Samdráttur í samfélaginu dregur töluvert úr tekjum ríkissjóðs Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2019 20:30 Áætlað er að samdráttur í samfélaginu lækki tekjur ríkissjóðs um 12,4 milljarða króna á næsta ári. Að teknu tilliti til breytinga á gjöldum og tekjum leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fjárlög næsta árs verði afgreidd með 9,7 milljarða króna halla. Önnur umræða um fjárlög næsta árs hófst á Alþingi í dag. Með breytingum sínum á frumvarpinu leggur meirihluti fjárlaganefndar til heildartekjur ríkissjóðs lækki um 10,2 milljarða króna.Samdráttur í efnahagsmálum hefur mest áhrif á stöðu ríkissjóðs en nú er áætlað að skattar á tekjur og hagnað skili ríkissjóði 7,3 milljörðum minna en áður var áætlað á næsta ári og skattar á vöru og þjónustu 5,1 milljarði minna. Þá er fallið frá 2,5 milljarða skatti á ferðaþjónustuna og vegna afkomu útgerða að veiðigjöldin skili 2,1 milljarði minna í ríkissjóð á næsta ári. Dæmi um gjöld sem lækka er að fjárþörf í nýbyggingu Landspítala lækki um 3,5 milljarða, vaxtagjöld um rúman 1,3 milljarða og fjárheimildir til málaflokka og sviða lækki um 547 milljónir. Í heild leiði breyting á tekjum og gjöldum til 9,7 milljarða halla á fjárlögum sem hafa verið afgreidd hallalaus frá árinu 2013.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar segir ríkissjóð standa sterkt og geta tekið á sig niðursveifluna í efnahagslífinu og halda áfram að lækka skuldir. „Við þær kringumstæður sem við búum við í hagkerfinu er afar mikilvægt að setja aukinn kraft í opinbera fjárfestingu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir fjárfestingu upp á liðlega 72 milljarða króna sem er tvöföldun frá árinu 2017,“ segir Willum Þór. Stjórnarandstæðingar gera ýmsar athugasemdir við breytingatillögur meirihlutans. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði veiðigjöldin ekki einu sinni standa undir kostnaði við rannsóknir og eftirlit í greininni. „Það er sláandi staðreynd að upphæð veiðileyfagjalds hefur lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við. Og það er hin pólitíska spurning,“ sagði Ágúst Ólafur. Samfylkingin leggur til hækkun útgjalda og tekna og tilfæringar upp á 20 milljarða króna og Miðflokkurinn upp á 4,7 milljarða. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði ríkisstjórnina tefla á tæpasta varð. Lítið væri eftir af svigrúmi ríkissjóðs til að bregðast við óvæntum uppákomum. „Á síðasta ári afgreiddum við hér fjárlög sem áætluð voru með 28 milljarða afgangi. Eða 1% af landsframleiðslu. Nú stefnir í að afkoma ríkisins verði að minnsta kosti í halla upp á hálft prósent af landsframleiðslu þetta árið og eru ekki öll kurl komin til grafar þar enn þá,“ sagði Þorsteinn. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Lýsa efasemdum um ýmis atriði fjáraukalaga Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. 11. nóvember 2019 18:40 Gert ráð fyrir halla á fjárlögum í fyrsta skipti í sjö ár Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. 12. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Áætlað er að samdráttur í samfélaginu lækki tekjur ríkissjóðs um 12,4 milljarða króna á næsta ári. Að teknu tilliti til breytinga á gjöldum og tekjum leggur meirihluti fjárlaganefndar til að fjárlög næsta árs verði afgreidd með 9,7 milljarða króna halla. Önnur umræða um fjárlög næsta árs hófst á Alþingi í dag. Með breytingum sínum á frumvarpinu leggur meirihluti fjárlaganefndar til heildartekjur ríkissjóðs lækki um 10,2 milljarða króna.Samdráttur í efnahagsmálum hefur mest áhrif á stöðu ríkissjóðs en nú er áætlað að skattar á tekjur og hagnað skili ríkissjóði 7,3 milljörðum minna en áður var áætlað á næsta ári og skattar á vöru og þjónustu 5,1 milljarði minna. Þá er fallið frá 2,5 milljarða skatti á ferðaþjónustuna og vegna afkomu útgerða að veiðigjöldin skili 2,1 milljarði minna í ríkissjóð á næsta ári. Dæmi um gjöld sem lækka er að fjárþörf í nýbyggingu Landspítala lækki um 3,5 milljarða, vaxtagjöld um rúman 1,3 milljarða og fjárheimildir til málaflokka og sviða lækki um 547 milljónir. Í heild leiði breyting á tekjum og gjöldum til 9,7 milljarða halla á fjárlögum sem hafa verið afgreidd hallalaus frá árinu 2013.Willum Þór Þórsson formaður fjárlaganefndar segir ríkissjóð standa sterkt og geta tekið á sig niðursveifluna í efnahagslífinu og halda áfram að lækka skuldir. „Við þær kringumstæður sem við búum við í hagkerfinu er afar mikilvægt að setja aukinn kraft í opinbera fjárfestingu. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir fjárfestingu upp á liðlega 72 milljarða króna sem er tvöföldun frá árinu 2017,“ segir Willum Þór. Stjórnarandstæðingar gera ýmsar athugasemdir við breytingatillögur meirihlutans. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði veiðigjöldin ekki einu sinni standa undir kostnaði við rannsóknir og eftirlit í greininni. „Það er sláandi staðreynd að upphæð veiðileyfagjalds hefur lækkað um meira en helming síðan þessi ríkisstjórn tók við. Og það er hin pólitíska spurning,“ sagði Ágúst Ólafur. Samfylkingin leggur til hækkun útgjalda og tekna og tilfæringar upp á 20 milljarða króna og Miðflokkurinn upp á 4,7 milljarða. Þorsteinn Víglundsson varaformaður Viðreisnar sagði ríkisstjórnina tefla á tæpasta varð. Lítið væri eftir af svigrúmi ríkissjóðs til að bregðast við óvæntum uppákomum. „Á síðasta ári afgreiddum við hér fjárlög sem áætluð voru með 28 milljarða afgangi. Eða 1% af landsframleiðslu. Nú stefnir í að afkoma ríkisins verði að minnsta kosti í halla upp á hálft prósent af landsframleiðslu þetta árið og eru ekki öll kurl komin til grafar þar enn þá,“ sagði Þorsteinn.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Lýsa efasemdum um ýmis atriði fjáraukalaga Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. 11. nóvember 2019 18:40 Gert ráð fyrir halla á fjárlögum í fyrsta skipti í sjö ár Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. 12. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Lýsa efasemdum um ýmis atriði fjáraukalaga Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjáraukalaga á Alþingi nú í kvöld. 11. nóvember 2019 18:40
Gert ráð fyrir halla á fjárlögum í fyrsta skipti í sjö ár Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. 12. nóvember 2019 13:00