fjóra sæti eru síðan FH-ingarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ólafur Guðmundsson sem stóðu sig báðir mun betur en flestir höfðu reiknað með. Gísli Þorgeir var að koma aftur inn í liðið eftir langvinn meiðsli og leit ekki vel út í leikjunum fyrir mót. Hann mætti hins vegar af krafti á sjálft mótið og stýrði sóknarleik íslenska liðsins. Gísli tók hlutverki að sér að fullu þegar Janus Daði Smárason datt út. Ólafur fékk varla að koma inn á völlinn í leikjunum í undankeppninni og sömu sögu var að segja af fyrsta leiknum sem tapaðist á móti Portúgal. Ólafur nýtt hins vegar fyrsta alvöru tækifærið í leiknum á móti Alsír og skilaði sínu þegar hann fékk að spila hjá Guðmundi. Besta meðaleinkunn íslensku landsliðsmannanna á HM 2021: 1. Ýmir Örn Gíslason 5,0 2. Björgvin Páll Gústavsson 4,5 3. Ólafur Guðmundsson 4,3 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 4,3 5. Elliði Snær Viðarsson 4,17 6. Bjarki Már Elísson 4 7. Sigvaldi Guðjónsson 3,83 8. Viggó Kristjánsson 3,8 8. Elvar Örn Jónsson 3,8 10. Alexander Petersson 3,75 11. Arnar Freyr Arnarsson 3,5 11. Oddur Grétarsson 3,5 13. Viktor Gísli Hallgrímsson 3,3 14. Arnór Þór Gunnarsson 3 14. Magnús Óli Magnússon 3 16. Ómar Ingi Magnússon 2,75 17. Kristján Örn Kristjánsson 2,7 18. Ágúst Elí Björgvinsson 2,4 19. Kári Kristjánsson 2,0 19. Janus Daði Smárason 2,0
Besta meðaleinkunn íslensku landsliðsmannanna á HM 2021: 1. Ýmir Örn Gíslason 5,0 2. Björgvin Páll Gústavsson 4,5 3. Ólafur Guðmundsson 4,3 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 4,3 5. Elliði Snær Viðarsson 4,17 6. Bjarki Már Elísson 4 7. Sigvaldi Guðjónsson 3,83 8. Viggó Kristjánsson 3,8 8. Elvar Örn Jónsson 3,8 10. Alexander Petersson 3,75 11. Arnar Freyr Arnarsson 3,5 11. Oddur Grétarsson 3,5 13. Viktor Gísli Hallgrímsson 3,3 14. Arnór Þór Gunnarsson 3 14. Magnús Óli Magnússon 3 16. Ómar Ingi Magnússon 2,75 17. Kristján Örn Kristjánsson 2,7 18. Ágúst Elí Björgvinsson 2,4 19. Kári Kristjánsson 2,0 19. Janus Daði Smárason 2,0
HM 2021 í handbolta Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik