Annar þingmaður Repúblikana mótmælir fyrirhugaðri tilnefningu til Hæstaréttar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. september 2020 16:59 Lisa Murkowski öldungadeildarþingmaður Repúblikana segist ekki telja það rétt að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt svo stutt í kosningar. Getty/Al Drago Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hyggst ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áætlun hans um að tilnefna nýjan dómara til Hæstaréttar Bandaríkjanna áður en kjörtímabili hans lýkur. Trump sagði í dag að hann ætli að tilnefna nýjan dómara til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti, en hún lést á föstudag. Demókratar hafa gagnrýnt forsetann harðlega og hafa bent á að árið 2016 þegar skipa þurfti nýjan dómara í Hæstarétt hafi Mitch McConnel, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, stöðvað atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama þáverandi forseta, og sagði það óviðeigandi að skipa nýjan dómara á kosningaári. Eins og staðan er í dag eru þrír dómaranna í hæstarétti taldir frjálslyndir og fimm íhaldssamir og kæmi til þess að Trump tilnefndi arftaka Ginsburg yrðu íhaldssamir dómarar sex á móti þremur frjálslyndum. Trump hefur þegar skipað tvo dómara í Hæstarétt, þá Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh. Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Repúblikana sagði í dag að hún væri mótfallin fyrirætlunum Trump og er hún annar þingmaðurinn í meirihluta McConnel til þess að lýsa yfir andstöðu sinni við fyrirhugaðri tilnefningu Trump. Susan Collins lýsti yfir andstöðu sinni í gær. Rebúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni á móti 47 þingmönnum Demókrata. „Ég studdi það ekki þegar dómari var tilnefndur átta mánuðum fyrir forsetakosningarnar 2016 til þess að fylla upp í sæti Scalia heitins,“ sagði Murkowski í yfirlýsingu í dag. „Nú er enn styttra í forsetakosningarnar – það eru tæpir tveir mánuðir í þær – og ég tel að það sama eigi að gilda.“ Antonin Scalia, dómari í Hæstarétti Bandaríkjanna, féll frá í febrúar 2016 en McConnell stöðvaði atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama til Hæstaréttar, sem var Merrick Garland. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. 19. september 2020 15:29 Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hyggst ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áætlun hans um að tilnefna nýjan dómara til Hæstaréttar Bandaríkjanna áður en kjörtímabili hans lýkur. Trump sagði í dag að hann ætli að tilnefna nýjan dómara til að taka sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti, en hún lést á föstudag. Demókratar hafa gagnrýnt forsetann harðlega og hafa bent á að árið 2016 þegar skipa þurfti nýjan dómara í Hæstarétt hafi Mitch McConnel, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, stöðvað atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama þáverandi forseta, og sagði það óviðeigandi að skipa nýjan dómara á kosningaári. Eins og staðan er í dag eru þrír dómaranna í hæstarétti taldir frjálslyndir og fimm íhaldssamir og kæmi til þess að Trump tilnefndi arftaka Ginsburg yrðu íhaldssamir dómarar sex á móti þremur frjálslyndum. Trump hefur þegar skipað tvo dómara í Hæstarétt, þá Neil Gorsuch og Brett Kavanaugh. Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður Repúblikana sagði í dag að hún væri mótfallin fyrirætlunum Trump og er hún annar þingmaðurinn í meirihluta McConnel til þess að lýsa yfir andstöðu sinni við fyrirhugaðri tilnefningu Trump. Susan Collins lýsti yfir andstöðu sinni í gær. Rebúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni á móti 47 þingmönnum Demókrata. „Ég studdi það ekki þegar dómari var tilnefndur átta mánuðum fyrir forsetakosningarnar 2016 til þess að fylla upp í sæti Scalia heitins,“ sagði Murkowski í yfirlýsingu í dag. „Nú er enn styttra í forsetakosningarnar – það eru tæpir tveir mánuðir í þær – og ég tel að það sama eigi að gilda.“ Antonin Scalia, dómari í Hæstarétti Bandaríkjanna, féll frá í febrúar 2016 en McConnell stöðvaði atkvæðagreiðslu um tilnefningu Barack Obama til Hæstaréttar, sem var Merrick Garland.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. 19. september 2020 15:29 Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48
Trump vill skipa nýjan hæstaréttardómara tafarlaust Donald Trump Bandaríkjaforseti segir það skyldu sína að skipa nýjan Hæstaréttardómara án tafar. 19. september 2020 15:29
Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30