Fjölskyldu grunar að kattarmorðingi gangi laus í Vogum Lovísa Arnardóttir skrifar 1. júlí 2019 08:00 Hulda Blöndal, umsjáraðili kisunnar, segir í samtali við Fréttablaðið hún telji að eitrað hafi verið fyrir Bellu með frostlegi, líkt og hefur verið gert annars staðar á landinu. Hún segir að Bella hafi farið út í kringum miðnætti á miðvikudag. Það hafi verið síðasta skipti sem þau sáu hana á lífi. Myndin er úr safni. vísir/getty Eitrað var fyrir átta mánaða gamalli læðu, Bellu, í Vogum á Vatnsleysuströnd í síðustu viku, með þeim afleiðingum að hún drapst. Hulda Blöndal, umsjáraðili kisunnar, segir í samtali við Fréttablaðið hún telji að eitrað hafi verið fyrir Bellu með frostlegi, líkt og hefur verið gert annars staðar á landinu. Hún segir að Bella hafi farið út í kringum miðnætti á miðvikudag. Það hafi verið síðasta skipti sem þau sáu hana á lífi. „Hún var með ól og merki og fór sjaldan langt frá húsinu okkar. Hún finnst svo fyrir utan hjá okkur á föstudegi. Það kemur varla annað til greina en að eitrað hafi verið fyrir henni. Engir áverkar fundust á henni. Hún hefur náð að komast heim, en dáið fyrir utan,“ segir Hulda. Hulda segir að hana gruni að eitrað hafi verið fyrir henni því að frostlögur valdi alvarlegri nýrnabilun á skömmum tíma og svo stuttur tími leið frá því að Bella fór að heiman og þar til hún fannst dauð. Hún segist ekki skilja hvað liggi að baki slíkum verknaði. „Ég skil ekki þennan verknað. Við fjölskyldan erum í rusli yfir þessu. Ég fór með henni út á miðvikudagskvöldið og skildi ekkert af hverju hún hljóp í burtu, ég held hún hafi fundið lykt af fiski sem hefur verið sprautaður með frostlegi. Það hefur verið gert úti um allt land,“ segir Hulda og vísar þar til svipaðra mála sem hafa komið upp í Hveragerði, í Sandgerði og á höfuðborgarsvæðinu. Hulda segir að hún hafi ekki tilkynnt til lögreglu eða MAST en að hún hafi fengið ábendingu um að gott væri að láta kryfja hana hjá Keldum, rannsóknarstofu, en að kostnaðurinn við það sé 34 þúsund krónur. Þau ákváðu að sleppa því og jörðuðu hana sjálf. Hún segir að þó ekkert sé hægt að sanna, eins og staðan er núna, þá vill hún að aðrir íbúar í Vogum hugsi sig tvisvar um áður en þeir hleypi köttum sínum út. Nánar er rætt við Huldu á vef Fréttablaðsins, Frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Dýr Vogar Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Eitrað var fyrir átta mánaða gamalli læðu, Bellu, í Vogum á Vatnsleysuströnd í síðustu viku, með þeim afleiðingum að hún drapst. Hulda Blöndal, umsjáraðili kisunnar, segir í samtali við Fréttablaðið hún telji að eitrað hafi verið fyrir Bellu með frostlegi, líkt og hefur verið gert annars staðar á landinu. Hún segir að Bella hafi farið út í kringum miðnætti á miðvikudag. Það hafi verið síðasta skipti sem þau sáu hana á lífi. „Hún var með ól og merki og fór sjaldan langt frá húsinu okkar. Hún finnst svo fyrir utan hjá okkur á föstudegi. Það kemur varla annað til greina en að eitrað hafi verið fyrir henni. Engir áverkar fundust á henni. Hún hefur náð að komast heim, en dáið fyrir utan,“ segir Hulda. Hulda segir að hana gruni að eitrað hafi verið fyrir henni því að frostlögur valdi alvarlegri nýrnabilun á skömmum tíma og svo stuttur tími leið frá því að Bella fór að heiman og þar til hún fannst dauð. Hún segist ekki skilja hvað liggi að baki slíkum verknaði. „Ég skil ekki þennan verknað. Við fjölskyldan erum í rusli yfir þessu. Ég fór með henni út á miðvikudagskvöldið og skildi ekkert af hverju hún hljóp í burtu, ég held hún hafi fundið lykt af fiski sem hefur verið sprautaður með frostlegi. Það hefur verið gert úti um allt land,“ segir Hulda og vísar þar til svipaðra mála sem hafa komið upp í Hveragerði, í Sandgerði og á höfuðborgarsvæðinu. Hulda segir að hún hafi ekki tilkynnt til lögreglu eða MAST en að hún hafi fengið ábendingu um að gott væri að láta kryfja hana hjá Keldum, rannsóknarstofu, en að kostnaðurinn við það sé 34 þúsund krónur. Þau ákváðu að sleppa því og jörðuðu hana sjálf. Hún segir að þó ekkert sé hægt að sanna, eins og staðan er núna, þá vill hún að aðrir íbúar í Vogum hugsi sig tvisvar um áður en þeir hleypi köttum sínum út. Nánar er rætt við Huldu á vef Fréttablaðsins, Frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Vogar Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira