Fjordvik komið til Keflavíkur Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 21:08 Mynd tekin af Guðmundi St. Valdimarssyni, bátsmanni á Tý, þegar Fjordvik var dregið af strandstað. Týr fylgdi skipinum sem og tveir léttbátar frá varðskipinu sem voru til taks. Mynd/Guðmundur St. Valdimarsson Sementsskipið Fjordvik er komið í viðlegu í Keflavíkurhöfn og verið er að binda það. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri hjá Reykjaneshöfn staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Hann sagði að allt hafi gengið vel enda voru þeir sem stóðu að flutningnum miklir fagmenn. Skipið mun stoppa í einhverja daga í Keflavíkurhöfn meðan fyllt verður í þau göt sem þarf til að tryggja að það fljóti lengri leið. Síðan er stefnt að því að fara með það til Hafnarfjarðarhafnar þar sem það mun fara í flotkvína sem þar sem það verður gert betur við það til þess að hægt verði að draga það yfir hafið samkvæmt Halldóri. Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru til taks í dag. Síðan um hádegisbil í dag hefur verið unnið að því að koma skipinu á flot og var verið að stilla það af um fimmleytið í dag. Það var svo um hálf átta í kvöld að skipið var laust af strandstað og hófst þá flutningur yfir til Keflavíkurhafnar. Fjórtán manna áhöfn skipsins og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar aðfaranótt laugardagsins 3. nóvember síðastliðinn eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar. Allt tiltækt björgunarlið var kallað á vettvang. Skipið var fullhlaðið þegar það strandaði en til stóð að að landa um sextán hundruð tonnum af sementi í Helguvík. Myndband frá vettvangi í kvöld má sjá hér að neðan. Myndir tóku Sighvatur Jónsson og Víkurfréttir. Strand í Helguvík Tengdar fréttir Fjordvik laust af strandstað Sementsskipið Fjordvik er nú laust af strandstað og hefst nú flutningur á skipinu til Keflavíkur. Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru tilbúnir til að hefja tog á skipinu, sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík um síðustu helgi, yfir til Keflavíkur. 9. nóvember 2018 19:25 Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. 5. nóvember 2018 07:17 Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Sementsskipið Fjordvik er komið í viðlegu í Keflavíkurhöfn og verið er að binda það. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri hjá Reykjaneshöfn staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Hann sagði að allt hafi gengið vel enda voru þeir sem stóðu að flutningnum miklir fagmenn. Skipið mun stoppa í einhverja daga í Keflavíkurhöfn meðan fyllt verður í þau göt sem þarf til að tryggja að það fljóti lengri leið. Síðan er stefnt að því að fara með það til Hafnarfjarðarhafnar þar sem það mun fara í flotkvína sem þar sem það verður gert betur við það til þess að hægt verði að draga það yfir hafið samkvæmt Halldóri. Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru til taks í dag. Síðan um hádegisbil í dag hefur verið unnið að því að koma skipinu á flot og var verið að stilla það af um fimmleytið í dag. Það var svo um hálf átta í kvöld að skipið var laust af strandstað og hófst þá flutningur yfir til Keflavíkurhafnar. Fjórtán manna áhöfn skipsins og hafnsögumanni var bjargað um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar aðfaranótt laugardagsins 3. nóvember síðastliðinn eftir að skipið rak upp í utanverðan hafnargarð Helguvíkurhafnar. Allt tiltækt björgunarlið var kallað á vettvang. Skipið var fullhlaðið þegar það strandaði en til stóð að að landa um sextán hundruð tonnum af sementi í Helguvík. Myndband frá vettvangi í kvöld má sjá hér að neðan. Myndir tóku Sighvatur Jónsson og Víkurfréttir.
Strand í Helguvík Tengdar fréttir Fjordvik laust af strandstað Sementsskipið Fjordvik er nú laust af strandstað og hefst nú flutningur á skipinu til Keflavíkur. Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru tilbúnir til að hefja tog á skipinu, sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík um síðustu helgi, yfir til Keflavíkur. 9. nóvember 2018 19:25 Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52 Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. 5. nóvember 2018 07:17 Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Fjordvik laust af strandstað Sementsskipið Fjordvik er nú laust af strandstað og hefst nú flutningur á skipinu til Keflavíkur. Dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum voru tilbúnir til að hefja tog á skipinu, sem strandaði við hafnargarðinn í Helguvík um síðustu helgi, yfir til Keflavíkur. 9. nóvember 2018 19:25
Áætlað að dælingu ljúki í dag Byrjað er að dæla olíu á ný úr sementsflutningaskipinu Fjordvik sem strandaði í Helguvík í fyrrinótt. 5. nóvember 2018 09:52
Vonast til að kafarar geti kannað skemmdir á Fjordvik í dag Öflugar dælur voru fluttar til Helguvíkur í nótt til að taka við olíudælingu úr sementsflutningaskipinu Fjordvik, sem strandaði þar í fyrrinótt, þar sem dæling gekk ekki sem skyldi í gær. 5. nóvember 2018 07:17
Tryggja skipið áður en lægð gengur inn á land á morgun Búist við að búið verði að ná allri þeirri olíu sem hægt er að ná úr skipinu, í kvöld 5. nóvember 2018 18:45