Eldræða Mána um Stjörnuna sem vill sjá Hilmar á kantinum: „Þvaður frá upphafi til enda“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. september 2020 12:00 Hilmar Árni í afhroðinu gegn Val á dögunum. vísir/huldamargrét Það hefur ekki gengið vel hjá Stjörnunni að undanförnu. Liðið hefur unnið tvo af síðustu tíu deildarleikjum sínum en hafa þó einungis tapað einum og það var skellurinn gegn Val í síðustu viku. Stjarnan tapaði fyrir nágrönnum sínum í Breiðabliki á fimmtudaginn. Þrátt fyrir að leikurinn hafi endað með 2-1 sigri Breiðabliks þá voru yfirburðir Blikana miklir og sigurinn fyllilega verðskuldaður. Guðmundur Benediktsson, Þorkell Máni Pétursson og Atli Viðar Björnsson fóru yfir í Pepsi Max Stúkunni á föstudagskvöldið hvað sé að hjá Stjörnunni. „Blikarnir voru margfalt betri og ég held að það hefði enginn getað kvartað yfir því að þessi leikur hafi farið 3 eða 4-1,“ sagði Þorkell Máni. „Ég næ ekki hvað Stjarnan var að brasa í þessum leik. Það er óskiljanlegt og mér fannst þeir ekki á neinum tímapunkti, fyrir utan að skora þetta mark, að þá var aldrei verið að bjóða upp á einhvern leik.“ „Maður var aldrei að hugsa: Heyrðu, Stjarnan er að fara skora. Það er eitthvað að fara gerast í Kópavoginum núna. Við erum að fara skora mark,“ sagði Þorkell Máni. Máni, sem er mikill Stjörnumaður og hefur aldrei farið leynt með það, segir að Hilmar Árni Halldórsson sem hefur verið týndur í undanförnum leikjum eigi ekki að spila inn á miðsvæðinu. „Hilmar Árni er í stöðu sem menn vilja kalla tíuna og sumir hafa verið með marga blauta drauma um að hann sé góð tía. Það er fyrir mér algjört þvaður frá upphafi til enda. Hilmar Árni er afleit tía að öllu leyti.“ „Þegar þú ert tíu þarftu að vera góðum í ákveðnum þáttum í varnarleik. Mér reiknast til að meirihlutinn sem Stjarnan hefur fengið á sig á þessari leiktíð hefur verið með Hilmar Árni inn í tíunni.“ „Það er auðveldara að loka svæðinu á kantinum og þar skapar hann mikið fleiri færi. Sú hugmynd að vera með hann inn í tíunni er mér algjörlega óskiljanleg,“ sagði Máni. Alla eldræðu Mána um Stjörnuna sem og alla umræðuna um lið Stjörnunnar má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Stjörnuna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Spilað á eitt mark í Kópavogi Breiðablik hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir KR í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla og vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 2-1, á heimavelli. 24. september 2020 22:00 Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Það hefur ekki gengið vel hjá Stjörnunni að undanförnu. Liðið hefur unnið tvo af síðustu tíu deildarleikjum sínum en hafa þó einungis tapað einum og það var skellurinn gegn Val í síðustu viku. Stjarnan tapaði fyrir nágrönnum sínum í Breiðabliki á fimmtudaginn. Þrátt fyrir að leikurinn hafi endað með 2-1 sigri Breiðabliks þá voru yfirburðir Blikana miklir og sigurinn fyllilega verðskuldaður. Guðmundur Benediktsson, Þorkell Máni Pétursson og Atli Viðar Björnsson fóru yfir í Pepsi Max Stúkunni á föstudagskvöldið hvað sé að hjá Stjörnunni. „Blikarnir voru margfalt betri og ég held að það hefði enginn getað kvartað yfir því að þessi leikur hafi farið 3 eða 4-1,“ sagði Þorkell Máni. „Ég næ ekki hvað Stjarnan var að brasa í þessum leik. Það er óskiljanlegt og mér fannst þeir ekki á neinum tímapunkti, fyrir utan að skora þetta mark, að þá var aldrei verið að bjóða upp á einhvern leik.“ „Maður var aldrei að hugsa: Heyrðu, Stjarnan er að fara skora. Það er eitthvað að fara gerast í Kópavoginum núna. Við erum að fara skora mark,“ sagði Þorkell Máni. Máni, sem er mikill Stjörnumaður og hefur aldrei farið leynt með það, segir að Hilmar Árni Halldórsson sem hefur verið týndur í undanförnum leikjum eigi ekki að spila inn á miðsvæðinu. „Hilmar Árni er í stöðu sem menn vilja kalla tíuna og sumir hafa verið með marga blauta drauma um að hann sé góð tía. Það er fyrir mér algjört þvaður frá upphafi til enda. Hilmar Árni er afleit tía að öllu leyti.“ „Þegar þú ert tíu þarftu að vera góðum í ákveðnum þáttum í varnarleik. Mér reiknast til að meirihlutinn sem Stjarnan hefur fengið á sig á þessari leiktíð hefur verið með Hilmar Árni inn í tíunni.“ „Það er auðveldara að loka svæðinu á kantinum og þar skapar hann mikið fleiri færi. Sú hugmynd að vera með hann inn í tíunni er mér algjörlega óskiljanleg,“ sagði Máni. Alla eldræðu Mána um Stjörnuna sem og alla umræðuna um lið Stjörnunnar má sjá hér að neðan. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um Stjörnuna
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Spilað á eitt mark í Kópavogi Breiðablik hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir KR í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla og vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 2-1, á heimavelli. 24. september 2020 22:00 Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Spilað á eitt mark í Kópavogi Breiðablik hristi af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir KR í síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla og vann sanngjarnan sigur á Stjörnunni, 2-1, á heimavelli. 24. september 2020 22:00