Mætti leikara með typpið úti í búningsklefanum: „Við höfum sjö mínútur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2017 20:43 Leikkonan Sara Martí Guðmundsdóttir hefur sagt frá kynferðisflegri áreitni í leikhúsinu. Vísir/Anton Leikkonan Sara Martí Guðmundsdóttir, er ein þeirra kvenna innan sviðlista og kvikmyndagerðar á Íslandi, sem stigið hefur fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í geiranum. Hún segir að þjóðþekktur leikari hafi káfað á henni í miðri sýningu og birst nakinn í búningsklefa hennar. 548 konur innan sviðlista og kvikmyndagerðar hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þess er krafist að tekið verði á kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundin mismunun í sviðlista- og kvikmyndageiranum. Hafa þær gert 62 sögur um slíkt opinberar. Sara Martí sagði sögu sína í Kastljósinu á RÚV í kvöld. Þar greindi hún frá því að þegar hún var nýútskrifuð úr leiklistarskóla hafi hún fengið hlutverk í barnasýningu í stóru leikhhúsi. Þar hafi leikari einn tekið vel á móti henni, sýnt henni leikhúsið og kynnt hana fyrir starfsfólkinu. Svo gerist það að þegar við frumsýnum byrja alls konar skrýtnir hlutir að gerast á miðjum sýningum. Við erum kannski í hópsenu fyrir framan heilan sal af fólki þar sem ég finn fyrir einhverju káfi á rassinum á mér og maður er ekkert í neinni aðstöðu til að gera eitt né neitt í svoleiðis aðstæðum,“ sagði Sara Martí. Nokkrum sýningum síðar hafi leikarinn þó fært sinn enn frekar upp á skaftið en þegar Sara Martí fór inn í búningsklefa sinn til þess að skipta búning beið leikarinn hennar þar inni. „Þar er þessi, að ég hélt vinur minn, inn á búningsherberginu mínu, búinn að klæða sig úr með typpið úti og segir: „Við höfum sjö mínútur““. Sagði Sara Martí að við þetta hafi hún lamast og orðið mjög hrædd, enda hafi sýningin enn verið í gangi. Til þess að losna undan leikaranum hafi hún sagt við leikarinn að einhver gæti hafa séð hann fara inn. Því næst hafi hún gripið búninginn sem hún þurfti á að halda og farið út. Hún sagðist ekki hafa sagt neinum frá þessu, fyrr en nú, af ótta við viðbrögðin, þá hafi hún ekki viljað taka slaginn gegn þessum þekkta og vinsæla leikara. „Ég gat ekki sagt, að mér fannst, neinum frá þessu. Ég var bara nýútskrifuð, búin að vinna þarna í kortér. Hann var vinsælasti maðurinn á svæðinu, með rosalega háan status og ótrúlega vel liðinn. Mér fannst ég ekkert hafa í hann og að ég yrði bara stimpluð sem erfiða, vesenis nýja leikkonan.“ MeToo Kynferðisofbeldi Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Leikkonan Sara Martí Guðmundsdóttir, er ein þeirra kvenna innan sviðlista og kvikmyndagerðar á Íslandi, sem stigið hefur fram og greint frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi í geiranum. Hún segir að þjóðþekktur leikari hafi káfað á henni í miðri sýningu og birst nakinn í búningsklefa hennar. 548 konur innan sviðlista og kvikmyndagerðar hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem þess er krafist að tekið verði á kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundin mismunun í sviðlista- og kvikmyndageiranum. Hafa þær gert 62 sögur um slíkt opinberar. Sara Martí sagði sögu sína í Kastljósinu á RÚV í kvöld. Þar greindi hún frá því að þegar hún var nýútskrifuð úr leiklistarskóla hafi hún fengið hlutverk í barnasýningu í stóru leikhhúsi. Þar hafi leikari einn tekið vel á móti henni, sýnt henni leikhúsið og kynnt hana fyrir starfsfólkinu. Svo gerist það að þegar við frumsýnum byrja alls konar skrýtnir hlutir að gerast á miðjum sýningum. Við erum kannski í hópsenu fyrir framan heilan sal af fólki þar sem ég finn fyrir einhverju káfi á rassinum á mér og maður er ekkert í neinni aðstöðu til að gera eitt né neitt í svoleiðis aðstæðum,“ sagði Sara Martí. Nokkrum sýningum síðar hafi leikarinn þó fært sinn enn frekar upp á skaftið en þegar Sara Martí fór inn í búningsklefa sinn til þess að skipta búning beið leikarinn hennar þar inni. „Þar er þessi, að ég hélt vinur minn, inn á búningsherberginu mínu, búinn að klæða sig úr með typpið úti og segir: „Við höfum sjö mínútur““. Sagði Sara Martí að við þetta hafi hún lamast og orðið mjög hrædd, enda hafi sýningin enn verið í gangi. Til þess að losna undan leikaranum hafi hún sagt við leikarinn að einhver gæti hafa séð hann fara inn. Því næst hafi hún gripið búninginn sem hún þurfti á að halda og farið út. Hún sagðist ekki hafa sagt neinum frá þessu, fyrr en nú, af ótta við viðbrögðin, þá hafi hún ekki viljað taka slaginn gegn þessum þekkta og vinsæla leikara. „Ég gat ekki sagt, að mér fannst, neinum frá þessu. Ég var bara nýútskrifuð, búin að vinna þarna í kortér. Hann var vinsælasti maðurinn á svæðinu, með rosalega háan status og ótrúlega vel liðinn. Mér fannst ég ekkert hafa í hann og að ég yrði bara stimpluð sem erfiða, vesenis nýja leikkonan.“
MeToo Kynferðisofbeldi Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Tjaldið fellur: Konur úr sviðslistum og kvikmyndagerð segja frá ofbeldi og kynferðislegri áreitni 548 konur hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. 27. nóvember 2017 20:01
Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00