Segja móður drengsins tálma og vilja fullt forræði Sindri Sindrason og Sylvía Hall skrifa 12. júní 2019 21:25 Ægir og Árný gagnrýna aðgerðaleysi barnaverndarnefndar í Mosfellsbæ. Vísir Hjónin Ægir og Árný eiga bæði börn úr fyrri samböndum og samskipti þeirra við fyrri maka eru góð. Seinni barnsmóðir Ægis tálmar þó umgengni við barn þeirra að hans sögn og þau segja kerfið ekki hlúa nægilega vel að börnum sem fá ekki að umgangast annað foreldri sitt. Þetta kom fram í Íslandi í dag í kvöld. Ægir segir sambandið milli þeirra hafa verið gott í byrjun en það hafi breyst eftir að það fór að bera á ýmsum heilsukvillum hjá drengnum. Það hafi komið í ljós að hann væri ekki bólusettur og hafði ekki farið í skoðun frá sex mánaða aldri. Þau gripu þá til þeirra ráðstafana að fara með drenginn til læknis. Hann hafi einnig farið í göngugreiningu þar sem í ljós kom að hann væri með skakkar lappir og þá var einnig farið í gleraugnakaup. Þau hafi þó fljótt fundið að þegar þau komu með hugmyndir um hvernig hægt væri að gera hlutina betur hafi allt farið í baklás. „Við gerðum eiginlega það sem hún sagði okkur að gera og gegndum henni einhvern veginn, þá gekk þetta alveg sæmilega. Um leið og ég var með einhverjar skoðanir þá lenti ég í vandræðum,“ segir Ægir.Erfitt að heyra ljóta hluti um sjálfan sig Stuttu síðar veiktist barnsmóðir Ægis og hún setti sig í samband við þau. Þau hafi boðist til þess að taka drengina að sér, það hentaði þeim vel í ljósi þess að yngri drengurinn væri í leikskóla í sama hverfi og því lítil röskun á hans lífi og á meðan gæti barnsmóðirin jafnað sig. „Þá byrjar hún að tala um að hann vildi ekki vera svona lengi hjá okkur og bara svona allskonar afsakanir,“ segir Ægir og því hafi þau ákveðið að bakka með tillöguna til þess að halda hlutunum góðum. Árný segir það oft vera viðmótið, að þeim sé sagt að drengurinn sé hræddur hjá þeim og líði illa. Hann segist ekki vera eini barnsfaðir hennar sem verði fyrir þessu. Þeir séu skrímslavæddir og hann heyri afar ljóta hluti um sjálfan sig. „Ég mætti henni einhvern tímann og hún fer að telja mér trú um það að ég sé beitt heimilisofbeldi á mínu heimili og að löggan hafi verið í útkalli hjá okkur,“ segir Árný. Atvikið hafi átt að eiga sér stað sama dag og drengurinn hafi tjáð pabba sínum að hann saknaði hans.Spyrja sig hvort hlutirnir væru eins ef stöðunni væri snúið við Ægir og Árný gagnrýna aðgerðarleysi barnaverndarnefndar í Mosfellsbæ. Þau hafi farið fram á að taka drenginn að sér eftir að móðir hans var dæmd fyrir kannabisræktun en samt hafi ekki verið fallist á það. „Í staðinn fyrir að búa hjá okkur í þennan tíma þá bjó hann áfram uppi í sumarbústað, var að keyra langar leiðir, var að þvælast á milli leiguherbergja með móður sinni og bróður sínum þangað til að þau fengu loksins fasta íbúð hérna í Mosfellsbæ,“ segir Árný. „Skilaboðin sem við fengum voru þau: Við erum að vinna með móður að hennar málum, þetta kemur ykkur eiginlega ekki við.“ Ísland í dag hafði samband við barnsmóður Ægis og bauð henni að segja sína hlið. Hún kaus að gera það ekki.Hér að neðan má sjá viðtalið við Ægi og Árný í Ísland í dag. Fjölskyldumál Ísland í dag Mosfellsbær Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Hjónin Ægir og Árný eiga bæði börn úr fyrri samböndum og samskipti þeirra við fyrri maka eru góð. Seinni barnsmóðir Ægis tálmar þó umgengni við barn þeirra að hans sögn og þau segja kerfið ekki hlúa nægilega vel að börnum sem fá ekki að umgangast annað foreldri sitt. Þetta kom fram í Íslandi í dag í kvöld. Ægir segir sambandið milli þeirra hafa verið gott í byrjun en það hafi breyst eftir að það fór að bera á ýmsum heilsukvillum hjá drengnum. Það hafi komið í ljós að hann væri ekki bólusettur og hafði ekki farið í skoðun frá sex mánaða aldri. Þau gripu þá til þeirra ráðstafana að fara með drenginn til læknis. Hann hafi einnig farið í göngugreiningu þar sem í ljós kom að hann væri með skakkar lappir og þá var einnig farið í gleraugnakaup. Þau hafi þó fljótt fundið að þegar þau komu með hugmyndir um hvernig hægt væri að gera hlutina betur hafi allt farið í baklás. „Við gerðum eiginlega það sem hún sagði okkur að gera og gegndum henni einhvern veginn, þá gekk þetta alveg sæmilega. Um leið og ég var með einhverjar skoðanir þá lenti ég í vandræðum,“ segir Ægir.Erfitt að heyra ljóta hluti um sjálfan sig Stuttu síðar veiktist barnsmóðir Ægis og hún setti sig í samband við þau. Þau hafi boðist til þess að taka drengina að sér, það hentaði þeim vel í ljósi þess að yngri drengurinn væri í leikskóla í sama hverfi og því lítil röskun á hans lífi og á meðan gæti barnsmóðirin jafnað sig. „Þá byrjar hún að tala um að hann vildi ekki vera svona lengi hjá okkur og bara svona allskonar afsakanir,“ segir Ægir og því hafi þau ákveðið að bakka með tillöguna til þess að halda hlutunum góðum. Árný segir það oft vera viðmótið, að þeim sé sagt að drengurinn sé hræddur hjá þeim og líði illa. Hann segist ekki vera eini barnsfaðir hennar sem verði fyrir þessu. Þeir séu skrímslavæddir og hann heyri afar ljóta hluti um sjálfan sig. „Ég mætti henni einhvern tímann og hún fer að telja mér trú um það að ég sé beitt heimilisofbeldi á mínu heimili og að löggan hafi verið í útkalli hjá okkur,“ segir Árný. Atvikið hafi átt að eiga sér stað sama dag og drengurinn hafi tjáð pabba sínum að hann saknaði hans.Spyrja sig hvort hlutirnir væru eins ef stöðunni væri snúið við Ægir og Árný gagnrýna aðgerðarleysi barnaverndarnefndar í Mosfellsbæ. Þau hafi farið fram á að taka drenginn að sér eftir að móðir hans var dæmd fyrir kannabisræktun en samt hafi ekki verið fallist á það. „Í staðinn fyrir að búa hjá okkur í þennan tíma þá bjó hann áfram uppi í sumarbústað, var að keyra langar leiðir, var að þvælast á milli leiguherbergja með móður sinni og bróður sínum þangað til að þau fengu loksins fasta íbúð hérna í Mosfellsbæ,“ segir Árný. „Skilaboðin sem við fengum voru þau: Við erum að vinna með móður að hennar málum, þetta kemur ykkur eiginlega ekki við.“ Ísland í dag hafði samband við barnsmóður Ægis og bauð henni að segja sína hlið. Hún kaus að gera það ekki.Hér að neðan má sjá viðtalið við Ægi og Árný í Ísland í dag.
Fjölskyldumál Ísland í dag Mosfellsbær Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira