Stefnir í metkjörsókn vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2020 16:58 Skilti vísar kjósendum að utankjörfundarstað í Norwood í Ohio. AP/Aaron Doster Fleiri en fjórar milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði utan kjörfundar í forseta- og þingkosningum sem fara fram eftir fjórar vikur. Aldrei áður hafa svo margir verið búnir að greiða atkvæði á þessum tímapunkti fyrir kosningar og stefnir nú í mögulega metkjörsókn. Um fimmtíufalt fleiri hafa nú þegar greitt atkvæði en höfðu gert það mánuði fyrir kjördag árið 2016, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þær tölur sem nú liggja fyrir eru frá 31 ríki. Mörg ríki bjóða nú upp á rýmri utankjörfundaratkvæðagreiðslu og greiðari aðgang að póstatkvæðum en áður til að takmarka smithættu og mannmergð á kjörstöðum í kórónuveirufaraldrinum sem geisar enn. Þeim sem greiða atkvæði á kjörstað á kjördegi hefur einnig fækkað hlutfallslega í undanförnum kosningum. Michael McDonald frá Háskólanum á Flórída sem stýrir verkefni sem heldur utan um kosningagögn segir að miðað við tölurnar um utankjörfundaratkvæði gæti kjörsókn náð allt að 150 milljónum manna, um 65% fólks á gjaldgengra kjósenda. Það yrði mesta kjörsókn frá árinu 1908. Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi á bilinu 7-9 prósentustiga forskot á Donald Trump forseta á landsvísu. Munurinn er minni í lykilríkjum sem munu að líkindum ráða úrslitum um sigurvegara forsetakosninganna. Trump forseti hefur um margra mánaða skeið hamast gegn póstatkvæðum sem hann heldur fram rakalaust að eigi eftir að leiða til stórfelldra kosningasvika. Því hefur talning póstatkvæða og reglur um þau orðið að heitum deilu- og dómsmálum í mörgum ríkjum í aðdraganda kosninganna í ár. Vegna orðræðu forsetans gegn póstatkvæðum benda kannanir til þess að hlutfallslega mun fleiri demókratar en repúblikanar hafi óskað eftir því að greiða atkvæði í pósti. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Fleiri en fjórar milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði utan kjörfundar í forseta- og þingkosningum sem fara fram eftir fjórar vikur. Aldrei áður hafa svo margir verið búnir að greiða atkvæði á þessum tímapunkti fyrir kosningar og stefnir nú í mögulega metkjörsókn. Um fimmtíufalt fleiri hafa nú þegar greitt atkvæði en höfðu gert það mánuði fyrir kjördag árið 2016, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þær tölur sem nú liggja fyrir eru frá 31 ríki. Mörg ríki bjóða nú upp á rýmri utankjörfundaratkvæðagreiðslu og greiðari aðgang að póstatkvæðum en áður til að takmarka smithættu og mannmergð á kjörstöðum í kórónuveirufaraldrinum sem geisar enn. Þeim sem greiða atkvæði á kjörstað á kjördegi hefur einnig fækkað hlutfallslega í undanförnum kosningum. Michael McDonald frá Háskólanum á Flórída sem stýrir verkefni sem heldur utan um kosningagögn segir að miðað við tölurnar um utankjörfundaratkvæði gæti kjörsókn náð allt að 150 milljónum manna, um 65% fólks á gjaldgengra kjósenda. Það yrði mesta kjörsókn frá árinu 1908. Skoðanakannanir benda til þess að Joe Biden, frambjóðandi demókrata, hafi á bilinu 7-9 prósentustiga forskot á Donald Trump forseta á landsvísu. Munurinn er minni í lykilríkjum sem munu að líkindum ráða úrslitum um sigurvegara forsetakosninganna. Trump forseti hefur um margra mánaða skeið hamast gegn póstatkvæðum sem hann heldur fram rakalaust að eigi eftir að leiða til stórfelldra kosningasvika. Því hefur talning póstatkvæða og reglur um þau orðið að heitum deilu- og dómsmálum í mörgum ríkjum í aðdraganda kosninganna í ár. Vegna orðræðu forsetans gegn póstatkvæðum benda kannanir til þess að hlutfallslega mun fleiri demókratar en repúblikanar hafi óskað eftir því að greiða atkvæði í pósti.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira