Umfjöllun og viðtöl: Þór 27-34 ÍBV | Þægilegur sigur bikarmeistaranna Arnar Geir Halldórsson skrifar 3. október 2020 17:41 Haukar - ÍBV Olís deild karla vetur 2020 - 2021 handbolti Hsí Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Nýliðar Þórs fengu sjóðheita Eyjamenn í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyri í dag í 4.umferð Olís-deildar karla í handbolta. Eyjamenn lögðu grunninn að öruggum sigri í fyrri hálfleik þar sem þeir sigldu nokkuð þægilega fram úr lánlausum heimamönnum sem hófu í raun ekki leik fyrr en seint í fyrri hálfleiknum. ÍBV skoraði að vild fyrstu 20 mínútur leiksins og þegar Þórsurum tókst að skora svöruðu Eyjamenn jafnan um hæl á aðeins nokkrum sekúndum. Algjör sofandagangur á heimamönnum sem voru lengi að koma sér til baka í varnarstöðu og gerðu lítið til að hjálpa Jovan Kukobat sem þó stóð sig vel og sá í raun til þess að staðan væri ekki verri snemma leiks. Eyjamenn náðu mest sjö marka forystu á 20.mínútu, 7-14. Í kjölfarið tóku heimamenn við sér í varnarleiknum en staðan í leikhléi var 10-16. Þórsarar byrjuðu síðari hálfleikinn ágætlega og náu að minnka muninn niður í þrjú mörk eftir 40 mínútur. Þá stigu Eyjamenn hins vegar aftur á bensíngjöfina og unnu að lokum afar öruggan sjö marka sigur, 27-34. Afhverju vann ÍBV? Nýliðar Þórs geta ekki leyft sér að mæta til leiks á jafn værukæran hátt og þeir gerðu í dag, sérstaklega gegn jafn sterku liði og ÍBV liðið er. Eyjamenn keyrðu upp hraðann í byrjun og mættu lítilli mótspyrnu. Þórsarar náðu góðum 20 mínútna kafla, undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess síðari en ÍBV liðið hélt stöðugleika út í gegnum leikinn og því fór sem fór. Bestu menn leiksins Dagur Arnarsson bar uppi sóknarleik Eyjamanna og fékk oft á tíðum að valsa óáreittur fyrir innan punktalínu. 11 mörk úr 13 skotum hjá peyjanum og langbesti maður vallarins. Kári Kristján Kristjánsson var einnig drjúgur að venju. Í liði heimamanna er það helst Jovan Kukobat sem getur gengið þokkalega sáttur frá þessum leik. Hvað gekk illa? Hægagangur heimamanna til baka. Nýliðarnir hafa staðið flottan varnarleik í upphafi móts en þeir réðu ekkert við hraðann í Eyjamönnum og náðu varla að koma sér í varnarstöðu fyrstu 20 mínútur leiksins.Hvað er framundan? Þór-KA er næst á dagskrá í Coca-Cola bikarnum. Það verður svakaleg rimma. Eyjamenn sitja hjá í fyrstu umferð bikarsins en næsti leikur þeirra er gegn Fram í Vestmannaeyjum þann 13.október. Kristinn: Náðum að stýra hraðanum í leiknum „Við vorum aðallega einbeittir að því að vera ákveðnir í að stýra leiknum á okkar hraða og það tókst stærstan hluta leiksins. Við gefum full mikið eftir varnarlega í byrjun síðari hálfleiks sem gerði þetta hættulegt en við kláruðum þetta sannfærandi svo ég er sáttur,“ sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, í leikslok. „Ánægður með hvað það gekk vel að keyra í bakið á þeim og við nýttum okkur það að vera fljótari á fótunum en þeir.“ Eyjamenn náðu upp góðri forystu í fyrri hálfleik en góður kafli heimamanna í upphafi þess síðari kom muninum niður í þrjú mörk. Kristinn telur það ekkert áhyggjuefni. „Mér fannst við ekki slaka á. Við höfum verið hrjáðir af meiðslum og þá mæðir svolítið mikið á sömu mönnunum. Við náum upp þessari forystu og getum hangið á henni í síðari hálfleik. Auðvitað þarf að spila báða hálfleika vel til að vinna handboltaleik.“ Meiðslavandræði eru að herja á Eyjamenn en þeir misstu hægri skyttuna Ásgeir Snæ Vignisson í meiðsli í vikunni og þá sat Fannar Þór Friðgeirsson allan tímann á varamannabekknum í dag. „Við leysum þetta með þeim leikmönnum sem eru til staðar. Auðvitað var hræðilegt að missa Ásgeir út og á þann hátt sem það gerist. Við höfum ýmislegt í pokahorninu og vinnum bara með það.“ „Fannar er meiddur. Hann var tæpur fyrir leik og við vildum sjá hvernig hann kæmi út úr upphitun. Við fengum skýr skilaboð frá sjúkraþjálfaranum að það gengi ekki upp og þess vegna spilaði hann ekkert,“ sagði Kristinn að lokum. Þorvaldur: Við vorum klárlega næstbesta liðið á vellinum Þorvaldur Sigurðsson, annar þjálfara Þórs, var stuttorður í leikslok. „Erfitt. Góður andstæðingur og við vorum klárlega næstbesta liðið á vellinum,“ sagði Þorvaldur um það hvernig leikurinn horfði við honum. Þórsarar réðu illa við hraðan leik Eyjamanna í upphafi og Þorvaldur tók það að sumu leyti á sig. „Það er enginn óstöðvandi í handbolta. Við vorum ekki á okkar tempói og vorum í brasi. Það kom bara í ljós í leiknum.“ „Ég verð að taka varnarleikinn svolítið á mig. Ég náði mér sjálfum ekki á strik til að hjálpa strákunum og ég tek það bara á mig, það er klárt,“ sagði Þorvaldur sem tók tapinu þó á nokkuð yfirvegaðan hátt. „Við tökum alltaf eitthvað jákvætt. Við erum í þessu til að læra og núna sest ég við tölvuna og reyni að klippa það út sem við viljum taka með okkur í næstu verkefni og hendi hinu í ruslið.“ Viorel Boscu spilaði sinn fyrsta leik fyrir Þór í dag en Þorvaldur segir hann enn vera að aðlagast nýju liði og nýjum liðsfélögum. „Hann kemur ágætlega inn. Hann er nýbúinn að klára sóttkví og náði einhverjum þremur æfingum. Þetta er mikill skrokkur og það verður gaman að fylgjast með honum. Þetta er ungur strákur sem þarf tíma til að þróast og komast inn í okkar leik,“ segir Þorvaldur. Olís-deild karla Þór Akureyri ÍBV
Nýliðar Þórs fengu sjóðheita Eyjamenn í heimsókn í Íþróttahöllina á Akureyri í dag í 4.umferð Olís-deildar karla í handbolta. Eyjamenn lögðu grunninn að öruggum sigri í fyrri hálfleik þar sem þeir sigldu nokkuð þægilega fram úr lánlausum heimamönnum sem hófu í raun ekki leik fyrr en seint í fyrri hálfleiknum. ÍBV skoraði að vild fyrstu 20 mínútur leiksins og þegar Þórsurum tókst að skora svöruðu Eyjamenn jafnan um hæl á aðeins nokkrum sekúndum. Algjör sofandagangur á heimamönnum sem voru lengi að koma sér til baka í varnarstöðu og gerðu lítið til að hjálpa Jovan Kukobat sem þó stóð sig vel og sá í raun til þess að staðan væri ekki verri snemma leiks. Eyjamenn náðu mest sjö marka forystu á 20.mínútu, 7-14. Í kjölfarið tóku heimamenn við sér í varnarleiknum en staðan í leikhléi var 10-16. Þórsarar byrjuðu síðari hálfleikinn ágætlega og náu að minnka muninn niður í þrjú mörk eftir 40 mínútur. Þá stigu Eyjamenn hins vegar aftur á bensíngjöfina og unnu að lokum afar öruggan sjö marka sigur, 27-34. Afhverju vann ÍBV? Nýliðar Þórs geta ekki leyft sér að mæta til leiks á jafn værukæran hátt og þeir gerðu í dag, sérstaklega gegn jafn sterku liði og ÍBV liðið er. Eyjamenn keyrðu upp hraðann í byrjun og mættu lítilli mótspyrnu. Þórsarar náðu góðum 20 mínútna kafla, undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess síðari en ÍBV liðið hélt stöðugleika út í gegnum leikinn og því fór sem fór. Bestu menn leiksins Dagur Arnarsson bar uppi sóknarleik Eyjamanna og fékk oft á tíðum að valsa óáreittur fyrir innan punktalínu. 11 mörk úr 13 skotum hjá peyjanum og langbesti maður vallarins. Kári Kristján Kristjánsson var einnig drjúgur að venju. Í liði heimamanna er það helst Jovan Kukobat sem getur gengið þokkalega sáttur frá þessum leik. Hvað gekk illa? Hægagangur heimamanna til baka. Nýliðarnir hafa staðið flottan varnarleik í upphafi móts en þeir réðu ekkert við hraðann í Eyjamönnum og náðu varla að koma sér í varnarstöðu fyrstu 20 mínútur leiksins.Hvað er framundan? Þór-KA er næst á dagskrá í Coca-Cola bikarnum. Það verður svakaleg rimma. Eyjamenn sitja hjá í fyrstu umferð bikarsins en næsti leikur þeirra er gegn Fram í Vestmannaeyjum þann 13.október. Kristinn: Náðum að stýra hraðanum í leiknum „Við vorum aðallega einbeittir að því að vera ákveðnir í að stýra leiknum á okkar hraða og það tókst stærstan hluta leiksins. Við gefum full mikið eftir varnarlega í byrjun síðari hálfleiks sem gerði þetta hættulegt en við kláruðum þetta sannfærandi svo ég er sáttur,“ sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, í leikslok. „Ánægður með hvað það gekk vel að keyra í bakið á þeim og við nýttum okkur það að vera fljótari á fótunum en þeir.“ Eyjamenn náðu upp góðri forystu í fyrri hálfleik en góður kafli heimamanna í upphafi þess síðari kom muninum niður í þrjú mörk. Kristinn telur það ekkert áhyggjuefni. „Mér fannst við ekki slaka á. Við höfum verið hrjáðir af meiðslum og þá mæðir svolítið mikið á sömu mönnunum. Við náum upp þessari forystu og getum hangið á henni í síðari hálfleik. Auðvitað þarf að spila báða hálfleika vel til að vinna handboltaleik.“ Meiðslavandræði eru að herja á Eyjamenn en þeir misstu hægri skyttuna Ásgeir Snæ Vignisson í meiðsli í vikunni og þá sat Fannar Þór Friðgeirsson allan tímann á varamannabekknum í dag. „Við leysum þetta með þeim leikmönnum sem eru til staðar. Auðvitað var hræðilegt að missa Ásgeir út og á þann hátt sem það gerist. Við höfum ýmislegt í pokahorninu og vinnum bara með það.“ „Fannar er meiddur. Hann var tæpur fyrir leik og við vildum sjá hvernig hann kæmi út úr upphitun. Við fengum skýr skilaboð frá sjúkraþjálfaranum að það gengi ekki upp og þess vegna spilaði hann ekkert,“ sagði Kristinn að lokum. Þorvaldur: Við vorum klárlega næstbesta liðið á vellinum Þorvaldur Sigurðsson, annar þjálfara Þórs, var stuttorður í leikslok. „Erfitt. Góður andstæðingur og við vorum klárlega næstbesta liðið á vellinum,“ sagði Þorvaldur um það hvernig leikurinn horfði við honum. Þórsarar réðu illa við hraðan leik Eyjamanna í upphafi og Þorvaldur tók það að sumu leyti á sig. „Það er enginn óstöðvandi í handbolta. Við vorum ekki á okkar tempói og vorum í brasi. Það kom bara í ljós í leiknum.“ „Ég verð að taka varnarleikinn svolítið á mig. Ég náði mér sjálfum ekki á strik til að hjálpa strákunum og ég tek það bara á mig, það er klárt,“ sagði Þorvaldur sem tók tapinu þó á nokkuð yfirvegaðan hátt. „Við tökum alltaf eitthvað jákvætt. Við erum í þessu til að læra og núna sest ég við tölvuna og reyni að klippa það út sem við viljum taka með okkur í næstu verkefni og hendi hinu í ruslið.“ Viorel Boscu spilaði sinn fyrsta leik fyrir Þór í dag en Þorvaldur segir hann enn vera að aðlagast nýju liði og nýjum liðsfélögum. „Hann kemur ágætlega inn. Hann er nýbúinn að klára sóttkví og náði einhverjum þremur æfingum. Þetta er mikill skrokkur og það verður gaman að fylgjast með honum. Þetta er ungur strákur sem þarf tíma til að þróast og komast inn í okkar leik,“ segir Þorvaldur.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik