Líkur á að íbúar Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. desember 2020 11:58 Íbúar sem búa utan áhættusvæða á Seyðisfirði fengu að snúa aftur heim í gær. Björgunarsveitarmenn sáu um að skrá alla sem sneru aftur. Líkur eru á að fleiri íbúar fái að snúa heim fyrir jól. Vísir/Egill Líkur eru á að hluti íbúa Seyðisfjarðar geti varið jólunum heima en vonir standa til þess að hægt verði að aflétta rýmingu í dag eða næstu daga. Samráðsfundur fór fram í morgun þar sem farið var yfir gögn frá Veðurstofunni og stöðugleiki á svæðinu metinn með tilliti til afléttinga rýmingu. „Eins var farið yfir innviðamál, rafmagn og slíkt. Það er ekki komið rafmagn á allt svæðið en það er verið að vinna að því,“ sagði Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn. Staðan fari þó hratt batnandi. „Að því er best verður séð þannig það er að nást meiri stöðugleiki þarna og það gerist að því er virðist nokkuð hratt þannig að það eru vonir til að það geti jafnvel dregið til einhverra tíðinda í dag en sagt þó án ábyrgðar en við stefnum að því að senda út næstu tilkynningu til íbúa um tvö leytið í dag,“ sagði Kristján. Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur.Vísir/Egill Hann segir möguleika fyrir einhverja íbúa Seyðisfjarðar sem þurfa að huga að eignum og fleiru að fara inn á svæðið í dag. „Þeir geta gefið sig fram við vettvangsstjóra á Seyðisfirði en við biðjum þó um að það sé ekki nema brýn nauðsyn beri til þar sem þetta er ákveðið verkefni sem færist yfir á björgunarsveitir, lögreglu og viðbragðsaðila að sinna þessu en annars er mögulegt að það komi til einhverra afléttinga í dag,“ sagði Kristján. Er einhver von um að fólk geti varið jólunum á Seyðisfirði? „Eins og ég segi það eru líkur á því að það verði, hvort sem það verður í dag eða næstu daga þá standa vonir til þess að hægt verði að aflétta rýmingu þannig að fólk geti snúið til síns heima líkt og hluti íbúa gerði í gær.“ Í gær fengu þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða að snúa aftur heim klukkan, eftir að ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar og Almannavarnir gáfu út tilkynningu þess efnis. Um var að ræða tuttugu og tvær götur og þrjá bæi. Íbúafundur í dag Íbúafundur verður haldinn klukkan 16 í dag. „Það er íbúafundur í dag á fésbókarsíðu sveitarfélagsins, það er Múlaþing. Við hvetjum íbúa til að sækja þann fund,“ sagði Kristján. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Jól Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Samráðsfundur fór fram í morgun þar sem farið var yfir gögn frá Veðurstofunni og stöðugleiki á svæðinu metinn með tilliti til afléttinga rýmingu. „Eins var farið yfir innviðamál, rafmagn og slíkt. Það er ekki komið rafmagn á allt svæðið en það er verið að vinna að því,“ sagði Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn. Staðan fari þó hratt batnandi. „Að því er best verður séð þannig það er að nást meiri stöðugleiki þarna og það gerist að því er virðist nokkuð hratt þannig að það eru vonir til að það geti jafnvel dregið til einhverra tíðinda í dag en sagt þó án ábyrgðar en við stefnum að því að senda út næstu tilkynningu til íbúa um tvö leytið í dag,“ sagði Kristján. Loftmyndir frá Seyðisfirði sýna greinilega þá eyðileggingu sem orðið hefur.Vísir/Egill Hann segir möguleika fyrir einhverja íbúa Seyðisfjarðar sem þurfa að huga að eignum og fleiru að fara inn á svæðið í dag. „Þeir geta gefið sig fram við vettvangsstjóra á Seyðisfirði en við biðjum þó um að það sé ekki nema brýn nauðsyn beri til þar sem þetta er ákveðið verkefni sem færist yfir á björgunarsveitir, lögreglu og viðbragðsaðila að sinna þessu en annars er mögulegt að það komi til einhverra afléttinga í dag,“ sagði Kristján. Er einhver von um að fólk geti varið jólunum á Seyðisfirði? „Eins og ég segi það eru líkur á því að það verði, hvort sem það verður í dag eða næstu daga þá standa vonir til þess að hægt verði að aflétta rýmingu þannig að fólk geti snúið til síns heima líkt og hluti íbúa gerði í gær.“ Í gær fengu þeir íbúar sem búa utan áhættusvæða að snúa aftur heim klukkan, eftir að ofanflóðasérfræðingar Veðurstofunnar og Almannavarnir gáfu út tilkynningu þess efnis. Um var að ræða tuttugu og tvær götur og þrjá bæi. Íbúafundur í dag Íbúafundur verður haldinn klukkan 16 í dag. „Það er íbúafundur í dag á fésbókarsíðu sveitarfélagsins, það er Múlaþing. Við hvetjum íbúa til að sækja þann fund,“ sagði Kristján.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Jól Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira