Lyfjainnflytjandi segir krem vegna lúsmýs uppselt en meira á leið til landsins Sighvatur Jónsson skrifar 18. júní 2019 12:15 Kvenfluga lúsmýs. Mynd/Scott Bauer Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. Lúsmý hefur herjað á Sunnlendinga. Nú berast fréttir af því að fólk verði fyrir bitum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Kristín Perla Sigurbjörnsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyfju í Borgarnesi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lyf, krem og fuglafælur hafi klárast mjög hratt á föstudag og laugardag. After Bite krem sem dregur úr ofnæmisviðbrögðum eftir flugnabit seldist upp ásamt sterakreminu Mildison og ofnæmistöflum. Von er á nýrri sendingu hjá Lyfju í Borgarnesi á morgun en apótekið er það sem er næst sumarhúsabyggðinni í Skorradal.Vörur vegna flugnabits seldus upp hjá Lyfju í Borgarnesi um helgina. Lúsmý virðist herja á íbúa í sumarhúsabyggðum í Skorradal.Vísir/BjarniMikil sala víða vegna lúsmýs Sterakremið Mildison seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en ný sending var væntanleg í morgun. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í Apótekaranum á Selfossi hafi fólk ekki kynnst öðru eins ástandi en lúsmý hefur herjað á fólk í sumarhúsabyggðum í Grímsnesi. Fyrirtækið Artasan flytur inn vörur vegna flugnabita. Katrín Eva Björgvinsdóttir, sölu- og markaðsstjóri, var að panta meira af vörum þegar fréttastofa náði tali af henni fyrir hádegið. Hún sagði After Bite kremið uppselt en nóg væri til af áburði sem fælir flugur frá.Lyfsali hjá Lyfju á Granda telur vítamín ekki koma í veg fyrir flugnabit.getty/Towfiqu PhotographyLyfsali segir B-vítamín ekki virka Aðalsteinn Loftsson, lyfjafræðingur og lyfsali hjá Lyfju á Granda, segir að vörur vegna bits eftir lúsmý hafi klárast í apótekum víða um helgina. „Það hreinsuðust upp eins til tveggja vikna birgðir um helgina. Fólk kaupir ofnæmistöflur, sterasmyrsl, ýmsar kælandi vörur, After Bite, flugnafælur og fleira.“ Aðalsteinn segist hafa pantað nýjar vörur. Hann býst ekki við að B-vítamín klárist, Aðalsteinn slær á sögur um að það virki gegn flugnabitum. „Það er gjörsamlega gagnslaust. Ég er búinn að prófa að taka svona sjálfur en það hefur ekki nein áhrif, ég hef verið bitinn alveg eins og áður.“ Hann segir að ýmsar olíu og sérstakur skordýrafæluáburður að nafni Deet virki best. „Maður spreyjar þessu á sig og nuddar þessu á sig og klæðir sig svo í fötin. Þetta gefur svona sex til átta tíma vörn að minnsta kosti.“ Aðalsteinn Loftsson lyfjafræðingur segir að fólk þurfi að bera áburðinn á sig tvisvar á dag ef það er þar sem mikið er um lúsmý. Hann bendir fólki á að lúsmý sæki frekar í dökka liti en ljósa. Árborg Borgarbyggð Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Lyf Reykjavík Skorradalshreppur Tengdar fréttir Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. 17. júní 2019 13:03 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Lyf og krem vegna lúsmýs kláruðust í apótekum víða um helgina. Lyfjafræðingur segir það koma á óvart hversu víða á landinu fólk er bitið. Lyfjainnflytjandi segir að krem vegna lúsmýs sé uppselt en verið sé að panta meira til landsins. Lúsmý hefur herjað á Sunnlendinga. Nú berast fréttir af því að fólk verði fyrir bitum á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Kristín Perla Sigurbjörnsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyfju í Borgarnesi, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að lyf, krem og fuglafælur hafi klárast mjög hratt á föstudag og laugardag. After Bite krem sem dregur úr ofnæmisviðbrögðum eftir flugnabit seldist upp ásamt sterakreminu Mildison og ofnæmistöflum. Von er á nýrri sendingu hjá Lyfju í Borgarnesi á morgun en apótekið er það sem er næst sumarhúsabyggðinni í Skorradal.Vörur vegna flugnabits seldus upp hjá Lyfju í Borgarnesi um helgina. Lúsmý virðist herja á íbúa í sumarhúsabyggðum í Skorradal.Vísir/BjarniMikil sala víða vegna lúsmýs Sterakremið Mildison seldist upp í Lyfju í Lágmúla um helgina en ný sending var væntanleg í morgun. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að í Apótekaranum á Selfossi hafi fólk ekki kynnst öðru eins ástandi en lúsmý hefur herjað á fólk í sumarhúsabyggðum í Grímsnesi. Fyrirtækið Artasan flytur inn vörur vegna flugnabita. Katrín Eva Björgvinsdóttir, sölu- og markaðsstjóri, var að panta meira af vörum þegar fréttastofa náði tali af henni fyrir hádegið. Hún sagði After Bite kremið uppselt en nóg væri til af áburði sem fælir flugur frá.Lyfsali hjá Lyfju á Granda telur vítamín ekki koma í veg fyrir flugnabit.getty/Towfiqu PhotographyLyfsali segir B-vítamín ekki virka Aðalsteinn Loftsson, lyfjafræðingur og lyfsali hjá Lyfju á Granda, segir að vörur vegna bits eftir lúsmý hafi klárast í apótekum víða um helgina. „Það hreinsuðust upp eins til tveggja vikna birgðir um helgina. Fólk kaupir ofnæmistöflur, sterasmyrsl, ýmsar kælandi vörur, After Bite, flugnafælur og fleira.“ Aðalsteinn segist hafa pantað nýjar vörur. Hann býst ekki við að B-vítamín klárist, Aðalsteinn slær á sögur um að það virki gegn flugnabitum. „Það er gjörsamlega gagnslaust. Ég er búinn að prófa að taka svona sjálfur en það hefur ekki nein áhrif, ég hef verið bitinn alveg eins og áður.“ Hann segir að ýmsar olíu og sérstakur skordýrafæluáburður að nafni Deet virki best. „Maður spreyjar þessu á sig og nuddar þessu á sig og klæðir sig svo í fötin. Þetta gefur svona sex til átta tíma vörn að minnsta kosti.“ Aðalsteinn Loftsson lyfjafræðingur segir að fólk þurfi að bera áburðinn á sig tvisvar á dag ef það er þar sem mikið er um lúsmý. Hann bendir fólki á að lúsmý sæki frekar í dökka liti en ljósa.
Árborg Borgarbyggð Dýr Grímsnes- og Grafningshreppur Lyf Reykjavík Skorradalshreppur Tengdar fréttir Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. 17. júní 2019 13:03 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Lúsmý hefur herjað á íbúa höfuðborgarsvæðisins Þessi aukning í lúsmý, sem virtist áður að mestu bundið við sumarhúsabyggðir á suðvesturhorninu og á suðurlandi, er líklegast komin til vegna breytinga í veðurfari. 17. júní 2019 13:03