Pennsylvanía gæti gert gæfumuninn fyrir Biden Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 06:51 Kamala Harris, varaforsetaefni Demókrata, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi flokksins, þegar sá síðarnefndi flutti ávarp í gær. AP/Carolyn Kaster Enn er ekki ljóst hver náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fóru á þriðjudag. Ennþá er afar mjótt á munum milli frambjóðendanna, þeirra Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Staðan á fjölda kjörmanna er óbreytt frá því fyrir sólarhring; Biden er með 253 og Trump 214 samkvæmt Decision Desk en AP og Fox News hafa staðfest sigur Bidens í Arizona og telja hann því með 264 kjörmenn. Verulega hefur dregið úr upplýsingaflæði vestanhafs enda komin nótt þar. Enn er þó verið að telja víða í ríkjum þar sem úrslit liggja ekki fyrir. Pennsylvanía er mögulega mikilvægasta ríkið þar sem Biden getur tryggt sér sigur í kosningunum með því að vinna þar enda gefur ríkið tuttugu kjörmenn. Trump er með lítið forskot í Pennsylvaníu og hefur Biden saxað verulega á í nótt. Sérfræðingar segja að haldi sú þróun áfram gæti hann endað með tugi þúsunda fleiri atkvæði en Trump. Samkvæmt gagnvirku korti Decision Desk er Trump nú með 3.286.193 atkvæði og Biden 3.267.969 atkvæði. Þá er munurinn mjög lítill í Georgíu og má segja að þar sé nánast jafnt. Trump er með 2.448.081 atkvæði samkvæmt Decision Desk og Biden með 2.446.814 atkvæði. Munurinn er því aðeins 1267 atkvæði. Líkt og í Pennsylvaníu hefur Biden saxað mjög á forskot Trumps í Georgíu í nótt. Enn á eftir að telja þúsundir atkvæða í ríkinu, meðal annars allt að níu þúsund kjörseðla sem sendir voru til íbúa Georgíu sem halda til erlendis. Í Arizona hefur Trump verið að saxa á forskot Biden í nótt. Biden er með 1.532.062 atkvæði, eða 50,07 prósent, og Trump er með 1.485.010 atkvæði eða 48,53 prósent. AP fréttaveitan og Fox News hafa áætlað Biden sigur í Arizona. Aðrir miðlar hafa þó ekki viljað ganga svo langt. Arizona er ólíkt flestum öðrum ríkjum þar sem enn er óljóst hver úrslitin verða að því leyti að flestir kjósendur þar greiða atkvæði í pósti. Því hallar ekki á Trump eins og víða annars staðar þar sem kjósendur Demókrataflokksins voru mun líklegri til að nota póstatkvæði. BBC birti þessa grafík í textalýsingu sinni í nótt. Staðan er óbreytt en hér sést hvaða leiðir frambjóðendurnir hafa að sigri. Lítil hreyfing hefur verið á tölunum í Nevada í nótt. Þar er Biden með 604.251 atkvæði, eða 49,4 prósent. Trump er með 592.813 atkvæði eða 48,5 prósent. Munurinn er því 11.438 atkvæði. Ekki er búist við frekari upplýsingum þaðan fyrr en seinna í dag. Vísir fylgist með öllu því helsta sem gerist í kosningunum í vaktinni sem fylgjast má með hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Enn er ekki ljóst hver náði kjöri sem forseti Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fóru á þriðjudag. Ennþá er afar mjótt á munum milli frambjóðendanna, þeirra Joe Biden, frambjóðanda Demókrata, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta. Staðan á fjölda kjörmanna er óbreytt frá því fyrir sólarhring; Biden er með 253 og Trump 214 samkvæmt Decision Desk en AP og Fox News hafa staðfest sigur Bidens í Arizona og telja hann því með 264 kjörmenn. Verulega hefur dregið úr upplýsingaflæði vestanhafs enda komin nótt þar. Enn er þó verið að telja víða í ríkjum þar sem úrslit liggja ekki fyrir. Pennsylvanía er mögulega mikilvægasta ríkið þar sem Biden getur tryggt sér sigur í kosningunum með því að vinna þar enda gefur ríkið tuttugu kjörmenn. Trump er með lítið forskot í Pennsylvaníu og hefur Biden saxað verulega á í nótt. Sérfræðingar segja að haldi sú þróun áfram gæti hann endað með tugi þúsunda fleiri atkvæði en Trump. Samkvæmt gagnvirku korti Decision Desk er Trump nú með 3.286.193 atkvæði og Biden 3.267.969 atkvæði. Þá er munurinn mjög lítill í Georgíu og má segja að þar sé nánast jafnt. Trump er með 2.448.081 atkvæði samkvæmt Decision Desk og Biden með 2.446.814 atkvæði. Munurinn er því aðeins 1267 atkvæði. Líkt og í Pennsylvaníu hefur Biden saxað mjög á forskot Trumps í Georgíu í nótt. Enn á eftir að telja þúsundir atkvæða í ríkinu, meðal annars allt að níu þúsund kjörseðla sem sendir voru til íbúa Georgíu sem halda til erlendis. Í Arizona hefur Trump verið að saxa á forskot Biden í nótt. Biden er með 1.532.062 atkvæði, eða 50,07 prósent, og Trump er með 1.485.010 atkvæði eða 48,53 prósent. AP fréttaveitan og Fox News hafa áætlað Biden sigur í Arizona. Aðrir miðlar hafa þó ekki viljað ganga svo langt. Arizona er ólíkt flestum öðrum ríkjum þar sem enn er óljóst hver úrslitin verða að því leyti að flestir kjósendur þar greiða atkvæði í pósti. Því hallar ekki á Trump eins og víða annars staðar þar sem kjósendur Demókrataflokksins voru mun líklegri til að nota póstatkvæði. BBC birti þessa grafík í textalýsingu sinni í nótt. Staðan er óbreytt en hér sést hvaða leiðir frambjóðendurnir hafa að sigri. Lítil hreyfing hefur verið á tölunum í Nevada í nótt. Þar er Biden með 604.251 atkvæði, eða 49,4 prósent. Trump er með 592.813 atkvæði eða 48,5 prósent. Munurinn er því 11.438 atkvæði. Ekki er búist við frekari upplýsingum þaðan fyrr en seinna í dag. Vísir fylgist með öllu því helsta sem gerist í kosningunum í vaktinni sem fylgjast má með hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira