Sýndi mótþróa og gekk laus mínútum síðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2018 10:28 Sveinn Gestur ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni, í dómsal. Vísir/Ernir Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í Landsrétti í máli ákæurvaldsins á hendur honum, en þó ekki lengur en til föstudagsins 15. júní. Sveinn Gestur var í héraðsdómi í desember dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, Sveinn hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar þar sem málið bíður meðferðar. Það er ekki enn komið á dagskrá Landsréttar.Neitaði að koma fyrir dóminn Sveinn Gestur hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 8. júní í fyrra og var síðast gert að sæta gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp sama dag og fyrrgreindur dómur. Var gæsluvarðhald markaður tími til 12. mars 2018 klukkan 16 og undi Sveinn þeim úrskurði. Þann 12. mars klukkan 15:45 krafðist saksóknari áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir Sveini Gesti og var verjandi Sveins Gests mættur fyrir hans hönd í héraðsdóm. Dóminum höfðu borist þær upplýsingar að Sveinn hefði sýnt mótþróa þegar færa átti hann fyrir dóminn, hann hefði neitað að koma fyrir dóminn. Óskaði verjandi eftir stuttum fresti til að hægt væri að koma Sveini Gesti úr fangelsinu á Hólmsheiði í héraðsdóm til að vera viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins. Klukkan 16 rann hins vegar gæsluvarðhaldið yfir Sveini Gesti út án þess að það hefði verið framlengt, enda dómari, verjandi og saksóknari í dómsal að bíða komu Sveins Gests.Skapaði aðstæðurnar sjálfur Kemur fram í gögnum að Sveinn Gestur hafi gengið laus í innan við fimm mínútur áður en hann var handtekinn aftur og færður í dómsal þar sem krafan um gæsluvarðhald var tekin fyrir klukkan 17. Var Sveinn Gestur úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til dómur í máli hans fellur í Landsrétti, þó ekki síður en 15. júní. Þennan úrskurð kærði verjandi Sveins Gests til Landsréttar á þeirri forsendu að varðhald hefði runnið út án þess að krafa hefði verið sett fram um frekara varðhald. Landsréttur benti á að ástæða þess að krafan hefði ekki verið tekin fyrir hefði verið vegna aðstæðna sem Sveinn Gestur hefði sjálfur skapað. „Þótt sakborningur eigi ávallt rétt til þess að koma fyrir dóm þegar krafist er framlengingar á gæsluvarðhaldi, standa lög ekki til þess að vísa beri frá slíkri kröfu, þegar ekki reynist unnt að kynna hana fyrir sakborningi áður en fyrra gæsluvarðhaldi lýkur vegna ástæðna sem raktar verða til sakbornings sjálfs.“ Var kröfu verjanda hans því hafnað og úrskurðurinn úr héraði staðfestur. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Sveinn Gestur gekk laus fyrir mistök Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, var óvænt sleppt úr haldi í gær. 13. mars 2018 05:56 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í Landsrétti í máli ákæurvaldsins á hendur honum, en þó ekki lengur en til föstudagsins 15. júní. Sveinn Gestur var í héraðsdómi í desember dæmdur til sex ára fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, Sveinn hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar þar sem málið bíður meðferðar. Það er ekki enn komið á dagskrá Landsréttar.Neitaði að koma fyrir dóminn Sveinn Gestur hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 8. júní í fyrra og var síðast gert að sæta gæsluvarðhaldi með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp sama dag og fyrrgreindur dómur. Var gæsluvarðhald markaður tími til 12. mars 2018 klukkan 16 og undi Sveinn þeim úrskurði. Þann 12. mars klukkan 15:45 krafðist saksóknari áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir Sveini Gesti og var verjandi Sveins Gests mættur fyrir hans hönd í héraðsdóm. Dóminum höfðu borist þær upplýsingar að Sveinn hefði sýnt mótþróa þegar færa átti hann fyrir dóminn, hann hefði neitað að koma fyrir dóminn. Óskaði verjandi eftir stuttum fresti til að hægt væri að koma Sveini Gesti úr fangelsinu á Hólmsheiði í héraðsdóm til að vera viðstaddur uppkvaðningu úrskurðarins. Klukkan 16 rann hins vegar gæsluvarðhaldið yfir Sveini Gesti út án þess að það hefði verið framlengt, enda dómari, verjandi og saksóknari í dómsal að bíða komu Sveins Gests.Skapaði aðstæðurnar sjálfur Kemur fram í gögnum að Sveinn Gestur hafi gengið laus í innan við fimm mínútur áður en hann var handtekinn aftur og færður í dómsal þar sem krafan um gæsluvarðhald var tekin fyrir klukkan 17. Var Sveinn Gestur úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til dómur í máli hans fellur í Landsrétti, þó ekki síður en 15. júní. Þennan úrskurð kærði verjandi Sveins Gests til Landsréttar á þeirri forsendu að varðhald hefði runnið út án þess að krafa hefði verið sett fram um frekara varðhald. Landsréttur benti á að ástæða þess að krafan hefði ekki verið tekin fyrir hefði verið vegna aðstæðna sem Sveinn Gestur hefði sjálfur skapað. „Þótt sakborningur eigi ávallt rétt til þess að koma fyrir dóm þegar krafist er framlengingar á gæsluvarðhaldi, standa lög ekki til þess að vísa beri frá slíkri kröfu, þegar ekki reynist unnt að kynna hana fyrir sakborningi áður en fyrra gæsluvarðhaldi lýkur vegna ástæðna sem raktar verða til sakbornings sjálfs.“ Var kröfu verjanda hans því hafnað og úrskurðurinn úr héraði staðfestur.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Sveinn Gestur gekk laus fyrir mistök Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, var óvænt sleppt úr haldi í gær. 13. mars 2018 05:56 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Sveinn Gestur gekk laus fyrir mistök Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, var óvænt sleppt úr haldi í gær. 13. mars 2018 05:56