Öryggi þúsunda ógnað með ótryggum flóttaleiðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. júní 2019 18:53 Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. Viðbragðsáætlun vegna mögulegra skógarelda hefur verið virkjuð í fyrsta sinn í Skorradal. Það er gert sökum þess að óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna eldhættu eftir langvarandi þurrka á svæðinu. „Við í sumarbústaðafélögunum í Skorradal höfum verið með töluverðar áhyggjur af þessu. Yfirvöld vita alveg af því að svæðið er varhugavert í þessum aðstæðum. En við höfum ekki orðið vör við neina viðbragðsaðila taka út stöðuna. Hvar hættan sé mest og hvort það þyrfti mögulega að gera einhverjar ráðstafanir," segir Ólafur Tryggvason, varaformaður sumarbústaðarfélags í Skorradal. Líkt og víða annars staðar hefur ekki rignt dropa í Skorradal í langan tíma. Þar er hættan talin sérlega mikil þar sem gróðurinn er afar þéttur og skraufþurr. Sina liggur meðal annars yfir nýsprottnu grasinu. Veðurstofan spáir áframhaldandi hlýindum og ekki er því útlit fyrir að ástandið breytist í bráð. Varaslökkvistjóri í Borgarbyggð bendir á að talið sé að Mýraeldar, stærsti sinubruni Íslandssögunnar hafi kviknað út frá sígarettu. Afar lítið þurfi til að illa fari. „Það ætti náttúrulega að vera stranglega bannað, eins og staðan er núna, að kveikja elda, vera með einnota kolagrill eða vera með óvarinn eld," segir Þórður Sigurðsson, varaslökkvistjóri í Borgarbyggð.Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi.Í ljósi þess að óvissuástandsins hefur bakvakt slökkviliðs verið komið á og til stendur að halda slökkviliðsæfingu í Skorradal á föstudagskvöld. Hann segir þó ljóst stærstu slökkibílarnir komist víða ekki að á svæðinu. „Sveitarfélagið Borgarbyggð sem við erum undir, við erum ekki með skipulagsvald í Skorradal, það er Skorradalshreppur sjálfur sem sér um það. Ég myndi nú kannski hafa þetta öðruvísi," segir Þórður. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tekur undir það. „Flóttaleiðir eru ótryggar, burðarþol vega er ófullnægjandi, snúningssvæði fyrir slökkvilið er ekki til staðar og vatnsöflun er ófullnægjandi," segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri. Hann segir hættuna hafa verið viðvarandi í áratugi. „Ég tala sem lögreglustjóri og fyrir hönd almannavarnarnefndar Vesturlands þegar ég segi að úrbóta sé þörf. Það dugar ekki bara að tala um hlutina. Þarna geta fleiri þúsund manns verið og hættan er augljós," segir hann. Hann telur að hreppurinn hafi ekki burði til að ráðast í viðeigandi úrbætur. „Ég veit ekki nákvæmlega hvort þeir ráði við það sem þarf að gera. Þetta er ákall til stjórnvalda um að bregðast við," segir Úlfar. Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Öryggi þúsunda er ógnað í Skorradal þar sem flóttaleiðir eru ótryggar komi þar upp gróðureldur að mati lögreglustjóra Vesturlands. Hann segir yfirvöld þurfa að grípa til aðgerða. Óvissuástandi almannavarna hefur verið lýst yfir. Viðbragðsáætlun vegna mögulegra skógarelda hefur verið virkjuð í fyrsta sinn í Skorradal. Það er gert sökum þess að óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna eldhættu eftir langvarandi þurrka á svæðinu. „Við í sumarbústaðafélögunum í Skorradal höfum verið með töluverðar áhyggjur af þessu. Yfirvöld vita alveg af því að svæðið er varhugavert í þessum aðstæðum. En við höfum ekki orðið vör við neina viðbragðsaðila taka út stöðuna. Hvar hættan sé mest og hvort það þyrfti mögulega að gera einhverjar ráðstafanir," segir Ólafur Tryggvason, varaformaður sumarbústaðarfélags í Skorradal. Líkt og víða annars staðar hefur ekki rignt dropa í Skorradal í langan tíma. Þar er hættan talin sérlega mikil þar sem gróðurinn er afar þéttur og skraufþurr. Sina liggur meðal annars yfir nýsprottnu grasinu. Veðurstofan spáir áframhaldandi hlýindum og ekki er því útlit fyrir að ástandið breytist í bráð. Varaslökkvistjóri í Borgarbyggð bendir á að talið sé að Mýraeldar, stærsti sinubruni Íslandssögunnar hafi kviknað út frá sígarettu. Afar lítið þurfi til að illa fari. „Það ætti náttúrulega að vera stranglega bannað, eins og staðan er núna, að kveikja elda, vera með einnota kolagrill eða vera með óvarinn eld," segir Þórður Sigurðsson, varaslökkvistjóri í Borgarbyggð.Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi.Í ljósi þess að óvissuástandsins hefur bakvakt slökkviliðs verið komið á og til stendur að halda slökkviliðsæfingu í Skorradal á föstudagskvöld. Hann segir þó ljóst stærstu slökkibílarnir komist víða ekki að á svæðinu. „Sveitarfélagið Borgarbyggð sem við erum undir, við erum ekki með skipulagsvald í Skorradal, það er Skorradalshreppur sjálfur sem sér um það. Ég myndi nú kannski hafa þetta öðruvísi," segir Þórður. Lögreglustjórinn á Vesturlandi tekur undir það. „Flóttaleiðir eru ótryggar, burðarþol vega er ófullnægjandi, snúningssvæði fyrir slökkvilið er ekki til staðar og vatnsöflun er ófullnægjandi," segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri. Hann segir hættuna hafa verið viðvarandi í áratugi. „Ég tala sem lögreglustjóri og fyrir hönd almannavarnarnefndar Vesturlands þegar ég segi að úrbóta sé þörf. Það dugar ekki bara að tala um hlutina. Þarna geta fleiri þúsund manns verið og hættan er augljós," segir hann. Hann telur að hreppurinn hafi ekki burði til að ráðast í viðeigandi úrbætur. „Ég veit ekki nákvæmlega hvort þeir ráði við það sem þarf að gera. Þetta er ákall til stjórnvalda um að bregðast við," segir Úlfar.
Almannavarnir Skorradalshreppur Slökkvilið Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira