Handbolti

Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stiven Tobar Valencia hafði betur í Íslendingaslag í kvöld og var einnig markahæsti Íslendingurinn á vellinum.
Stiven Tobar Valencia hafði betur í Íslendingaslag í kvöld og var einnig markahæsti Íslendingurinn á vellinum. Getty/Tom Weller

Stiven Tobar Valencia og félagar í Benfica fögnuðu sigri í Íslendingaslag á móti Sporting í portúgalska handboltanum í kvöld. Þetta var fyrsta tap Orra Freys Þorkelssonar og félagar í deildinni í vetur.

Benfica vann leikinn á endanum með fjórum mörkum 38-34.

Stiven skoraði þrjú mörk í leiknum en Orri Freyr skoraði tvö mörk fyrir Sporting.

Sporting var með tveggja marka forskot í hálfleik, 16-14, en heimamenn í Benfica unnu seinni hálfleikinn 24-18.

Þetta var fyrsti tapleikur Sporting í deildinni á tímabilinu en liðið hafði unnið fjórtán fyrstu leiki sína.

Benfica er nú fjórum stigum á eftir en Þorsteinn Leó Gunnarsson og félagar í Porto eru með jafnmörg stig og Sporting.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×