Framhaldsskólanemar tregir til þátttöku í skuggakosningum Heimir Már Pétursson skrifar 11. apríl 2018 20:30 Reynt er að efla áhuga ungs fólks á borgarstjórnarmálum með framboðsfundum og skuggakosningum en þótt kjörstaðirnir í þeim séu færðir inn í framhaldsskólana er þátttakan lítil. Dagur B. Eggertsson nýtur mun meira fylgis í embætti borgarstjóra en fylgi Samfylkingarinnar gefur til kynna samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær stefnir í met í fjölda framboða fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í vor og gætu þau orðið að minnsta kosti fjórtán. Þá þarf minna fylgi nú en áður til að ná inn borgarfulltrúa, því borgarfulltrúum verður fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá. Kosningabaráttan fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er hafin í framhaldsskólum borgarinnar. Samhliða framboðskynningum fara fram skuggakosningar til borgarstjórnar í skólunum. „Þetta er eiginlega æfing í því að taka þátt í lýðræðislegum kosningum. Við reynum að herma eftir því hvernig raunverulegar kosningar fara fram,“ segir Róbert Ferdinandsson kennari á félagsfræðibraut Fjölbrautaskólans við Ármúla. Þannig sé til dæmis gefin út kjörskrá og frambjóðendur mæti í skólana til að kynna stefnumál sín og sitja fyrir svörum eins og í FÁ í morgun.Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson.Vísir/SamsettYngstu kjósendurnir hafa verið tregastir til að mæta á kjörstað í almennum kosningum og það á líka við í skuggkosningunum þótt kjörklefinn sé færður inn í skólana.„Hún hefur verið svona svipuð, því miður eins og þekkist, í kringum 40 prósent. En aðalatriðið í okkar huga er að virkja sem flesta,“ segir Róbert.Samkvæmt könnun sem Fréttablaðið birtir í dag myndu 45 prósent þeirra sem taka afstöðu vilja Dag B. Eggertsson áfram í stól borgarstjóra, 30 prósent Eyþór Arnalds en aðrir njóta eins stafs fylgis í embættið.Ertu sáttur við það?„Mér finnst þetta mjög góð byrjun. Að vera með 30 prósenta stuðning í þetta embætti. Langmestan stuðning fyrir utan sitjandi borgarstjóra sem hefur meiri stuðning eins og staðan er í dag,“ segir Eyþór.Dagur er þakklátur fyrir stuðninginn.„Reyndar tek ég þetta ekki bara til mín heldur í raun til alls meirihlutans. Því ég held að það hafi vakið athygli að við höfum unnið mjög vel saman sem einn maður. Fólk á því kannski ekki að venjast í pólitík og vill meira af því,“ segir Dagur B. Eggertsson. Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Reynt er að efla áhuga ungs fólks á borgarstjórnarmálum með framboðsfundum og skuggakosningum en þótt kjörstaðirnir í þeim séu færðir inn í framhaldsskólana er þátttakan lítil. Dagur B. Eggertsson nýtur mun meira fylgis í embætti borgarstjóra en fylgi Samfylkingarinnar gefur til kynna samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær stefnir í met í fjölda framboða fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í vor og gætu þau orðið að minnsta kosti fjórtán. Þá þarf minna fylgi nú en áður til að ná inn borgarfulltrúa, því borgarfulltrúum verður fjölgað úr fimmtán í tuttugu og þrjá. Kosningabaráttan fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor er hafin í framhaldsskólum borgarinnar. Samhliða framboðskynningum fara fram skuggakosningar til borgarstjórnar í skólunum. „Þetta er eiginlega æfing í því að taka þátt í lýðræðislegum kosningum. Við reynum að herma eftir því hvernig raunverulegar kosningar fara fram,“ segir Róbert Ferdinandsson kennari á félagsfræðibraut Fjölbrautaskólans við Ármúla. Þannig sé til dæmis gefin út kjörskrá og frambjóðendur mæti í skólana til að kynna stefnumál sín og sitja fyrir svörum eins og í FÁ í morgun.Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson.Vísir/SamsettYngstu kjósendurnir hafa verið tregastir til að mæta á kjörstað í almennum kosningum og það á líka við í skuggkosningunum þótt kjörklefinn sé færður inn í skólana.„Hún hefur verið svona svipuð, því miður eins og þekkist, í kringum 40 prósent. En aðalatriðið í okkar huga er að virkja sem flesta,“ segir Róbert.Samkvæmt könnun sem Fréttablaðið birtir í dag myndu 45 prósent þeirra sem taka afstöðu vilja Dag B. Eggertsson áfram í stól borgarstjóra, 30 prósent Eyþór Arnalds en aðrir njóta eins stafs fylgis í embættið.Ertu sáttur við það?„Mér finnst þetta mjög góð byrjun. Að vera með 30 prósenta stuðning í þetta embætti. Langmestan stuðning fyrir utan sitjandi borgarstjóra sem hefur meiri stuðning eins og staðan er í dag,“ segir Eyþór.Dagur er þakklátur fyrir stuðninginn.„Reyndar tek ég þetta ekki bara til mín heldur í raun til alls meirihlutans. Því ég held að það hafi vakið athygli að við höfum unnið mjög vel saman sem einn maður. Fólk á því kannski ekki að venjast í pólitík og vill meira af því,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Kosningar 2018 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Yfir 40 prósent segjast óánægð með Dag Yfir 40 prósent í könnun Fréttablaðsins og vefmiðilsins frettabladid.is eru óánægð með störf Dags B. Eggertssonar. Hann er þó sá sem flestir vilja sem borgarstjóra. 11. apríl 2018 06:00