Inga brast næstum í grát í bótaumræðu á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 22. nóvember 2018 12:17 Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður Flokks fólksins segir bætur til öryrkja ekkert hækka umfram það sem boðað sé í lögum um að bætur hækki aldrei minna en sem nemi hækkun verðlags. Fjármálaráðherra segir öryrkja hins vegar fá 2,9 milljarða umfram verðlagshækkanir í sínum málaflokka. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Inga Sæland formaður Flokks fólksins fjármálaráðherra út í þá vísitöluhækkun sem reiknað er með á greiðslur til öryrkja á næsta ári. En í fjárlagafrumvarpi var fyrst gert ráð fyrir þriggja komma fjögurra prósenta hækkun en í breytingartillögu við aðra umræðu var hækkunin komin upp í 3,6 prósent. Vildi Inga fá staðfest hjá Bjarna Benediktssyni að breyta skuli greiðslunum árlega miðað við launaþróun samkvæmt lögum. „Þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Nú spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra, hvernig eru þessar hækkanir, eða leiðrétting reiknuð út,“ sagði Inga.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm.Fjármálaráðherra sagði forsendur í fjárlagafrumvarpi hafa gert ráð fyrir 2,9 prósenta verðbólgu og að kaupmáttur myndi vaxa um hálft prósent. Ný spá gerði hins vegar ráð fyrir 3,6 prósenta verðbólgu. „Og þá kom upp þetta álitamál; hefur ný spá með hærri verðbólguvæntingum eitthvað breytt svigrúminu til launabreytinga á næsta ári. Við töldum svarið við því vera neikvætt,“ sagði Bjarni. Hins vegar kæmi þá til lagaákvæðis sem tryggði hækkun bóta í samræmi við hækkun verðlags. Það hafi til að mynda gerst eftir hrun að verðlag hækkaði meira en laun og þá hafi bætur hækkað meira en launin. „Ég hlýt að þurfa að vekja athygli á því að fyrir utan þessa 3,6 prósent hækkun sem hér er verið að vísa til er gert ráð fyrir að við bætist á næsta ári 2,9 milljarðar samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eins og það stendur núna í þinginu. Þetta samanlagt mun hækka bæturnar um 5,8 prósent,“ sagði Bjarni. Inga Sæland var ekki sátt við þessi svör ráðherrans. „Ég er nú þekkt fyrir að vera Inga tilfinninga og ég brast næstum í grát, þetta var svo sorglega lélegt svar. Það var í rauninni farið allt aftur að hruni þegar var verið að reyna að fylgja þó lögunum. Síðari málslið 69. gr. laga þar sem aldrei átti að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Staðreyndin er allt önnur í dag hæstvirtur fjármálaráðherra,“ sagði Inga Sæland. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Formaður Flokks fólksins segir bætur til öryrkja ekkert hækka umfram það sem boðað sé í lögum um að bætur hækki aldrei minna en sem nemi hækkun verðlags. Fjármálaráðherra segir öryrkja hins vegar fá 2,9 milljarða umfram verðlagshækkanir í sínum málaflokka. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun spurði Inga Sæland formaður Flokks fólksins fjármálaráðherra út í þá vísitöluhækkun sem reiknað er með á greiðslur til öryrkja á næsta ári. En í fjárlagafrumvarpi var fyrst gert ráð fyrir þriggja komma fjögurra prósenta hækkun en í breytingartillögu við aðra umræðu var hækkunin komin upp í 3,6 prósent. Vildi Inga fá staðfest hjá Bjarna Benediktssyni að breyta skuli greiðslunum árlega miðað við launaþróun samkvæmt lögum. „Þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Nú spyr ég hæstvirtan fjármálaráðherra, hvernig eru þessar hækkanir, eða leiðrétting reiknuð út,“ sagði Inga.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm.Fjármálaráðherra sagði forsendur í fjárlagafrumvarpi hafa gert ráð fyrir 2,9 prósenta verðbólgu og að kaupmáttur myndi vaxa um hálft prósent. Ný spá gerði hins vegar ráð fyrir 3,6 prósenta verðbólgu. „Og þá kom upp þetta álitamál; hefur ný spá með hærri verðbólguvæntingum eitthvað breytt svigrúminu til launabreytinga á næsta ári. Við töldum svarið við því vera neikvætt,“ sagði Bjarni. Hins vegar kæmi þá til lagaákvæðis sem tryggði hækkun bóta í samræmi við hækkun verðlags. Það hafi til að mynda gerst eftir hrun að verðlag hækkaði meira en laun og þá hafi bætur hækkað meira en launin. „Ég hlýt að þurfa að vekja athygli á því að fyrir utan þessa 3,6 prósent hækkun sem hér er verið að vísa til er gert ráð fyrir að við bætist á næsta ári 2,9 milljarðar samkvæmt fjárlagafrumvarpinu eins og það stendur núna í þinginu. Þetta samanlagt mun hækka bæturnar um 5,8 prósent,“ sagði Bjarni. Inga Sæland var ekki sátt við þessi svör ráðherrans. „Ég er nú þekkt fyrir að vera Inga tilfinninga og ég brast næstum í grát, þetta var svo sorglega lélegt svar. Það var í rauninni farið allt aftur að hruni þegar var verið að reyna að fylgja þó lögunum. Síðari málslið 69. gr. laga þar sem aldrei átti að hækka minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Staðreyndin er allt önnur í dag hæstvirtur fjármálaráðherra,“ sagði Inga Sæland.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2019 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira