Mercedes-Benz kynnir áætlun um raf- og vetnisvæðingu vörubifreiða Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. október 2020 07:01 Mercedes-Benz eActros, Mercedes-Benz eActros LongHaul og Mercedes-Benz GenH2. Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti í framleiðslu á rafknúnum vörubílum á næstu árum. Mun framleiðsla hefjast á eActros vöruflutningabílnum árið 2021 en eActros verður með vel yfir 200 km drægni og er hann er hugsaður í vörudreifingu og þjónustu innan borgarmarka segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Þá mun Mercedes-Benz stefna að því að framleiðsla hefjist árið 2024 á eActros LongHaul sem verður langdrægari vöruflutningabíll sem knúin er alfarið áfram af rafmagni með drægni nálægt 500 km. Mercedes-Benz hefur þegar komið fram með minni rafknúna atvinnubíla sem ganga fyrir hreinni raforku og má þar nefna eVito, eSprinter og EQV. Mercedes-Benz hefur einnig kynnt hugmyndabíl sem nefndur hefur verið Mercedes-Benz GenH2. Um er að ræða vörubíl með 40 tonna heildarþyngd og allt að 25 tonna burðargetu. GenH2 vörubílinn gengur fyrir vetni og á að geta ekið allt að þúsund km á einni áfyllingu. Vetnisknúnir bílar eru í raun rafbílar þar sem vetnið er eldsneytið fyrir rafhlöðuna (fuel-cell) sem síðan knýr rafmótorana. Vetnið er geymt í fljótandi formi við -253°C á tank sem er inn í öðrum tank með lofttæmt rými milli tanka. Samkvæmt upplýsingum frá Daimler, eiganda Mercedes-Benz, er stefnt að því að reynsluakstur og prófanir viðskiptavina geti hafist á GenH2 vörubílnum árið 2023 og að fjöldaframleiðsla mun hefjast á síðari hluta áratugarins. Vistvænir bílar Mest lesið „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent
Mercedes-Benz ætlar sér stóra hluti í framleiðslu á rafknúnum vörubílum á næstu árum. Mun framleiðsla hefjast á eActros vöruflutningabílnum árið 2021 en eActros verður með vel yfir 200 km drægni og er hann er hugsaður í vörudreifingu og þjónustu innan borgarmarka segir í fréttatilkynningu frá Öskju. Þá mun Mercedes-Benz stefna að því að framleiðsla hefjist árið 2024 á eActros LongHaul sem verður langdrægari vöruflutningabíll sem knúin er alfarið áfram af rafmagni með drægni nálægt 500 km. Mercedes-Benz hefur þegar komið fram með minni rafknúna atvinnubíla sem ganga fyrir hreinni raforku og má þar nefna eVito, eSprinter og EQV. Mercedes-Benz hefur einnig kynnt hugmyndabíl sem nefndur hefur verið Mercedes-Benz GenH2. Um er að ræða vörubíl með 40 tonna heildarþyngd og allt að 25 tonna burðargetu. GenH2 vörubílinn gengur fyrir vetni og á að geta ekið allt að þúsund km á einni áfyllingu. Vetnisknúnir bílar eru í raun rafbílar þar sem vetnið er eldsneytið fyrir rafhlöðuna (fuel-cell) sem síðan knýr rafmótorana. Vetnið er geymt í fljótandi formi við -253°C á tank sem er inn í öðrum tank með lofttæmt rými milli tanka. Samkvæmt upplýsingum frá Daimler, eiganda Mercedes-Benz, er stefnt að því að reynsluakstur og prófanir viðskiptavina geti hafist á GenH2 vörubílnum árið 2023 og að fjöldaframleiðsla mun hefjast á síðari hluta áratugarins.
Vistvænir bílar Mest lesið „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent