Röktu fólk til Irishman Pub með kortafærslum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2020 14:05 Fjöldi gesta sem var á Irishman Pub smitaðist af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Greiðslukortafærslur hafa verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að finna út hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. „Við höfum fengið hérna aðstoð þessara rekstraraðila til þess að ná og koma upplýsingum til þeirra gesta sem þeir hafa verið með. Þannig að þeir hafa hjálpað okkur við það að reyna að ná til sinna viðskiptavina. Þannig að við getum sent sms og sent fólki upplýsingar og hvatt það til að fara í sýnatöku. Fólki sem að hefur verið á stöðum þar sem að svona stór smit hafa komið upp,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Notað í algjörum undantekningartilvikum Víðir segir greiðslukortafærslur til að mynda hafa verið nýttar til að finna út hverjir voru á Irishman Pub þegar kórónuveirusmit greindust þar. „Þetta er leið sem við höfum bara notað í algjörum undantekningartilvikum. Það er bara þegar staðan er þannig, að eins og þú nefndir þennan veitingastað þar sem að var greinilega mjög mikið smit og var mjög mikilvægt að ná sem fyrst til allra, þá var þetta leið sem var notuð,“ segir Víðir. Sú leið að nota kortaupplýsingar hefur þrisvar verið nýtt og þá í samráði við rekstaraðila og kortafyrirtækin. Smitrakningarteymið hefur fengið nöfn og símanúmer viðskiptavina og boðað þá í skimum. Gögnin hafa ekki verið geymd. Víðir segir það jafnframt áhyggjuefni að þegar reynt er að rekja smit hafi fólk undanfarið verið tregt til að veita upplýsingar. Það skýri líklega að hluta hve hátt hlutfall fólks greinist sem ekki er í sóttkví. Innan við fjórðungur þeirra sem greindist með veiruna í gær var í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Greiðslumiðlun Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Dæmi um að fólk leyni upplýsingum í smitrakningu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það ekki að ástæðulausu sem verið sé að fara í harðari aðgerðir. Búið sé að rýna í tölfræðina og miklar áhyggjur séu uppi af stöðunni eins og hún er í dag. 4. október 2020 12:03 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Greiðslukortafærslur hafa verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að finna út hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. „Við höfum fengið hérna aðstoð þessara rekstraraðila til þess að ná og koma upplýsingum til þeirra gesta sem þeir hafa verið með. Þannig að þeir hafa hjálpað okkur við það að reyna að ná til sinna viðskiptavina. Þannig að við getum sent sms og sent fólki upplýsingar og hvatt það til að fara í sýnatöku. Fólki sem að hefur verið á stöðum þar sem að svona stór smit hafa komið upp,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Notað í algjörum undantekningartilvikum Víðir segir greiðslukortafærslur til að mynda hafa verið nýttar til að finna út hverjir voru á Irishman Pub þegar kórónuveirusmit greindust þar. „Þetta er leið sem við höfum bara notað í algjörum undantekningartilvikum. Það er bara þegar staðan er þannig, að eins og þú nefndir þennan veitingastað þar sem að var greinilega mjög mikið smit og var mjög mikilvægt að ná sem fyrst til allra, þá var þetta leið sem var notuð,“ segir Víðir. Sú leið að nota kortaupplýsingar hefur þrisvar verið nýtt og þá í samráði við rekstaraðila og kortafyrirtækin. Smitrakningarteymið hefur fengið nöfn og símanúmer viðskiptavina og boðað þá í skimum. Gögnin hafa ekki verið geymd. Víðir segir það jafnframt áhyggjuefni að þegar reynt er að rekja smit hafi fólk undanfarið verið tregt til að veita upplýsingar. Það skýri líklega að hluta hve hátt hlutfall fólks greinist sem ekki er í sóttkví. Innan við fjórðungur þeirra sem greindist með veiruna í gær var í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Greiðslumiðlun Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Dæmi um að fólk leyni upplýsingum í smitrakningu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það ekki að ástæðulausu sem verið sé að fara í harðari aðgerðir. Búið sé að rýna í tölfræðina og miklar áhyggjur séu uppi af stöðunni eins og hún er í dag. 4. október 2020 12:03 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Dæmi um að fólk leyni upplýsingum í smitrakningu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það ekki að ástæðulausu sem verið sé að fara í harðari aðgerðir. Búið sé að rýna í tölfræðina og miklar áhyggjur séu uppi af stöðunni eins og hún er í dag. 4. október 2020 12:03