Grindvíkingar fundu vel fyrir skjálftunum: „Ég held að enginn hafi sofið hann af sér“ Andri Eysteinsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. febrúar 2020 10:52 Skjálftarnir skóku Grindavík og Grindvíkingar tóku vel eftir kraftinum. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftavirkni norðnorðaustur af Grindavík var mikil í gærkvöld og nótt eins og greint hefur verið frá og mældust yfir 500 skjálftar síðasta sólarhring. Bæjarstjóri Grindavíkur segir íbúum hafa brugðið í skjálftahrinunni. Skjálftarnir fundust á Reykjanesi, á Höfuðborgarsvæðinu og í Borgarfirði að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.„Hún [jarðskjálftahrinan] hófst sem sagt upp úr kvöldmatarleytinu í gærkvöldi og það hafa mælst yfir 500 og jafnvel 600 skjálftar á svæðinu síðan þá,“ sagði Elísabet í útvarpsfréttum Bylgjunnar í morgun.Elísabet hvatti íbúa svæðisins til þess að fylgjast áfram með og senda tilkynningar verði það vart við skjálfta. Frá svæðinu við fjallið Þorbjörn þar sem land hefur risið undanfarið.Vísir/Vilhelm Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í fréttum Bylgjunnar að hann hafi vel fundið fyrir skjálftunum í gærkvöldi. „Það fór svo sem ekki fram hjá neinum. Það hrikti í innanstokksmunum og glermunum og ég held að enginn hafi sofið hann af sér,“ sagði Fannar. Skjálftarnir urðu stærð 4,3 og 4,0 rétt um klukkan hálf ellefu í gærkvöld, Fannar segir að almennt taki bæjarbúar jarðhræringunum af jafnaðargeði. Óneitanlega hafi sumum þó verið brugðið. „Þetta fer illa í suma. Ég held það megi segja að meirihlutinn kippi sér ekki mjög upp við þetta en það er óhætt að segja að þessi skjálfti í gærkvöldi hafi minn okkur á að það er við ýmsu að búast,“ sagði Fannar. Opið hús í Kvikunni um helgina Bæjarstjórinn segir að íbúar hafi verið varaðir við mögulegum skjálftum og margir hafi því verið viðbúnir. Ákveðið hefur verið að hafa opið hús í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga um helgina þar sem íbúar geta komið saman og rætt málin. „Hafa samneyti og samtala og reyna svo að láta lífið ganga sinn vanagang. Það er fallegt og gott veður hérna núna og engin ástæða til að óttast á þessu stigi, sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Jarðskjálftavirkni norðnorðaustur af Grindavík var mikil í gærkvöld og nótt eins og greint hefur verið frá og mældust yfir 500 skjálftar síðasta sólarhring. Bæjarstjóri Grindavíkur segir íbúum hafa brugðið í skjálftahrinunni. Skjálftarnir fundust á Reykjanesi, á Höfuðborgarsvæðinu og í Borgarfirði að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.„Hún [jarðskjálftahrinan] hófst sem sagt upp úr kvöldmatarleytinu í gærkvöldi og það hafa mælst yfir 500 og jafnvel 600 skjálftar á svæðinu síðan þá,“ sagði Elísabet í útvarpsfréttum Bylgjunnar í morgun.Elísabet hvatti íbúa svæðisins til þess að fylgjast áfram með og senda tilkynningar verði það vart við skjálfta. Frá svæðinu við fjallið Þorbjörn þar sem land hefur risið undanfarið.Vísir/Vilhelm Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, sagði í fréttum Bylgjunnar að hann hafi vel fundið fyrir skjálftunum í gærkvöldi. „Það fór svo sem ekki fram hjá neinum. Það hrikti í innanstokksmunum og glermunum og ég held að enginn hafi sofið hann af sér,“ sagði Fannar. Skjálftarnir urðu stærð 4,3 og 4,0 rétt um klukkan hálf ellefu í gærkvöld, Fannar segir að almennt taki bæjarbúar jarðhræringunum af jafnaðargeði. Óneitanlega hafi sumum þó verið brugðið. „Þetta fer illa í suma. Ég held það megi segja að meirihlutinn kippi sér ekki mjög upp við þetta en það er óhætt að segja að þessi skjálfti í gærkvöldi hafi minn okkur á að það er við ýmsu að búast,“ sagði Fannar. Opið hús í Kvikunni um helgina Bæjarstjórinn segir að íbúar hafi verið varaðir við mögulegum skjálftum og margir hafi því verið viðbúnir. Ákveðið hefur verið að hafa opið hús í Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga um helgina þar sem íbúar geta komið saman og rætt málin. „Hafa samneyti og samtala og reyna svo að láta lífið ganga sinn vanagang. Það er fallegt og gott veður hérna núna og engin ástæða til að óttast á þessu stigi, sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira