Hefði viljað meiri varfærni í útgjöldum og meiri metnað í fjárfestingaráformum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. september 2019 12:22 Þorsteinn segir áframhaldandi vöxt ríkisútgjalda varasaman. Hann óttast að efnahagslegar forsendur fjárlagafrumvarpsins muni ekki standast og að grípa þurfi til niðurskurðar. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, hefði viljað að ríkisstjórnin sýndi meiri varfærni í útgjaldaaukningu en mun meiri metnað í fjárfestingaráformum. Hann er þó ánægður með breytingar á tekjuskattskerfinu. Nú sé rétti tímapunkturinn til að lækka skatta á almenning. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020 í morgun. þar kom fram að með lækkun tekjuskatts myndu ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Sjá nánar: Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 „Það er auðvitað fagnaðarefni að sjá að verið er að lækka tekjuskatt á almenning og þá sjáum við núna útfærslu á áformum ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. Við í Viðreisn hefðum viljað útfæra þetta með aðeins öðrum hætti en það er engu að síður mjög gott að sjá það.Þetta er réttur tímapunktur til að lækka skatta á almenning nú þegar tekið er að dragast saman í efnahagslífinu. Þannig að við fögnum því.“ Þorsteinn segir áframhaldandi vöxt ríkisútgjalda varasaman. Hann óttast að efnahagslegar forsendur fjárlagafrumvarpsins muni ekki standast og að grípa þurfi til niðurskurðar þegar endurskoðuð hagspá Hagstofunnar birtist í nóvember. „Stærsti vankantur þessa frumvarps sýnist mér vera algjörlega óraunhæfar efnahagsforsendur, allt of mikil áhersla á áframhaldandi útgjaldavöxt á málefnasviðum en allt of lítil fjárfesting og þar skortir sérstaklega mikið upp á að verið sé að takast á við þann vanda sem hefur safnast upp í vegakerfinu okkar á undanförnum áratug í kjölfar mikils fjárfestingarsveltis sem hefur einkennt áratuginn eftir hrun,“ segir Þorsteinn. Opinberar fjárfestingar hafi verið í algjöru lágmarki undangenginn áratug. „Þetta er langbesti tímapunkturinn fyrir ríkissjóð til að spíta myndarlega í opinberar fjárfestingar og þá sérstaklega vegaframkvæmdir.“ Að óbreyttu telur Þorsteinn að hallinn muni verða umtalsverður og meiri en fjármálastefna heimilar. Hann er sannfærður um að fjárlaganefnd muni þurfa að endurskoða útgjaldaáformin „myndarlega,“ eins og hann kemst sjálfur að orði. Þorsteinn tjáði sig einnig um fjárlagafrumvarpið á Facebooksíðu sinni í dag en stöðuuppfærsluna má lesa hér að neðan. Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 í morgun. Gert er ráð fyrir eins milljarðs afgangi. 6. september 2019 08:45 Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45 Heilbrigðiskerfið kostar 729.526 krónur á mann Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun gætir þeirrar nýbreytni í kynningarefni frumvarpsins hafa útgjöld á mann eftir völdum málaflokkum verið reiknuð út. 6. september 2019 10:57 Flest gjöld hækka um 2,5 prósent Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár stendur til að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um 2,5 prósent um áramótin. 6. september 2019 11:05 Framlög til þjóðkirkjunnar aukin um 860 milljónir Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34 Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, hefði viljað að ríkisstjórnin sýndi meiri varfærni í útgjaldaaukningu en mun meiri metnað í fjárfestingaráformum. Hann er þó ánægður með breytingar á tekjuskattskerfinu. Nú sé rétti tímapunkturinn til að lækka skatta á almenning. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020 í morgun. þar kom fram að með lækkun tekjuskatts myndu ráðstöfunartekjur þeirra tekjulægstu hækka um rúmar 120 þúsund krónur á ári. Sjá nánar: Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 „Það er auðvitað fagnaðarefni að sjá að verið er að lækka tekjuskatt á almenning og þá sjáum við núna útfærslu á áformum ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. Við í Viðreisn hefðum viljað útfæra þetta með aðeins öðrum hætti en það er engu að síður mjög gott að sjá það.Þetta er réttur tímapunktur til að lækka skatta á almenning nú þegar tekið er að dragast saman í efnahagslífinu. Þannig að við fögnum því.“ Þorsteinn segir áframhaldandi vöxt ríkisútgjalda varasaman. Hann óttast að efnahagslegar forsendur fjárlagafrumvarpsins muni ekki standast og að grípa þurfi til niðurskurðar þegar endurskoðuð hagspá Hagstofunnar birtist í nóvember. „Stærsti vankantur þessa frumvarps sýnist mér vera algjörlega óraunhæfar efnahagsforsendur, allt of mikil áhersla á áframhaldandi útgjaldavöxt á málefnasviðum en allt of lítil fjárfesting og þar skortir sérstaklega mikið upp á að verið sé að takast á við þann vanda sem hefur safnast upp í vegakerfinu okkar á undanförnum áratug í kjölfar mikils fjárfestingarsveltis sem hefur einkennt áratuginn eftir hrun,“ segir Þorsteinn. Opinberar fjárfestingar hafi verið í algjöru lágmarki undangenginn áratug. „Þetta er langbesti tímapunkturinn fyrir ríkissjóð til að spíta myndarlega í opinberar fjárfestingar og þá sérstaklega vegaframkvæmdir.“ Að óbreyttu telur Þorsteinn að hallinn muni verða umtalsverður og meiri en fjármálastefna heimilar. Hann er sannfærður um að fjárlaganefnd muni þurfa að endurskoða útgjaldaáformin „myndarlega,“ eins og hann kemst sjálfur að orði. Þorsteinn tjáði sig einnig um fjárlagafrumvarpið á Facebooksíðu sinni í dag en stöðuuppfærsluna má lesa hér að neðan.
Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 í morgun. Gert er ráð fyrir eins milljarðs afgangi. 6. september 2019 08:45 Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56 Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45 Heilbrigðiskerfið kostar 729.526 krónur á mann Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun gætir þeirrar nýbreytni í kynningarefni frumvarpsins hafa útgjöld á mann eftir völdum málaflokkum verið reiknuð út. 6. september 2019 10:57 Flest gjöld hækka um 2,5 prósent Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár stendur til að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um 2,5 prósent um áramótin. 6. september 2019 11:05 Framlög til þjóðkirkjunnar aukin um 860 milljónir Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34 Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Gert ráð fyrir að heildarafkoma ríkissjóðs verði „í jafnvægi“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir 2020 í morgun. Gert er ráð fyrir eins milljarðs afgangi. 6. september 2019 08:45
Lækka tekjuskatt hraðar en áformað var Lækkunin mun koma að fullu fram árið 2021 í stað 2022. 6. september 2019 08:56
Fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2020 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í dag rumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Blaðamannafundur hófst í fjármála-og efnahagsráðuneytinu klukkan 8:30 og var Vísir með beina útsendingu þaðan. 6. september 2019 07:45
Heilbrigðiskerfið kostar 729.526 krónur á mann Í fjárlagafrumvarpi næsta árs sem Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti í morgun gætir þeirrar nýbreytni í kynningarefni frumvarpsins hafa útgjöld á mann eftir völdum málaflokkum verið reiknuð út. 6. september 2019 10:57
Flest gjöld hækka um 2,5 prósent Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár stendur til að hækka öll helstu gjöld sem Íslendingar greiða um 2,5 prósent um áramótin. 6. september 2019 11:05
Framlög til þjóðkirkjunnar aukin um 860 milljónir Alls munu framlög til kirkjunnar nema 2.981 milljónum króna á næsta ári. 6. september 2019 09:34
Persónuafsláttur lækkar um rúmar 5.000 krónur á næstu tveimur árum Lækkunin kemur til framkvæmda í lok innleiðingar nýs skattkerfis árið 2021. 6. september 2019 11:52