Fram fyrsta liðið til að leggja Stjörnuna | Fyrsti sigur Hauka kom í Vestmannaeyjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. október 2019 18:00 Karen var markahæst er Fram lagði Stjörnuna í dag Vísir/Vilhelm Síðari tveimur leikjunum í Olís deild kvenna var að ljúka nú rétt í þessu. Stjarnan tapaði loks leik þegar þær mættu Fram í Safamýri, lokatölur 28-25 heimastúlkum í vil. Þá gerðu Haukar góða ferð til Vestmannaeyja þar sem þær unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu. Þriggja marka sigur staðreynd, 21-18 og stigin Hauka að þessu sinni. Fram sigldi fram úr í lokin Í Safamýrinni byrjuðu gestirnir úr Garðabænum betur og voru með yfirhöndina í upphafi leiks. Um miðbik fyrri hálfleiks snérist leikurinn hins vegar Fram í hag, þær skoruðu þá fimm mörk í röð og Hafdís Renötudóttir múraði fyrir í markinu. Fór staðan úr því að vera 7-6 fyrir Stjörnunni í 11-7 Fram í vil. Stjörnuliðið brást við með því að skipta um markvörð og Hildur Öder Einarsdóttir gaf Hafdísi ekkert eftir hinu megin á vellinum. Þegar flautað var til hálfleiks voru Framstúlkur einu marki yfir, staðan 14-13. Upphaf síðari hálfleiks speglaði fyrri hálfleik en Stjarnan komst aftur yfir áður en heimastúlkur tóku völdin og unnu á endanum góðan þriggja marka sigur, 28-25. Fyrsta tap Stjörnunnar á tímabilinu þar með staðreynd. Mest náði Fram fimm marka forystu í síðari hálfleik. Markahæst hjá Fram var Karen Knútsdóttir með sjö mörk á meðan Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði 10 fyrir Stjörnuna. Þá varði Hafdís 13 skot í marki Fram á meðan Hildur Öder varði 10 í marki Stjörnunnar. Sigur Fram þýðir að þær jafna Stjörnuna að stigum en bæði lið eru með átta stig í 2. og 3. sæti Olís deildarinnar. Á toppnum eru svo Valskonur en þær eru enn með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.Þægilegt hjá Haukum gegn ÍBVÍ Eyjum var lítið skorað í fyrri hálfleik en Haukar voru mikið mun sterkari aðilinn. Voru þær sjö mörkum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja og sigurinn nánast í höfn. Heimastúlkur bitu frá sér í síðari hálfleik en munurinn var of mikill og Haukar unnu á endanum þriggja marka sigur, 21-18. Ásta Björt Júlíusdóttir og Ksenija Dzaferovic skoruðu fimm mörk hvor í liði ÍBV, þá varði Marta Wawrzykowska 12 skot í marki Eyjakvenna. Hjá Haukum var Sara Odden markahæst með átta mörk og Saga Sif Gísladóttir varði 10 skot í markinu. Var þetta fyrsti sigur Hauka í deildinni en þær eru nú með tvö stig í 7. sæti á meðan ÍBV er í 6. sætinu með þrjú stig. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir HK hafði betur í Mosfellsbæ Afturelding er enn án stiga í Olísdeild kvenna eftir tap gegn HK á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í dag. 19. október 2019 15:36 Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Sjá meira
Síðari tveimur leikjunum í Olís deild kvenna var að ljúka nú rétt í þessu. Stjarnan tapaði loks leik þegar þær mættu Fram í Safamýri, lokatölur 28-25 heimastúlkum í vil. Þá gerðu Haukar góða ferð til Vestmannaeyja þar sem þær unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu. Þriggja marka sigur staðreynd, 21-18 og stigin Hauka að þessu sinni. Fram sigldi fram úr í lokin Í Safamýrinni byrjuðu gestirnir úr Garðabænum betur og voru með yfirhöndina í upphafi leiks. Um miðbik fyrri hálfleiks snérist leikurinn hins vegar Fram í hag, þær skoruðu þá fimm mörk í röð og Hafdís Renötudóttir múraði fyrir í markinu. Fór staðan úr því að vera 7-6 fyrir Stjörnunni í 11-7 Fram í vil. Stjörnuliðið brást við með því að skipta um markvörð og Hildur Öder Einarsdóttir gaf Hafdísi ekkert eftir hinu megin á vellinum. Þegar flautað var til hálfleiks voru Framstúlkur einu marki yfir, staðan 14-13. Upphaf síðari hálfleiks speglaði fyrri hálfleik en Stjarnan komst aftur yfir áður en heimastúlkur tóku völdin og unnu á endanum góðan þriggja marka sigur, 28-25. Fyrsta tap Stjörnunnar á tímabilinu þar með staðreynd. Mest náði Fram fimm marka forystu í síðari hálfleik. Markahæst hjá Fram var Karen Knútsdóttir með sjö mörk á meðan Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði 10 fyrir Stjörnuna. Þá varði Hafdís 13 skot í marki Fram á meðan Hildur Öder varði 10 í marki Stjörnunnar. Sigur Fram þýðir að þær jafna Stjörnuna að stigum en bæði lið eru með átta stig í 2. og 3. sæti Olís deildarinnar. Á toppnum eru svo Valskonur en þær eru enn með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.Þægilegt hjá Haukum gegn ÍBVÍ Eyjum var lítið skorað í fyrri hálfleik en Haukar voru mikið mun sterkari aðilinn. Voru þær sjö mörkum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja og sigurinn nánast í höfn. Heimastúlkur bitu frá sér í síðari hálfleik en munurinn var of mikill og Haukar unnu á endanum þriggja marka sigur, 21-18. Ásta Björt Júlíusdóttir og Ksenija Dzaferovic skoruðu fimm mörk hvor í liði ÍBV, þá varði Marta Wawrzykowska 12 skot í marki Eyjakvenna. Hjá Haukum var Sara Odden markahæst með átta mörk og Saga Sif Gísladóttir varði 10 skot í markinu. Var þetta fyrsti sigur Hauka í deildinni en þær eru nú með tvö stig í 7. sæti á meðan ÍBV er í 6. sætinu með þrjú stig.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir HK hafði betur í Mosfellsbæ Afturelding er enn án stiga í Olísdeild kvenna eftir tap gegn HK á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í dag. 19. október 2019 15:36 Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Sjá meira
HK hafði betur í Mosfellsbæ Afturelding er enn án stiga í Olísdeild kvenna eftir tap gegn HK á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í dag. 19. október 2019 15:36