Alda bar ömmu frá Íslandsströndum Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 11:16 Alda hrifsaði ísjakann með sér og bar ömmu Catherine Streng með sér út á Atlantshafið. Catherine Streng Bandarískur ferðamaður komst í hann krappan við Jökulsárlón á þriðjudag þegar ísjaki sem hann hafði sest á flaut á haf út. Konan hafði tyllt sér á ísinn fyrir ljósmyndatöku, áður en alda hrifsaði ísinn með sér og bar konuna út á sjó. Bandarískur ferðamaður bar konuna aftur á land. Barnabarn konunnar, Catherine Streng, birti ljósmyndir af atburðarásinni á Twitter-síðu sinni í gær, við góðar undirtektir. Hún var sjálf ekki viðstödd en segir í skilaboðum til Vísis að amma hennar og faðir hafi komið til Íslands síðastliðinn laugardag. „Pabbi þolir reyndar ekki frostið en honum líður engu að síður vel [á Íslandi] og þykir landið fallegt. Þar að auki elskar hann alla hreinu orkuna!“ segir Streng. „Hann segist vilja flytja til Íslands!“Catherine Streng segir pabba sinn hafa hrifist af Íslandi, þrátt fyrir kuldann. Hér má sjá hann skammt frá Jökulsárlóni á þriðjudag.Catherine StrengHún segir föður sinn og ömmu hafa ekið eftir suðurströndinni og komið við á Jökulsárlóni þann 26. febrúar, þriðjudaginn síðastliðinn. Þau hafi ákveðið að líta í flæðarmálið þar sem þau komu auga á fyrrnefndan ísjaka, sem Streng segir föður sinn hafa lýst sem „hásæti.“ Amma hennar hafi ákveðið að setjast á ísinn og segir Streng að hið minnsta fimm ferðamenn hafi orðið fyrri til. „Hún bað um leyfi [til að setjast á ísinn] og fékk það,“ segir Streng en útskýrir ekki nánar hvern amma hennar spurði eða hver veitti leyfið. Hún lýsir því hvernig ísjakinn, með ömmu hennar ofan á, vaggaði í öllum ölduganginum. Ekki hafi liðið á löngu áður en einni öldunni tókst að losa ísjakann og bera hann með sér út á haf, með ömmu Streng meðferðis. Henni varð þó ekki meint af, að sögn Streng. Annar bandarískur ferðamaður hafi komið henni til bjargar. Hún segir bjargvættinn, Flórídamann að nafni Randy LaCount, vera með skipstjóraréttindi og kunni því að bjarga sér og öðrum á sjó. „Hann var fyrir algjöra tilviljun í fjörunni þegar þetta gerðist svo að hann óð út í ólgandi hafið og togaði hana af ísjakanum áður en hann flaut lengra út á hafi,“ segir Streng. Amma hennar sé því hestaheilsu og munu hún og faðir Catherine Streng halda aftur heim til Bandaríkjanna í dag. Hér að neðan má sjá tíst Catherine Streng, sem vakið hefur mikla athygli.Vísir sendi skilaboð á fyrrnefndan Randy Lacount, sem hafði ekki svarað þegar fréttin var birt. Berist viðbrögð frá honum verður fréttin uppfærð.My grandmother almost got lost at sea in Iceland today lmaoooo pic.twitter.com/osHrwTEkyr— babygirl, u dont know (@Xiushook) February 25, 2019 Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Bandarískur ferðamaður komst í hann krappan við Jökulsárlón á þriðjudag þegar ísjaki sem hann hafði sest á flaut á haf út. Konan hafði tyllt sér á ísinn fyrir ljósmyndatöku, áður en alda hrifsaði ísinn með sér og bar konuna út á sjó. Bandarískur ferðamaður bar konuna aftur á land. Barnabarn konunnar, Catherine Streng, birti ljósmyndir af atburðarásinni á Twitter-síðu sinni í gær, við góðar undirtektir. Hún var sjálf ekki viðstödd en segir í skilaboðum til Vísis að amma hennar og faðir hafi komið til Íslands síðastliðinn laugardag. „Pabbi þolir reyndar ekki frostið en honum líður engu að síður vel [á Íslandi] og þykir landið fallegt. Þar að auki elskar hann alla hreinu orkuna!“ segir Streng. „Hann segist vilja flytja til Íslands!“Catherine Streng segir pabba sinn hafa hrifist af Íslandi, þrátt fyrir kuldann. Hér má sjá hann skammt frá Jökulsárlóni á þriðjudag.Catherine StrengHún segir föður sinn og ömmu hafa ekið eftir suðurströndinni og komið við á Jökulsárlóni þann 26. febrúar, þriðjudaginn síðastliðinn. Þau hafi ákveðið að líta í flæðarmálið þar sem þau komu auga á fyrrnefndan ísjaka, sem Streng segir föður sinn hafa lýst sem „hásæti.“ Amma hennar hafi ákveðið að setjast á ísinn og segir Streng að hið minnsta fimm ferðamenn hafi orðið fyrri til. „Hún bað um leyfi [til að setjast á ísinn] og fékk það,“ segir Streng en útskýrir ekki nánar hvern amma hennar spurði eða hver veitti leyfið. Hún lýsir því hvernig ísjakinn, með ömmu hennar ofan á, vaggaði í öllum ölduganginum. Ekki hafi liðið á löngu áður en einni öldunni tókst að losa ísjakann og bera hann með sér út á haf, með ömmu Streng meðferðis. Henni varð þó ekki meint af, að sögn Streng. Annar bandarískur ferðamaður hafi komið henni til bjargar. Hún segir bjargvættinn, Flórídamann að nafni Randy LaCount, vera með skipstjóraréttindi og kunni því að bjarga sér og öðrum á sjó. „Hann var fyrir algjöra tilviljun í fjörunni þegar þetta gerðist svo að hann óð út í ólgandi hafið og togaði hana af ísjakanum áður en hann flaut lengra út á hafi,“ segir Streng. Amma hennar sé því hestaheilsu og munu hún og faðir Catherine Streng halda aftur heim til Bandaríkjanna í dag. Hér að neðan má sjá tíst Catherine Streng, sem vakið hefur mikla athygli.Vísir sendi skilaboð á fyrrnefndan Randy Lacount, sem hafði ekki svarað þegar fréttin var birt. Berist viðbrögð frá honum verður fréttin uppfærð.My grandmother almost got lost at sea in Iceland today lmaoooo pic.twitter.com/osHrwTEkyr— babygirl, u dont know (@Xiushook) February 25, 2019
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira