Vilja að Sveinn Andri leggi fram afrit af millifærslum vegna endurgreiðslunnar í þrotabúið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2019 09:15 Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, hefur kært héraðsdómara til nefndar um dómarastörf vegna ákvörðunar dómarans um að hann skuli endurgreiða þrotabúi EK1923 ehf. þóknanir. vísir/vilhelm Lögmaður níu af þeim tíu kröfuhöfum sem gert hafa aðfinnslur við störf Sveins Andra Sveinssonar sem skiptastjóra þrotabús EK1923 ehf. kveðst ekki sjá að ákvörðun Helga Sigurðssonar, héraðsdómara, um að Sveini Andra beri að greiða búinu til baka um 100 milljónir króna, sem hann hafði ráðstafað sem þóknunum til sín, byggist á persónulegri óvild dómarans í garð skiptastjórans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður kröfuhafanna, sendi Vísi. Eins og greint var frá í gær hefur Sveinn Andri kært fyrrnefndan héraðsdómara til nefndar um dómarastörf vegna ákvörðunar dómarans um endurgreiðsluna til þrotabúsins. Fer Sveinn Andri fram á að dómarinn verði áminntur. Kröfuhafarnir, hverra hagsmuna Heiðar gætir, höfðuðu mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ári síðan þar sem gerðar voru athugasemdir við störf Sveins Andra sem skiptastjóra. Á meðal kröfuhafanna er Skúli Gunnar Sigfússon sem kenndur hefur verið við Subway. EK1923 ehf. var birgir fyrir Subway um tíma. Tekist á um hvort víkja skuli Sveini Andra frá sem skiptastjóra Var meðal annars fundið að því að Sveinn Andri hefði tekið sér þóknanir af eignum þrotabúsins án heimildar skiptafundar. Þá hefðu þóknanir skiptastjórans verið fram úr öllu hófi en að auki er gerð krafa um að Sveini Andra verði vikið frá sem skiptastjóra búsins: „Með ákvörðun héraðsdómara var komist að þeirri niðurstöðu að Sveinn Andri skyldi endurgreiða allar þóknanir til þrotabúsins fyrir tiltekinn tíma. Frekari málsmeðferð er ólokið en þann 15. janúar nk. verður málflutningur um hvort Sveini Andra skuli vikið frá sem skiptastjóra. Fyrir þann dag ber Sveini Andra að afhenda gögn til að staðfesta að hann hafi bætt úr því sem fundið var að í ákvörðun dómsins. Ágreiningur er uppi um bætt hafi verið úr þeim atriðum enda hafa engar staðfestingar á millifærslum verið lagðar fram þrátt fyrir kröfur þess efnis. Sveinn Andri tekur fram við fjölmiðla vegna kæru sinnar á hendur héraðsdómara að hann hafi látið fylgja staðfestingu frá endurskoðanda en kröfuhafar hafa farið fram á að sjá afrit af millifærslum auk yfirlits fjárvörslureiknings þrotabúsins til að sjá allar hreyfingar. Telja þeir skiptastjóra ekki stætt á öðru en að veita slíkar upplýsingar sem einfalt er að verða við,“ segir í yfirlýsingu Heiðars. Ákvörðun dómsins alfarið í samræmi við dómaframkvæmd Hæstaréttar Í yfirlýsingunni segir jafnframt að það sé rangt sem Sveinn Andri haldi fram í kæru sinni til nefndar um dómarastörf að enginn lagaáskilnaður sé um bókun um þóknun í fundargerð og ekki þurfi samþykki kröfuhafa fyrir ráðstöfuninni. „Skiptastjóri hefur ekki heimild til að taka sér þóknun fyrir skiptastjórn fyrr en við úthlutun úr búinu nema að hafa gert um það áskilnað á skiptafundum. Um þetta er dómaframkvæmd Hæstaréttar mjög skýr. Enginn slíkur áskilnaður var gerður í ítarlegum fundargerðum frá skiptafundum. Slíkt væri nauðsynlegt til að kröfuhafar geti gert athugasemdir við skiptakostnað á meðan á skiptum stendur því að öðrum kosti er ekki hægt að gera athugasemdir fyrr en við úthlutun úr þrotabúinu. En til að það úrræði sé raunhæft verða fjármunirnir að vera til staðar við úthlutun,“ segir í yfirlýsingunni sem lýkur á þeim orðum að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra beri að endurgreiða þrotabúinu byggi á „túlkun dómsins á þeim lagareglum sem snúa að réttarumhverfi skiptastjóra við gjaldþrotaskipti og þeim dómum Hæstaréttar sem til eru um það efni og byggt var á í málflutningi aðila. Ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fundið var að störfum Sveins Andra sem skiptastjóra er ítarlega rökstudd í 22 blaðsíðna greinargerð. Er hún alfarið í samræmi við dómaframkvæmd Hæstaréttar. Fær undirritaður ekki að neinu leyti séð að hún byggist á meintri persónulegri óvild dómara eins og Sveinn Andri heldur fram.“ Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 „Að sjálfsögðu á ég fyrir því“ Sveinn Andri Sveinsson mun endurgreiða hundrað milljónir en þar með er ekki öll sagan sögð. 16. október 2019 15:37 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Lögmaður níu af þeim tíu kröfuhöfum sem gert hafa aðfinnslur við störf Sveins Andra Sveinssonar sem skiptastjóra þrotabús EK1923 ehf. kveðst ekki sjá að ákvörðun Helga Sigurðssonar, héraðsdómara, um að Sveini Andra beri að greiða búinu til baka um 100 milljónir króna, sem hann hafði ráðstafað sem þóknunum til sín, byggist á persónulegri óvild dómarans í garð skiptastjórans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Heiðar Ásberg Atlason, lögmaður kröfuhafanna, sendi Vísi. Eins og greint var frá í gær hefur Sveinn Andri kært fyrrnefndan héraðsdómara til nefndar um dómarastörf vegna ákvörðunar dómarans um endurgreiðsluna til þrotabúsins. Fer Sveinn Andri fram á að dómarinn verði áminntur. Kröfuhafarnir, hverra hagsmuna Heiðar gætir, höfðuðu mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ári síðan þar sem gerðar voru athugasemdir við störf Sveins Andra sem skiptastjóra. Á meðal kröfuhafanna er Skúli Gunnar Sigfússon sem kenndur hefur verið við Subway. EK1923 ehf. var birgir fyrir Subway um tíma. Tekist á um hvort víkja skuli Sveini Andra frá sem skiptastjóra Var meðal annars fundið að því að Sveinn Andri hefði tekið sér þóknanir af eignum þrotabúsins án heimildar skiptafundar. Þá hefðu þóknanir skiptastjórans verið fram úr öllu hófi en að auki er gerð krafa um að Sveini Andra verði vikið frá sem skiptastjóra búsins: „Með ákvörðun héraðsdómara var komist að þeirri niðurstöðu að Sveinn Andri skyldi endurgreiða allar þóknanir til þrotabúsins fyrir tiltekinn tíma. Frekari málsmeðferð er ólokið en þann 15. janúar nk. verður málflutningur um hvort Sveini Andra skuli vikið frá sem skiptastjóra. Fyrir þann dag ber Sveini Andra að afhenda gögn til að staðfesta að hann hafi bætt úr því sem fundið var að í ákvörðun dómsins. Ágreiningur er uppi um bætt hafi verið úr þeim atriðum enda hafa engar staðfestingar á millifærslum verið lagðar fram þrátt fyrir kröfur þess efnis. Sveinn Andri tekur fram við fjölmiðla vegna kæru sinnar á hendur héraðsdómara að hann hafi látið fylgja staðfestingu frá endurskoðanda en kröfuhafar hafa farið fram á að sjá afrit af millifærslum auk yfirlits fjárvörslureiknings þrotabúsins til að sjá allar hreyfingar. Telja þeir skiptastjóra ekki stætt á öðru en að veita slíkar upplýsingar sem einfalt er að verða við,“ segir í yfirlýsingu Heiðars. Ákvörðun dómsins alfarið í samræmi við dómaframkvæmd Hæstaréttar Í yfirlýsingunni segir jafnframt að það sé rangt sem Sveinn Andri haldi fram í kæru sinni til nefndar um dómarastörf að enginn lagaáskilnaður sé um bókun um þóknun í fundargerð og ekki þurfi samþykki kröfuhafa fyrir ráðstöfuninni. „Skiptastjóri hefur ekki heimild til að taka sér þóknun fyrir skiptastjórn fyrr en við úthlutun úr búinu nema að hafa gert um það áskilnað á skiptafundum. Um þetta er dómaframkvæmd Hæstaréttar mjög skýr. Enginn slíkur áskilnaður var gerður í ítarlegum fundargerðum frá skiptafundum. Slíkt væri nauðsynlegt til að kröfuhafar geti gert athugasemdir við skiptakostnað á meðan á skiptum stendur því að öðrum kosti er ekki hægt að gera athugasemdir fyrr en við úthlutun úr þrotabúinu. En til að það úrræði sé raunhæft verða fjármunirnir að vera til staðar við úthlutun,“ segir í yfirlýsingunni sem lýkur á þeim orðum að niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sveini Andra beri að endurgreiða þrotabúinu byggi á „túlkun dómsins á þeim lagareglum sem snúa að réttarumhverfi skiptastjóra við gjaldþrotaskipti og þeim dómum Hæstaréttar sem til eru um það efni og byggt var á í málflutningi aðila. Ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fundið var að störfum Sveins Andra sem skiptastjóra er ítarlega rökstudd í 22 blaðsíðna greinargerð. Er hún alfarið í samræmi við dómaframkvæmd Hæstaréttar. Fær undirritaður ekki að neinu leyti séð að hún byggist á meintri persónulegri óvild dómara eins og Sveinn Andri heldur fram.“
Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25 Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37 „Að sjálfsögðu á ég fyrir því“ Sveinn Andri Sveinsson mun endurgreiða hundrað milljónir en þar með er ekki öll sagan sögð. 16. október 2019 15:37 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Lögmaður Skúla svarar Sveini Andra fullum hálsi Segir Svein Andra í nauðvörn og vilji snúa vörn í sókn með vafasömum yfirlýsingum. 17. október 2019 13:25
Sveinn Andri skal endurgreiða 100 milljónir Hæstaréttarlögmanninum Sveini Andra Sveinssyni hefur verið gert að greiða þrotabúi félagsins EK1923 um 100 milljónir króna. 16. október 2019 12:37
„Að sjálfsögðu á ég fyrir því“ Sveinn Andri Sveinsson mun endurgreiða hundrað milljónir en þar með er ekki öll sagan sögð. 16. október 2019 15:37