Gjörólíkir persónuleikar Bidens og Trumps eigi eftir að hafa áhrif á stefnuna Elín Margrét Böðvarsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 21. janúar 2021 00:29 Albert og Ólafur eru sammála um að margt muni breytast í utanríkisstefnu Bandaríkjanna á næstu misserum. Vísir Albert Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra, segir viðbúið að margt muni breytast hvað varðar bandaríska utanríkisstefnu nú eftir að Joe Biden og hans stjórn hefur tekið við völdum í Bandaríkjunum að lokinni embættistíð Donalds Trump. Samkeppni Bandaríkjanna og Kína muni þó áfram vega þungt í bandarískri utanríkisstefnu. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, tekur undir þetta og sér fram á breytta stefnu í málefnum Norðurslóða og samskiptum við bandamenn í Evrópu. „Í fyrsta lagi mun þetta breyta áferðinni. Það er nú alveg augljóst, það eru afar ólíkir persónuleikar þarna á ferð, Trump og Biden,“ segir Albert, spurður hvaða breytinga sé helst að vænta í bandarískri utanríkisstefnu nú þegar stjórn Biden hefur tekið við völdum. Eins hafi þeir ólíkt pólitískt bakland og augljóslega ólíka stefnu. „Þó er afar áhugavert finnst mér að Biden og hans fólk segja að „Pólstjarnan“, eins og það hefur verið orðað í utanríkisstefnu hans, verði utanríkisstefna fyrir millistéttina. Og þarna er verið að höfða til einmitt sömu hópa og Trump, og það er ekki bara talað um utanríkisstefnu fyrir millistéttina, það er beinlínis sagt að það verði leiðarljós að utanríkisþjónustan þjóni hag eða þjóni því markmiði að bæta hag vinnandi fólks í Bandaríkjunum,“ segir Albert. Þetta þyki honum athyglisvert. „Síðan verður auðvitað bara framhald á öðrum málum og þar er efst á blaði að mínu mati, og augljóslega, samkeppni Bandaríkjanna og Kína sem að á eftir að koma í ljós hvernig þróast og hversu hratt. En hún er nú þegar ráðandi þáttur.“ Pólitísk samstaða ríki um það í Bandaríkjunum, enda sé Kína nú þegar orðið „tæknilega öflugasti andstæðingur sem Bandaríkin hafa nokkurn tímann átt við,“ líkt og Albert orðar það. Hernaðarlega séu Kínverjar einnig að sækja í sig veðrið. „Biden og hans fólk hafa beinlínis sagst ætla að laga þau mistök, eins og þau orðað það, sem Trump hafi gert með framkomu gagnvart ýmsum bandamönnum og samstarfsríkjum og benda meðal annars á nauðsyn þess að eiga nána bandamenn og marga, í samkeppninni við Kína og samkeppnin við Kína mun hafa áhrif á samskipti Bandaríkjanna við bandamennina í NATO, við Evrópusambandið, við Rússland, við ríki í Asíu og í Mið-Austurlöndum,“ segir Albert. Sé litið hingað nær eigi þetta ekki síður við um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Norðurslóðum. „Það er ekki hægt að átta sig á því varðandi Norðurslóðir, hvort að Biden-stjórn mun hafa einhverjar breyttar áherslur varðandi Norðurslóðir, þetta er einfaldlega ekki mál sem er nógu mikið í forgrunni í kosningabaráttu eða kosningastefnu en það er alveg öruggt að Bandaríkin munu sýna Norðurslóðum vaxandi áhuga,“ segir Albert. Þó eigi eftir að koma betur í ljós með hvaða hætti það verður. Joe Biden sór embættiseið skömmu fyrir klukkan 17 að íslenskum tíma. Donald Trump, þá fráfarandi forseti, var ekki viðstaddur athöfnina í Washington-borg.Getty/Saul Loeb „Kannski mun Biden-stjórnin horfa meira á Norðurslóðir út frá loftslagsmálum, það kann að vera. Hins vegar, svo ég komi aftur að samkeppni Bandaríkjanna og Kína, þá verða uppi mál í samskiptum þessara stórvelda við Ísland sem lúta að samkeppninni,“ segir Albert. Tvö slík mál hafi þegar komið upp. „Annað tilboð Kínverja um þátttöku Íslands í svokallaðri Belti og braut-áætlun, sem er stór áætlun um innviðauppbyggingu og fjárfestingu víða um heim og er angi af stefnu Kínverja um að efla ítök sín á alþjóðavettvangi. Og hitt málið er spurningin um það hvort og þá að hvað miklu leyti á að hleypa inn kínversku fjarskiptafyrirtæki, sem er risa fyrirtæki sem heitir Huawei, inn á íslenskan fjarskiptamarkað,“ útskýrir Albert. Biden komi með gjörbreytta sýn á Norðurslóðir Ólafur segir erfitt að segja til um það hvort og þá hvernig valdaskiptin komi til með að breyta samskiptum Kína og Bandaríkjanna. „Sannleikurinn er sá að fjölmargir forystumenn Demókrataflokksins hafa haft svipuð viðhorf gagnvart Kína og Trump, þó þeir hafi ekki endilega haft hátt um það því þeir vildu ekki vera sammála fráfarandi forseta í of mörgum málum.“ Hann segir þó engan vafa á því að Biden og hans ríkisstjórn muni reyna að efla samvinnu Bandaríkjanna við bandamenn innan Atlantshafsbandalagsins og Evrópu á nýjan leik. Joe Biden ætlar sér stóra hluti á fyrstu dögum hans í embætti. Getty/Chip Somodevilla Ólafur hefur á síðustu árum látið til sín taka á vettvangi Norðurslóða og er stjórnarformaður Hringborðs Norðurslóða. Hann gerir ráð fyrir því að ný ríkisstjórn komi með gjörbreytta sýn á málaflokkinn. Ríkisstjórn Trumps hafi fyrst og fremst lagt áherslu á Norðurslóðir út frá hernaðarlegu og stórpólitísku sjónarhorni en með nýjum forseta muni loftslagsbreytingar verða þungamiðja í norðurslóðastefnu Bandaríkjanna. „Loftslagsbreytingar eru höfuðmál hjá hinum nýja forseta og verður eitt af því sem mun verða burðarás í dómi sögunnar um hans feril. Það er ástæðan fyrir því að hann hefur valið John Kerry, fyrrum utanríkisráðherra, sem æðsta fulltrúa sinn á alþjóðavettvangi í málefnum loftslagsbreytinga.“ Kerry hefur verið ötull talsmaður aðgerða gegn loftslagsbreytingum og átti þátt í því að semja Parísarsamkomulagið fyrir hönd Bandaríkjanna. Sögulega sláandi að sjá aðstæðurnar í Washington Aðspurður um það hvernig hann upplifði árásina á bandaríska þinghúsið segir Ólafur að hún hafi haft mikil tilfinningaleg áhrif á hann og ekki síður eftirleikur hennar. „Í mínum huga er alveg jafn ógnvekjandi og sögulega sláandi að sjá myndirnar af þúsundum hermanna í fullum herklæðum verja þinghúsið og höfuðgötur Washington síðustu daga.“ „Að þetta forysturíki lýðræðisins skuli ekki geta skipt um forseta án þess að hervæða þinghúsið og höfuðborg með þeim hætti sem við sjáum nú í dag, það er að mínum dómi ekki síður alvarlega mynd en árás múgsins á sínum tíma.“ Ólafur hefur lengi átt í samvinnu við valda þingmenn og aðila innan bandaríska stjórnkerfisins og reynt að rækta þau tengsl. Hann segir að fyrir bandarískum þingmönnum sé þinghúsið ekki bara fundarstaður heldur helgistaður lýðræðisins og tákn fyrir sameiningu Bandaríkjanna. Í ljósi þessa hafi árásin haft djúpstæð áhrif á þá marga. Að lokum segist Ólafur vera vongóður um að Íslendingar muni eiga í góðu samstarfi við stjórnarlið Biden á næstu árum. „Blessunarlega fyrir okkur Íslendinga eiga bæði ég og ýmsir aðrir góðan aðgang að fjölmörgum mönnum í innsta hring hinnar nýju ríkisstjórnar Bandaríkjanna.“ Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Í fyrsta lagi mun þetta breyta áferðinni. Það er nú alveg augljóst, það eru afar ólíkir persónuleikar þarna á ferð, Trump og Biden,“ segir Albert, spurður hvaða breytinga sé helst að vænta í bandarískri utanríkisstefnu nú þegar stjórn Biden hefur tekið við völdum. Eins hafi þeir ólíkt pólitískt bakland og augljóslega ólíka stefnu. „Þó er afar áhugavert finnst mér að Biden og hans fólk segja að „Pólstjarnan“, eins og það hefur verið orðað í utanríkisstefnu hans, verði utanríkisstefna fyrir millistéttina. Og þarna er verið að höfða til einmitt sömu hópa og Trump, og það er ekki bara talað um utanríkisstefnu fyrir millistéttina, það er beinlínis sagt að það verði leiðarljós að utanríkisþjónustan þjóni hag eða þjóni því markmiði að bæta hag vinnandi fólks í Bandaríkjunum,“ segir Albert. Þetta þyki honum athyglisvert. „Síðan verður auðvitað bara framhald á öðrum málum og þar er efst á blaði að mínu mati, og augljóslega, samkeppni Bandaríkjanna og Kína sem að á eftir að koma í ljós hvernig þróast og hversu hratt. En hún er nú þegar ráðandi þáttur.“ Pólitísk samstaða ríki um það í Bandaríkjunum, enda sé Kína nú þegar orðið „tæknilega öflugasti andstæðingur sem Bandaríkin hafa nokkurn tímann átt við,“ líkt og Albert orðar það. Hernaðarlega séu Kínverjar einnig að sækja í sig veðrið. „Biden og hans fólk hafa beinlínis sagst ætla að laga þau mistök, eins og þau orðað það, sem Trump hafi gert með framkomu gagnvart ýmsum bandamönnum og samstarfsríkjum og benda meðal annars á nauðsyn þess að eiga nána bandamenn og marga, í samkeppninni við Kína og samkeppnin við Kína mun hafa áhrif á samskipti Bandaríkjanna við bandamennina í NATO, við Evrópusambandið, við Rússland, við ríki í Asíu og í Mið-Austurlöndum,“ segir Albert. Sé litið hingað nær eigi þetta ekki síður við um afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Norðurslóðum. „Það er ekki hægt að átta sig á því varðandi Norðurslóðir, hvort að Biden-stjórn mun hafa einhverjar breyttar áherslur varðandi Norðurslóðir, þetta er einfaldlega ekki mál sem er nógu mikið í forgrunni í kosningabaráttu eða kosningastefnu en það er alveg öruggt að Bandaríkin munu sýna Norðurslóðum vaxandi áhuga,“ segir Albert. Þó eigi eftir að koma betur í ljós með hvaða hætti það verður. Joe Biden sór embættiseið skömmu fyrir klukkan 17 að íslenskum tíma. Donald Trump, þá fráfarandi forseti, var ekki viðstaddur athöfnina í Washington-borg.Getty/Saul Loeb „Kannski mun Biden-stjórnin horfa meira á Norðurslóðir út frá loftslagsmálum, það kann að vera. Hins vegar, svo ég komi aftur að samkeppni Bandaríkjanna og Kína, þá verða uppi mál í samskiptum þessara stórvelda við Ísland sem lúta að samkeppninni,“ segir Albert. Tvö slík mál hafi þegar komið upp. „Annað tilboð Kínverja um þátttöku Íslands í svokallaðri Belti og braut-áætlun, sem er stór áætlun um innviðauppbyggingu og fjárfestingu víða um heim og er angi af stefnu Kínverja um að efla ítök sín á alþjóðavettvangi. Og hitt málið er spurningin um það hvort og þá að hvað miklu leyti á að hleypa inn kínversku fjarskiptafyrirtæki, sem er risa fyrirtæki sem heitir Huawei, inn á íslenskan fjarskiptamarkað,“ útskýrir Albert. Biden komi með gjörbreytta sýn á Norðurslóðir Ólafur segir erfitt að segja til um það hvort og þá hvernig valdaskiptin komi til með að breyta samskiptum Kína og Bandaríkjanna. „Sannleikurinn er sá að fjölmargir forystumenn Demókrataflokksins hafa haft svipuð viðhorf gagnvart Kína og Trump, þó þeir hafi ekki endilega haft hátt um það því þeir vildu ekki vera sammála fráfarandi forseta í of mörgum málum.“ Hann segir þó engan vafa á því að Biden og hans ríkisstjórn muni reyna að efla samvinnu Bandaríkjanna við bandamenn innan Atlantshafsbandalagsins og Evrópu á nýjan leik. Joe Biden ætlar sér stóra hluti á fyrstu dögum hans í embætti. Getty/Chip Somodevilla Ólafur hefur á síðustu árum látið til sín taka á vettvangi Norðurslóða og er stjórnarformaður Hringborðs Norðurslóða. Hann gerir ráð fyrir því að ný ríkisstjórn komi með gjörbreytta sýn á málaflokkinn. Ríkisstjórn Trumps hafi fyrst og fremst lagt áherslu á Norðurslóðir út frá hernaðarlegu og stórpólitísku sjónarhorni en með nýjum forseta muni loftslagsbreytingar verða þungamiðja í norðurslóðastefnu Bandaríkjanna. „Loftslagsbreytingar eru höfuðmál hjá hinum nýja forseta og verður eitt af því sem mun verða burðarás í dómi sögunnar um hans feril. Það er ástæðan fyrir því að hann hefur valið John Kerry, fyrrum utanríkisráðherra, sem æðsta fulltrúa sinn á alþjóðavettvangi í málefnum loftslagsbreytinga.“ Kerry hefur verið ötull talsmaður aðgerða gegn loftslagsbreytingum og átti þátt í því að semja Parísarsamkomulagið fyrir hönd Bandaríkjanna. Sögulega sláandi að sjá aðstæðurnar í Washington Aðspurður um það hvernig hann upplifði árásina á bandaríska þinghúsið segir Ólafur að hún hafi haft mikil tilfinningaleg áhrif á hann og ekki síður eftirleikur hennar. „Í mínum huga er alveg jafn ógnvekjandi og sögulega sláandi að sjá myndirnar af þúsundum hermanna í fullum herklæðum verja þinghúsið og höfuðgötur Washington síðustu daga.“ „Að þetta forysturíki lýðræðisins skuli ekki geta skipt um forseta án þess að hervæða þinghúsið og höfuðborg með þeim hætti sem við sjáum nú í dag, það er að mínum dómi ekki síður alvarlega mynd en árás múgsins á sínum tíma.“ Ólafur hefur lengi átt í samvinnu við valda þingmenn og aðila innan bandaríska stjórnkerfisins og reynt að rækta þau tengsl. Hann segir að fyrir bandarískum þingmönnum sé þinghúsið ekki bara fundarstaður heldur helgistaður lýðræðisins og tákn fyrir sameiningu Bandaríkjanna. Í ljósi þessa hafi árásin haft djúpstæð áhrif á þá marga. Að lokum segist Ólafur vera vongóður um að Íslendingar muni eiga í góðu samstarfi við stjórnarlið Biden á næstu árum. „Blessunarlega fyrir okkur Íslendinga eiga bæði ég og ýmsir aðrir góðan aðgang að fjölmörgum mönnum í innsta hring hinnar nýju ríkisstjórnar Bandaríkjanna.“
Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira