Aftur lagði bakarinn Ikea vegna ógreiddrar yfirvinnu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2019 15:12 Bakarinn starfaði í verslun Ikea í Garðabæ Fréttablaðið/Ernir Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ, hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,7 milljónir króna í yfirvinnu. Bakarinn hafði áður lagt Ikea fyrir Héraðsdómi Reykjaness en Miklatorg áfrýjaði málinu til Landsréttar.Deilan snerist um það að bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamdan vinnutíma en ekki fengið greidd laun vegna þess. Hóf hann störf hjá Ikea árið 2012. Í ráðningarsamningi mannsins var ákvæði þess eðlis að heildarvinnustundir í mánuði væru 184 að meðaltali yfir árið og miðuðust launin við það. Samið var um að bakarinn fengið að taka yfirvinnutíma út með fríi þegar tækifæri gafst.Eftir að bakarinn hætti störfum hjá Ikea gerði hann kröfu um að fá greiddar 2,3 milljónir í ógreidda yfirvinnu og orlof að frádregnum 599.905 krónur sem Ikea hafði greitt honum, m.a. vegna „mikillar yv.“ líkt og komið hafi fram á launaseðli mannsins. Nam launakrafa bakarans því 1,8 milljónum auk 149 þúsund króna í orlof.Fyrir dómi sagði maðurinn að erfitt hafi verið fyrir sig að taka frí þar sem ítrekað hafi verið hringt í hann og hann spurður „alls kyns spurninga varðandi starfið“ auk þess sem hann hefði verið beðinn um að koma aftur í vinnu þegar hann hafi verið í fríi. Fékk yfirvinnuna borgaða en ekki orlofið Fyrir dómi sagði mannauðsstjóri Ikea að rætt hafi verið um að ef vinna bakarans færi mikið yfir 184 tíma á mánuði fengi hann aukafrídaga eða einhverja kaupauka eða laun hans yrðu endurskoðuð. Þótti Landsrétti því ljóst að hvorki bakarinn né Miklatorg túlkuðu ráðningarsamning bakarans á þanng veg að hann ætti ekki rétt til greiðslu launa fyrir yfirvinnu ef hann ynni fleiri vinnustundir en 184 að meðaltali á mánuði á ársgrundvelli.1. september 2013 fékk bakarinn launahækkun umfram kjarasamningsbundnar launahækkanir auk aukagreiðslu í apríl og desember sama ár. Sagði bakarinn fyrir dómi að þessar launagreiðslur hefðu komið til vegna ánægju vinnuveitendans með störf hans og góðrar sölu en Miklatorgi tókst ekki að færa sönnu á það að þessar aukagreiðslur hefðu átt að mæta meiri yfirvinnu bakarans en reiknað hafði verið með.Féllst Landsréttur því á að bakarinn ætti rétt á því að fá greiðslu fyrir þær yfirvinnustundir umfram 184 tíma á mánuði sem hann krafðist, samtals um 1,7 milljónir króna. Dómurinn féllst þó ekki á kröfu mannins um að hann ætti rétt á að fá orlof greitt, 150 þúsund krónur, þar sem sú krafa hafi fallið niður sökum tómlætis.Þarf Miklatorg því að greiða manninum 1,7 milljónir króna vegna ógreiddar yfirvinnu. Þá þarf Miklatorg að greiða 1,8 milljónir í málskostnað vegna málsins. Dómsmál IKEA Tengdar fréttir Bakari lagði Ikea og fær yfirvinnuna greidda Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. 30. október 2017 22:16 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ, hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,7 milljónir króna í yfirvinnu. Bakarinn hafði áður lagt Ikea fyrir Héraðsdómi Reykjaness en Miklatorg áfrýjaði málinu til Landsréttar.Deilan snerist um það að bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamdan vinnutíma en ekki fengið greidd laun vegna þess. Hóf hann störf hjá Ikea árið 2012. Í ráðningarsamningi mannsins var ákvæði þess eðlis að heildarvinnustundir í mánuði væru 184 að meðaltali yfir árið og miðuðust launin við það. Samið var um að bakarinn fengið að taka yfirvinnutíma út með fríi þegar tækifæri gafst.Eftir að bakarinn hætti störfum hjá Ikea gerði hann kröfu um að fá greiddar 2,3 milljónir í ógreidda yfirvinnu og orlof að frádregnum 599.905 krónur sem Ikea hafði greitt honum, m.a. vegna „mikillar yv.“ líkt og komið hafi fram á launaseðli mannsins. Nam launakrafa bakarans því 1,8 milljónum auk 149 þúsund króna í orlof.Fyrir dómi sagði maðurinn að erfitt hafi verið fyrir sig að taka frí þar sem ítrekað hafi verið hringt í hann og hann spurður „alls kyns spurninga varðandi starfið“ auk þess sem hann hefði verið beðinn um að koma aftur í vinnu þegar hann hafi verið í fríi. Fékk yfirvinnuna borgaða en ekki orlofið Fyrir dómi sagði mannauðsstjóri Ikea að rætt hafi verið um að ef vinna bakarans færi mikið yfir 184 tíma á mánuði fengi hann aukafrídaga eða einhverja kaupauka eða laun hans yrðu endurskoðuð. Þótti Landsrétti því ljóst að hvorki bakarinn né Miklatorg túlkuðu ráðningarsamning bakarans á þanng veg að hann ætti ekki rétt til greiðslu launa fyrir yfirvinnu ef hann ynni fleiri vinnustundir en 184 að meðaltali á mánuði á ársgrundvelli.1. september 2013 fékk bakarinn launahækkun umfram kjarasamningsbundnar launahækkanir auk aukagreiðslu í apríl og desember sama ár. Sagði bakarinn fyrir dómi að þessar launagreiðslur hefðu komið til vegna ánægju vinnuveitendans með störf hans og góðrar sölu en Miklatorgi tókst ekki að færa sönnu á það að þessar aukagreiðslur hefðu átt að mæta meiri yfirvinnu bakarans en reiknað hafði verið með.Féllst Landsréttur því á að bakarinn ætti rétt á því að fá greiðslu fyrir þær yfirvinnustundir umfram 184 tíma á mánuði sem hann krafðist, samtals um 1,7 milljónir króna. Dómurinn féllst þó ekki á kröfu mannins um að hann ætti rétt á að fá orlof greitt, 150 þúsund krónur, þar sem sú krafa hafi fallið niður sökum tómlætis.Þarf Miklatorg því að greiða manninum 1,7 milljónir króna vegna ógreiddar yfirvinnu. Þá þarf Miklatorg að greiða 1,8 milljónir í málskostnað vegna málsins.
Dómsmál IKEA Tengdar fréttir Bakari lagði Ikea og fær yfirvinnuna greidda Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. 30. október 2017 22:16 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Bakari lagði Ikea og fær yfirvinnuna greidda Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,9 milljónir í yfirvinnu og orlof. Bakarinn taldi sig hafa unnið umfram umsamda vinnutíma en ekki fengið greidda yfirvinnu vegna þess. 30. október 2017 22:16