Eyjafjallajökull hótaði nýju gosi en virðist núna hafa lagst í dvala Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2020 09:36 Horft til Eyjafjallajökuls frá tíu ára gömlum gígunum á Fimmvörðuhálsi. Myndin var tekin síðastliðið haust. Sjá má fólk á gígnum. Stöð 2/Einar Árnason. Áratug eftir að eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli fylgjast jarðvísindamenn enn grannt með hreyfingum í eldfjallinu. Eftir hægt kvikuinnstreymi í nokkur ár eftir gos virðist nú sem Eyjafjallajökull sé sofnaður Þyrnirósarsvefni og gæti sofið í heila öld. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þegar flogið er yfir gígana á Fimmvörðuhálsi, þá Magna og Móða, má enn sjá gufumekki stíga upp. Þarna virðist ennþá vera einhver hiti undir, tíu árum eftir að þeir mynduðust í hraungosi, undanfara öskugossins í toppgígnum, sem gerði Eyjafjallajökul heimsfrægan, en tíu ár voru liðin um síðustu helgi frá lokum eldsumbrotanna. Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur hugar að GPS-mælistöð sunnan Hrífuness í Skaftártungu.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, er í hópi þeirra vísindamanna sem vakta eldstöðina og hafa til þess meðal annars gps-mælistöðvar og jarðskjálftamæla í grennd við fjallið. Hann segir að fyrsta árið eftir goslokin í maí 2010 hafi lítið gerst í Eyjafjallajökli en svo fór athyglisverður atburður í gang í fjallinu sem benti til nýs kvikuinnstreymis. „Upp úr 2011 þá fór það í raun og veru að þenjast út aftur, tiltölulega hægt, en þetta var stöðug þensla sem var í gangi alveg til 2015, svona frekar sunnan við toppinn á eldfjallinu og þar kannski á fimm kílómetra dýpi,“ segir Halldór. Þenslan hætti svo skyndilega árið 2015, fjallið fór að síga og það sig hefur síðan haldið áfram. „Þegar það sígur svona í eldstöðvum þá eru minni líkur á því að hún taki sig upp og gjósi, svona almennt séð.“ Halldór Geirsson starfar sem jarðeðlisfræðingur og dósent við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Fjallið virðist þannig vera að leggjast í dvala. En þýðir þetta að við erum kannski að sjá 100-200 ára goshlé? „Það getur vel verið að við séum að sjá hlé upp á nokkurhundruð ár, sko. Það er ekkert ósennilegt.“ Halldór varar þó við því að draga of miklar ályktanir af gossögu og goshléum fyrri alda. „Því að þessar eldstöðvar þær eiga yfirleitt margþætta ævi og geta gosið á margþættan hátt. Þannig að það verður bara að fylgjast með þessu áfram,“ segir Halldór Geirsson, dósent við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Tengdar fréttir Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40 Gróður að sá sér yfir hraun og aura frá gosinu í Eyjafjallajökli Tíu árum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli er gróður farinn að breiða úr sér yfir aurinn sem fyllti lónsstæði Gígjökuls og græn slikja er komin yfir hraunið sem rann frá Fimmvörðuhálsi. 24. maí 2020 07:08 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Sjá meira
Áratug eftir að eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli fylgjast jarðvísindamenn enn grannt með hreyfingum í eldfjallinu. Eftir hægt kvikuinnstreymi í nokkur ár eftir gos virðist nú sem Eyjafjallajökull sé sofnaður Þyrnirósarsvefni og gæti sofið í heila öld. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þegar flogið er yfir gígana á Fimmvörðuhálsi, þá Magna og Móða, má enn sjá gufumekki stíga upp. Þarna virðist ennþá vera einhver hiti undir, tíu árum eftir að þeir mynduðust í hraungosi, undanfara öskugossins í toppgígnum, sem gerði Eyjafjallajökul heimsfrægan, en tíu ár voru liðin um síðustu helgi frá lokum eldsumbrotanna. Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur hugar að GPS-mælistöð sunnan Hrífuness í Skaftártungu.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands, er í hópi þeirra vísindamanna sem vakta eldstöðina og hafa til þess meðal annars gps-mælistöðvar og jarðskjálftamæla í grennd við fjallið. Hann segir að fyrsta árið eftir goslokin í maí 2010 hafi lítið gerst í Eyjafjallajökli en svo fór athyglisverður atburður í gang í fjallinu sem benti til nýs kvikuinnstreymis. „Upp úr 2011 þá fór það í raun og veru að þenjast út aftur, tiltölulega hægt, en þetta var stöðug þensla sem var í gangi alveg til 2015, svona frekar sunnan við toppinn á eldfjallinu og þar kannski á fimm kílómetra dýpi,“ segir Halldór. Þenslan hætti svo skyndilega árið 2015, fjallið fór að síga og það sig hefur síðan haldið áfram. „Þegar það sígur svona í eldstöðvum þá eru minni líkur á því að hún taki sig upp og gjósi, svona almennt séð.“ Halldór Geirsson starfar sem jarðeðlisfræðingur og dósent við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Stöð 2/Þorsteinn Magnússon. Fjallið virðist þannig vera að leggjast í dvala. En þýðir þetta að við erum kannski að sjá 100-200 ára goshlé? „Það getur vel verið að við séum að sjá hlé upp á nokkurhundruð ár, sko. Það er ekkert ósennilegt.“ Halldór varar þó við því að draga of miklar ályktanir af gossögu og goshléum fyrri alda. „Því að þessar eldstöðvar þær eiga yfirleitt margþætta ævi og geta gosið á margþættan hátt. Þannig að það verður bara að fylgjast með þessu áfram,“ segir Halldór Geirsson, dósent við Háskóla Íslands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Rangárþing eystra Mýrdalshreppur Skaftárhreppur Tengdar fréttir Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40 Gróður að sá sér yfir hraun og aura frá gosinu í Eyjafjallajökli Tíu árum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli er gróður farinn að breiða úr sér yfir aurinn sem fyllti lónsstæði Gígjökuls og græn slikja er komin yfir hraunið sem rann frá Fimmvörðuhálsi. 24. maí 2020 07:08 Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06 Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Sjá meira
Tíu ár í dag liðin frá lokum eldgossins í Eyjafjallajökli Tíu ár eru í dag liðin frá því eldgosinu lauk í Eyjafjallajökli. Öskugosið fræga í toppgígnum, sem ógnaði sveitabyggðinni við rætur fjallsins og raskaði flugumferð í Evrópu vikum saman, hófst 14. apríl. Aðdragandi þess var hraungos á Fimmvörðuhálsi. 23. maí 2020 13:40
Gróður að sá sér yfir hraun og aura frá gosinu í Eyjafjallajökli Tíu árum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli er gróður farinn að breiða úr sér yfir aurinn sem fyllti lónsstæði Gígjökuls og græn slikja er komin yfir hraunið sem rann frá Fimmvörðuhálsi. 24. maí 2020 07:08
Eldgosið í Eyjafjallajökli varð ein af stærstu fréttum áratugarins Skýr vitnisburður um stærð eldgossins sem heimsfréttar fékkst í lok síðasta árs þegar breska Sky News-sjónvarpsstöðin valdi Eyjafjallajökul eina af fréttum áratugarins. 13. apríl 2020 08:06
Landslagsbreytingar enn að koma í ljós vegna Eyjafjallajökulsgossins Tíu ár eru í dag frá því eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls, - öskugos sem olli búsifjum undir Eyjafjöllum og gerði Ísland frægara en nokkru sinni fyrr. Umtalsverðar breytingar urðu á landslagi sem hafa verið að koma æ betur í ljós allt fram á síðustu misseri. 14. apríl 2020 23:03