Þingvallanefnd hittist til að fara yfir samninginn við Ólínu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. janúar 2020 13:00 Ari Trausti Guðmundsson formaður Þingvallanefndar blés til fundar í nefndinni í dag vegna samningsins við Ólínu Þorvarðardóttur Vísir/Egill Þingvallanefnd hittist eftir hádegi til að fara yfir samning ríkislögmanns og Ólínu Þorvarðardóttur sem fékk 20 milljón króna bótagreiðslu frá ríkinu eftir að nefndin braut jafnréttislög í ráðningaferli um þjóðgarðsvörð árið 2018. Nefndin vísaði málinu til ríkislögmanns í október sem náði sáttum við Ólínu rétt fyrir jól. Fram hefur komið að nefndin fyrirhugaði að hittast ekki fyrr en 22. janúar vegna málsins en honum var flýtt. Fundurinn hófst núna klukkan 13. Ari Trausti Guðmundsson formaður nefndarinnar segir að eftir fundinn verði send yfirlýsing, ef að nefndarmenn eru sammála. Yfirlýsingin verði sambærileg og sú sem send var í tengslum við úrskurð kærunefndar jafnréttismála í vor þar sem kom m.a. fram að: ,,Þingvallanefnd harmar að ekki hafi tekist betur til við undirbúning ákvörðunar um ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar umrætt sinn en vill í því sambandi taka fram að fenginn var sérfræðingur í ráðningarmálum frá Capacent til að vera nefndinni til ráðgjafar í ráðningarferlinu. Þingvallanefnd taldi sig hafa undirbúið ákvörðun sína með fullnægjandi hætti og í samræmi við ákvæði laga. Nefndin tekur hins vegar fulla ábyrgð á þeim annmörkum sem bent hefur verið á af hálfu kærunefndar jafnréttismála og telur rétt að una niðurstöðunni. Þingvallanefnd mun framvegis taka mið af þeim athugasemdum kærunefndarinnar sem koma fram í forsendum fyrir niðurstöðu hennar í málinu.“ Í gær sagði varaformaður Þingvallanefndar, Vilhjálmur Árnason, að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðsvarðar. Það hafi ráðið því að jafnréttisnefnd úrskurðaði að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög og kærandi fær tuttugu milljóna króna bótagreiðslu. Öll nefndin beri ábyrgð í málinu. Bláskógabyggð Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Þingvallanefnd hittist eftir hádegi til að fara yfir samning ríkislögmanns og Ólínu Þorvarðardóttur sem fékk 20 milljón króna bótagreiðslu frá ríkinu eftir að nefndin braut jafnréttislög í ráðningaferli um þjóðgarðsvörð árið 2018. Nefndin vísaði málinu til ríkislögmanns í október sem náði sáttum við Ólínu rétt fyrir jól. Fram hefur komið að nefndin fyrirhugaði að hittast ekki fyrr en 22. janúar vegna málsins en honum var flýtt. Fundurinn hófst núna klukkan 13. Ari Trausti Guðmundsson formaður nefndarinnar segir að eftir fundinn verði send yfirlýsing, ef að nefndarmenn eru sammála. Yfirlýsingin verði sambærileg og sú sem send var í tengslum við úrskurð kærunefndar jafnréttismála í vor þar sem kom m.a. fram að: ,,Þingvallanefnd harmar að ekki hafi tekist betur til við undirbúning ákvörðunar um ráðningu í starf þjóðgarðsvarðar umrætt sinn en vill í því sambandi taka fram að fenginn var sérfræðingur í ráðningarmálum frá Capacent til að vera nefndinni til ráðgjafar í ráðningarferlinu. Þingvallanefnd taldi sig hafa undirbúið ákvörðun sína með fullnægjandi hætti og í samræmi við ákvæði laga. Nefndin tekur hins vegar fulla ábyrgð á þeim annmörkum sem bent hefur verið á af hálfu kærunefndar jafnréttismála og telur rétt að una niðurstöðunni. Þingvallanefnd mun framvegis taka mið af þeim athugasemdum kærunefndarinnar sem koma fram í forsendum fyrir niðurstöðu hennar í málinu.“ Í gær sagði varaformaður Þingvallanefndar, Vilhjálmur Árnason, að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðsvarðar. Það hafi ráðið því að jafnréttisnefnd úrskurðaði að Þingvallanefnd hefði brotið jafnréttislög og kærandi fær tuttugu milljóna króna bótagreiðslu. Öll nefndin beri ábyrgð í málinu.
Bláskógabyggð Skipan þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum Stjórnsýsla Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24 Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30 Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56 Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Páll telur ríkissjóð líklega eiga kröfu á hendur Capacent vegna Ólínu-málsins Páll Magnússon er sannfærður um að sá hæfari varð fyrir valinu. 6. janúar 2020 13:24
Ólína fær 20 milljónir í bætur frá íslenska ríkinu Ríkislögmaður hefur komist að samkomulagi við Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur um greiðslu bóta þegar sem gengið var framhjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Bótaafjárhæðin nemur 20 milljónum. 5. janúar 2020 18:30
Vilhjálmur viðurkennir mistök sem leiddu til bótagreiðslu til Ólínu Varaformaður Þingvallanefndar segir að mistök hafi valdið því að nefndin skráði ekki niður huglægt mat um umsækjendur í ráðningaferli um stöðu þjóðgarðasvarðar. 6. janúar 2020 11:56
Ólína segir að afsökunarbeiðni hefði lækkað reikninginn Eftir skatta fær Ólína Þorvarðardóttir 13 milljónir í sinn hlut. 6. janúar 2020 10:06