Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti í framleiðslu á rafknúnum vörubílum á næstu árum. Mun framleiðsla hefjast á eActros vöruflutningabílnum árið 2021 en eActros verður með vel yfir 200 km drægni og er hann er hugsaður í vörudreifingu og þjónustu innan borgarmarka segir í fréttatilkynningu frá Öskju.
Þá mun Mercedes-Benz stefna að því að framleiðsla hefjist árið 2024 á eActros LongHaul sem verður langdrægari vöruflutningabíll sem knúin er alfarið áfram af rafmagni með drægni nálægt 500 km.
Mercedes-Benz hefur þegar komið fram með minni rafknúna atvinnubíla sem ganga fyrir hreinni raforku og má þar nefna eVito, eSprinter og EQV.
Mercedes-Benz hefur einnig kynnt hugmyndabíl sem nefndur hefur verið Mercedes-Benz GenH2. Um er að ræða vörubíl með 40 tonna heildarþyngd og allt að 25 tonna burðargetu. GenH2 vörubílinn gengur fyrir vetni og á að geta ekið allt að þúsund km á einni áfyllingu. Vetnisknúnir bílar eru í raun rafbílar þar sem vetnið er eldsneytið fyrir rafhlöðuna (fuel-cell) sem síðan knýr rafmótorana. Vetnið er geymt í fljótandi formi við -253°C á tank sem er inn í öðrum tank með lofttæmt rými milli tanka.
Samkvæmt upplýsingum frá Daimler, eiganda Mercedes-Benz, er stefnt að því að reynsluakstur og prófanir viðskiptavina geti hafist á GenH2 vörubílnum árið 2023 og að fjöldaframleiðsla mun hefjast á síðari hluta áratugarins.