Telja lík Hauks enn vera í þorpinu þar sem hann féll Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. mars 2018 19:30 Móðir Hauks Hilmarssonar fékk í gær afhent skjöl sem staðfesta að Haukur hafi fallið í loftárás Tyrkja í Sýrlandi. Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. Meðal gagna sem fjölskyldu Hauks voru afhent í Glasgow í gær eru bréf frá félögum hans í YPG, hersveit kúrda og yfirlýsing um fall Hauks. Í samtali við fréttastofu segir Alan Semo, fulltrúi útlagastjórnar Kúrda í Bretlandi sem talar máli YPG, að þrír liðsmenn YPG hafi fallið í umræddri árás, Haukur auk tveggja annarra. „Þetta gerðist í Afrín, við þorpið Badina. Þar voru fimm liðsmanna okkar í hóp. Fimm þeirra héldu hæð og vernduðu þorpsbúa gegn innrás tyrkneskra innrásarsveita,“ segir Semo. „Móðirin Eva [Hauksdóttir] hitti okkur og við reyndum að hjálpa henni. Við stöndum öll saman í nafni mannúðar, lýðræðis og friðar. Við verjum okkur sjálf en gerum ekki árásir á aðra.“ Kúrdar telja að lík Hauks sé ennþá í þorpinu Batima en ekki hafi tekist að endurheimta það vegna tíðra loftárása. Vonir séu þó bundnar við að það takist að endurheimta lík Hauks og koma því heim. „Hvorki tyrkneskar né kúrdískar hersveitir geta kannað svæðið, þetta er hættulegt hernaðarsvæði vegna stöðugra skotárása.“ Aðspurður segist hann ekki geta tjáð sig um það hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir YPG. „Ég get ekki tjáð mig um það því það er hernaðar og öryggismál,“ segir Semo. Ástandið á svæðinu er flókið líkt og þekkt er en Kúrdar í Sýrlandi syrgja Hauk og segja hann hetju á meðan Tyrkir líta svo á að hryðjuverkamaður sé fallinn. Semo segir Kúrda senda samúðarkveðjur til fjölskyldu Hauks og vina auk Íslendingra allra. Uppfært: Í fréttinni kom áður fram að dánarvottorð hafi verið meðal gagna sem fjölskylda Hauks fékk afhent í gær. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við ábendingar frá fjölsyldu hans um að svo sé ekki. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Eva Hauksdóttir birtir hjartnæma minningu um Hauk son sinn. 9. mars 2018 16:40 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Móðir Hauks Hilmarssonar fékk í gær afhent skjöl sem staðfesta að Haukur hafi fallið í loftárás Tyrkja í Sýrlandi. Fulltrúi útlagastjórnar sýrlenskra Kúrda í Afrin segir lík Hauks ennþá vera í þorpinu þar sem hann féll en kveðst í samtali við fréttastofu hvorki geta sagt af né á um hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir kúrda í Sýrlandi. Meðal gagna sem fjölskyldu Hauks voru afhent í Glasgow í gær eru bréf frá félögum hans í YPG, hersveit kúrda og yfirlýsing um fall Hauks. Í samtali við fréttastofu segir Alan Semo, fulltrúi útlagastjórnar Kúrda í Bretlandi sem talar máli YPG, að þrír liðsmenn YPG hafi fallið í umræddri árás, Haukur auk tveggja annarra. „Þetta gerðist í Afrín, við þorpið Badina. Þar voru fimm liðsmanna okkar í hóp. Fimm þeirra héldu hæð og vernduðu þorpsbúa gegn innrás tyrkneskra innrásarsveita,“ segir Semo. „Móðirin Eva [Hauksdóttir] hitti okkur og við reyndum að hjálpa henni. Við stöndum öll saman í nafni mannúðar, lýðræðis og friðar. Við verjum okkur sjálf en gerum ekki árásir á aðra.“ Kúrdar telja að lík Hauks sé ennþá í þorpinu Batima en ekki hafi tekist að endurheimta það vegna tíðra loftárása. Vonir séu þó bundnar við að það takist að endurheimta lík Hauks og koma því heim. „Hvorki tyrkneskar né kúrdískar hersveitir geta kannað svæðið, þetta er hættulegt hernaðarsvæði vegna stöðugra skotárása.“ Aðspurður segist hann ekki geta tjáð sig um það hvort fleiri Íslendingar hafi gengið til liðs við hersveitir YPG. „Ég get ekki tjáð mig um það því það er hernaðar og öryggismál,“ segir Semo. Ástandið á svæðinu er flókið líkt og þekkt er en Kúrdar í Sýrlandi syrgja Hauk og segja hann hetju á meðan Tyrkir líta svo á að hryðjuverkamaður sé fallinn. Semo segir Kúrda senda samúðarkveðjur til fjölskyldu Hauks og vina auk Íslendingra allra. Uppfært: Í fréttinni kom áður fram að dánarvottorð hafi verið meðal gagna sem fjölskylda Hauks fékk afhent í gær. Fréttin hefur verið uppfærð í samræmi við ábendingar frá fjölsyldu hans um að svo sé ekki.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Eva Hauksdóttir birtir hjartnæma minningu um Hauk son sinn. 9. mars 2018 16:40 Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39 Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00
Byltingin ólgaði í æðum Hauks Hilmarssonar Eva Hauksdóttir birtir hjartnæma minningu um Hauk son sinn. 9. mars 2018 16:40
Segir útilokað að vita hvort þau fái lík Hauks "Mér finnst það vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi,“ skrifar Eva. 9. mars 2018 22:39
Kúrdar staðfesta að Haukur sé látinn Fulltrúar útlagastjórnar Kúrda afhentu móður Hauks Hilmarssonar, Evu Hauksdóttur, skjöl um dauða hans í Sýrlandi. 9. mars 2018 21:45