Boða til mótmæla gegn „Klaustursþingmönnum“ á Austurvelli Kjartan Kjartansson skrifar 25. janúar 2019 23:27 Ummæli þingmannanna á Klaustri í garð stjórnmálakvenna voru sérlega gróf. Vísir/Vilhelm Hópur sem kallar sig „Takk Bára“ hefur boðað til mótmæla gegn þingmönnum sem heyrðust hafa uppi gróf og óviðeigandi ummæli um stjórnmálakonur á hljóðupptökum á barnum Klaustri á sunnudag. Einn forsvarsmanna hópsins segist algerlega misboðið yfir framgöngu þingmannanna. Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins sem höfðu sig mest frammi á Klaustursupptökunum svonefndu, sneru aftur á þing í vikunni eftir að hafa tekið sér launalaust leyfi eftir að ummæli þeirra ollu almennri hneykslan í lok nóvember. „Takk Bára“ hefur nú boðað til mótmæla gegn þingmönnunum sem heyrðust á upptökunni á Austurvelli klukkan 14 á sunnudag. Hópurinn var stofnaður af vinum Báru Halldórsdóttir, sem tók ummæli þingmannanna upp, vegna aðgerða þingmannanna gegn henni í fyrra. Í samtali við Vísi segir Sindri Viborg, einn stofnenda hópsins, að framganga þingmannanna sem hefur birst í blöðum og greinum undanfarna daga sem og endurkoma þeirra á þing misbjóði þeim. Segir hann þingmennina ætlast til þess að vera taldir fórnarlömb í málinu. „Þetta er bara með ljótustu tuddahegðun sem maður hefur séð á síðari árum og okkur er bara algerlega misboðið,“ segir Sindri. Ekki er gerð krafa um afsögn þingmannanna í boðunum á mótmælin á Facebook en Sindri segist gera ráð fyrir því að það sé krafa margra sem mæti á þau. „Okkur finnst eðlilegt að þeir víki. Það er ekkert eðlilegt í framgöngu þeirra í þessu máli alveg frá því í lok nóvember,“ segir Sindri. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Fullyrðingar Gunnars Braga um minnisleysi dregnar í efa DV birtir hluta af viðtali við Gunnar Braga þar sem hann sagðist muna eftir samtölum á barnum Klaustri, þvert á það sem hann sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. 25. janúar 2019 18:26 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Hópur sem kallar sig „Takk Bára“ hefur boðað til mótmæla gegn þingmönnum sem heyrðust hafa uppi gróf og óviðeigandi ummæli um stjórnmálakonur á hljóðupptökum á barnum Klaustri á sunnudag. Einn forsvarsmanna hópsins segist algerlega misboðið yfir framgöngu þingmannanna. Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins sem höfðu sig mest frammi á Klaustursupptökunum svonefndu, sneru aftur á þing í vikunni eftir að hafa tekið sér launalaust leyfi eftir að ummæli þeirra ollu almennri hneykslan í lok nóvember. „Takk Bára“ hefur nú boðað til mótmæla gegn þingmönnunum sem heyrðust á upptökunni á Austurvelli klukkan 14 á sunnudag. Hópurinn var stofnaður af vinum Báru Halldórsdóttir, sem tók ummæli þingmannanna upp, vegna aðgerða þingmannanna gegn henni í fyrra. Í samtali við Vísi segir Sindri Viborg, einn stofnenda hópsins, að framganga þingmannanna sem hefur birst í blöðum og greinum undanfarna daga sem og endurkoma þeirra á þing misbjóði þeim. Segir hann þingmennina ætlast til þess að vera taldir fórnarlömb í málinu. „Þetta er bara með ljótustu tuddahegðun sem maður hefur séð á síðari árum og okkur er bara algerlega misboðið,“ segir Sindri. Ekki er gerð krafa um afsögn þingmannanna í boðunum á mótmælin á Facebook en Sindri segist gera ráð fyrir því að það sé krafa margra sem mæti á þau. „Okkur finnst eðlilegt að þeir víki. Það er ekkert eðlilegt í framgöngu þeirra í þessu máli alveg frá því í lok nóvember,“ segir Sindri.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00 Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13 Fullyrðingar Gunnars Braga um minnisleysi dregnar í efa DV birtir hluta af viðtali við Gunnar Braga þar sem hann sagðist muna eftir samtölum á barnum Klaustri, þvert á það sem hann sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. 25. janúar 2019 18:26 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Óvinsælt og ólíklegt að Bergþór gegni áfram formennsku í nefnd Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason komu óvænt aftur til starfa í gær. Í samtölum við Fréttablaðið undrast margir þingmenn þessa ákvörðun þeirra. 25. janúar 2019 06:00
Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Gunnar sagðist velta fyrir sér hvað hefði gengið á en geðlæknir hefur ritað pistil um málið. 25. janúar 2019 14:13
Fullyrðingar Gunnars Braga um minnisleysi dregnar í efa DV birtir hluta af viðtali við Gunnar Braga þar sem hann sagðist muna eftir samtölum á barnum Klaustri, þvert á það sem hann sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi. 25. janúar 2019 18:26