Þær gátu sagst ætla að spila en við höfðum engan áhuga á að fara til Ítalíu núna Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2020 15:59 KA/Þór þarf að bíða lengur með að spila sína fyrstu Evrópuleiki. vísir/Bára „Við vorum öll mjög spennt og þess vegna er þessi niðurstaðan mikil vonbrigði,“ segir Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs í handbolta. Akureyringar hafa neyðst til að draga liðið úr Evrópubikarnum vegna kórónuveirufaraldursins. KA/Þór átti að mæta Jomi Salerno frá Ítalíu í tveimur leikjum. Fyrri leikurinn átti að vera á Ítalíu helgina 14.-15. nóvember og sá seinni á Akureyri viku síðar. Enginn ferðahugur var hins vegar í leikmönnum liðanna, vegna faraldursins, en ítalska liðið kemst áfram í næstu umferð. „Því miður er þetta niðurstaðan. Við erum búin að reyna allt hvað við gátum og vorum auðvitað mjög spennt að taka þátt í þessari Evrópukeppni, enda 15 ár síðan að handboltalið frá Akureyri spilaði Evrópuleiki og þetta hefði verið fyrsta skiptið sem kvennalið frá Akureyri tæki þátt. En þetta var bara ómögulegt og við urðum á endanum að draga okkur úr keppni,“ segir Andri. Ítalirnir græddu á því að eiga heimaleik á undan En af hverju fara Ítalirnir áfram í næstu umferð, þegar hvorugt liðið var tilbúið að ferðast til að spila? „Ég held að það hafi skipt einhverju máli að ítalska liðið fékk heimaleik á undan. Þess vegna gat liðið sagst ætla að spila þann leik en við höfðum engan áhuga á að fara út núna. Við buðum upp á að báðir leikirnir yrðu spilaðir hér á Akureyri en Ítalirnir voru alls ekki til í það. Þeir buðu í staðinn upp á að báðir leikirnir yrðu á Ítalíu, sem við vildum alls ekki,“ segir Andri, og bætir við: Andri Snær Stefánsson tók við þjálfun KA/Þórs í vor.vísir/bára „Það hefði verið gott ef hægt hefði verið að fresta þessum leikjum, úr því að ástandið hérna er vægast sagt slæmt og ekki skárra á Ítalíu. En það var ekki í boði, svo við ákváðum að hætta við.“ Höfðu lagt mikið á sig við fjáröflun og æfingar Vonbrigði leikmanna eru sjálfsagt mikil en Andri lætur engan bilbug á sér finna og segir að nú verði bara að setja stefnuna á að komast aftur í Evrópukeppni. Vonandi kemur smitfaraldur ekki í veg fyrir ferðalög þá: „Þetta hefði orðið mikið ævintýri, skemmtilegur staður til að fara á, 25 gráður og strönd og svona. Stelpurnar hafa mikinn metnað, lögðu mikið á sig við fjáröflun í sumar og við æfingar til að vera tilbúnar í verkefnið, en það skilja allir þessa ákvörðun. Svona er bara staðan. Við verðum bara að setja okkur það markmið að komast í Evrópukeppnina á næsta ári. Við gefumst ekkert upp,“ segir Andri. Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Óvissa um fyrstu Evrópuleiki KA/Þórs KA/Þór gæti leikið sína fyrstu Evrópuleiki frá upphafi í nóvember þegar liðið á að mæta ítalska liðinu Jomi Salerno. Kórónuveirufaraldurinn flækir þó málið. 20. október 2020 15:31 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
„Við vorum öll mjög spennt og þess vegna er þessi niðurstaðan mikil vonbrigði,“ segir Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs í handbolta. Akureyringar hafa neyðst til að draga liðið úr Evrópubikarnum vegna kórónuveirufaraldursins. KA/Þór átti að mæta Jomi Salerno frá Ítalíu í tveimur leikjum. Fyrri leikurinn átti að vera á Ítalíu helgina 14.-15. nóvember og sá seinni á Akureyri viku síðar. Enginn ferðahugur var hins vegar í leikmönnum liðanna, vegna faraldursins, en ítalska liðið kemst áfram í næstu umferð. „Því miður er þetta niðurstaðan. Við erum búin að reyna allt hvað við gátum og vorum auðvitað mjög spennt að taka þátt í þessari Evrópukeppni, enda 15 ár síðan að handboltalið frá Akureyri spilaði Evrópuleiki og þetta hefði verið fyrsta skiptið sem kvennalið frá Akureyri tæki þátt. En þetta var bara ómögulegt og við urðum á endanum að draga okkur úr keppni,“ segir Andri. Ítalirnir græddu á því að eiga heimaleik á undan En af hverju fara Ítalirnir áfram í næstu umferð, þegar hvorugt liðið var tilbúið að ferðast til að spila? „Ég held að það hafi skipt einhverju máli að ítalska liðið fékk heimaleik á undan. Þess vegna gat liðið sagst ætla að spila þann leik en við höfðum engan áhuga á að fara út núna. Við buðum upp á að báðir leikirnir yrðu spilaðir hér á Akureyri en Ítalirnir voru alls ekki til í það. Þeir buðu í staðinn upp á að báðir leikirnir yrðu á Ítalíu, sem við vildum alls ekki,“ segir Andri, og bætir við: Andri Snær Stefánsson tók við þjálfun KA/Þórs í vor.vísir/bára „Það hefði verið gott ef hægt hefði verið að fresta þessum leikjum, úr því að ástandið hérna er vægast sagt slæmt og ekki skárra á Ítalíu. En það var ekki í boði, svo við ákváðum að hætta við.“ Höfðu lagt mikið á sig við fjáröflun og æfingar Vonbrigði leikmanna eru sjálfsagt mikil en Andri lætur engan bilbug á sér finna og segir að nú verði bara að setja stefnuna á að komast aftur í Evrópukeppni. Vonandi kemur smitfaraldur ekki í veg fyrir ferðalög þá: „Þetta hefði orðið mikið ævintýri, skemmtilegur staður til að fara á, 25 gráður og strönd og svona. Stelpurnar hafa mikinn metnað, lögðu mikið á sig við fjáröflun í sumar og við æfingar til að vera tilbúnar í verkefnið, en það skilja allir þessa ákvörðun. Svona er bara staðan. Við verðum bara að setja okkur það markmið að komast í Evrópukeppnina á næsta ári. Við gefumst ekkert upp,“ segir Andri.
Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Óvissa um fyrstu Evrópuleiki KA/Þórs KA/Þór gæti leikið sína fyrstu Evrópuleiki frá upphafi í nóvember þegar liðið á að mæta ítalska liðinu Jomi Salerno. Kórónuveirufaraldurinn flækir þó málið. 20. október 2020 15:31 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Handbolti Fleiri fréttir Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Sjá meira
Óvissa um fyrstu Evrópuleiki KA/Þórs KA/Þór gæti leikið sína fyrstu Evrópuleiki frá upphafi í nóvember þegar liðið á að mæta ítalska liðinu Jomi Salerno. Kórónuveirufaraldurinn flækir þó málið. 20. október 2020 15:31
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik