Ruslamál í Öræfunum ófullnægjandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. maí 2019 14:00 Margrét Gauja Magnúsdóttir, hótelstjóri í Skaftafelli og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hótelstjóri í Skaftafelli segir að ruslamál í Öræfunum séu ófullnægjandi. Engin grenndarstöð sé á svæðinu þrátt fyrir yfir 500 gistirými og fjölda ferðaþjónustuaðila. Reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu sem skilji öræfin út undan í aðgerðum sínum í umhverfismálum. Margrét Gauja Magnúsdóttir, hótelstjóri í Skaftafelli og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á málinu á Facebook síðu sinni í gær. Hún segir að ruslamál í öræfunum séu ekki í lagi. „Þrátt fyrir alla starfsemina sem er hér í gangi er ekki grenndarstöð,“ segir Margrét Gauja og bætir við að í Öræfunum séu til að mynda yfir 500 gistirými, 3 stór, leik- og grunnskóli, flugvöllur, afþreyingaferðaþjónustuaðilar, bensínstöð, veitingarsala sem eðlilega fylgi mikill úrgangur og því mjög óeðlilegt að ekki sé grenndarstöð á svæðinu. Annars staðar í sveitarfélaginu Hornafirði séu hins vegar grenndarstöðvar. „Í Lóninu, Nesjum, Mýrum og Suðursveit er hægt að finna grenndarstöð en ekki í Öræfunum sem er óskiljanlegt. Við þurfum að fara annað hvort í í Suðursveit með rusl og með annan úrgang þurfum við að keyra í einn og hálfan tíma, með sértækan úrgang eins og rafgeyma og annað slíkt, á Hornafjörð,“ segir Margrét Gauja.Lítill áhugi Margrét Gauja segir að reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu en lítill áhugi og stuðningur virðist vera til staðar, þrátt fyrir ýmsar aðgerðir sveitarfélagsins í umhverfismálum. Öræfin séu í raun skilin út undan. „Það er ekki til betri kennslustofa í heiminum um áhrif hlýnunar jarðar heldur en öræfin á Íslandi. Hér erum með með jöklana fyrir framan okkur. Við höfum mikinn metnað og áhuga á að vera fyrirmyndarsamfélag en við fáum engan stuðning eða áhuga. Engu að síður er alls konar í gangi í þessum málum hjá sveitarfélaginu en það er eins og við í Öræfunum séum bara ekki með sem er miður,“ segir Margrét Gauja. Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Hótelstjóri í Skaftafelli segir að ruslamál í Öræfunum séu ófullnægjandi. Engin grenndarstöð sé á svæðinu þrátt fyrir yfir 500 gistirými og fjölda ferðaþjónustuaðila. Reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu sem skilji öræfin út undan í aðgerðum sínum í umhverfismálum. Margrét Gauja Magnúsdóttir, hótelstjóri í Skaftafelli og fyrrverandi varaþingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á málinu á Facebook síðu sinni í gær. Hún segir að ruslamál í öræfunum séu ekki í lagi. „Þrátt fyrir alla starfsemina sem er hér í gangi er ekki grenndarstöð,“ segir Margrét Gauja og bætir við að í Öræfunum séu til að mynda yfir 500 gistirými, 3 stór, leik- og grunnskóli, flugvöllur, afþreyingaferðaþjónustuaðilar, bensínstöð, veitingarsala sem eðlilega fylgi mikill úrgangur og því mjög óeðlilegt að ekki sé grenndarstöð á svæðinu. Annars staðar í sveitarfélaginu Hornafirði séu hins vegar grenndarstöðvar. „Í Lóninu, Nesjum, Mýrum og Suðursveit er hægt að finna grenndarstöð en ekki í Öræfunum sem er óskiljanlegt. Við þurfum að fara annað hvort í í Suðursveit með rusl og með annan úrgang þurfum við að keyra í einn og hálfan tíma, með sértækan úrgang eins og rafgeyma og annað slíkt, á Hornafjörð,“ segir Margrét Gauja.Lítill áhugi Margrét Gauja segir að reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu en lítill áhugi og stuðningur virðist vera til staðar, þrátt fyrir ýmsar aðgerðir sveitarfélagsins í umhverfismálum. Öræfin séu í raun skilin út undan. „Það er ekki til betri kennslustofa í heiminum um áhrif hlýnunar jarðar heldur en öræfin á Íslandi. Hér erum með með jöklana fyrir framan okkur. Við höfum mikinn metnað og áhuga á að vera fyrirmyndarsamfélag en við fáum engan stuðning eða áhuga. Engu að síður er alls konar í gangi í þessum málum hjá sveitarfélaginu en það er eins og við í Öræfunum séum bara ekki með sem er miður,“ segir Margrét Gauja.
Hornafjörður Skaftárhreppur Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira