Fagna opinni umræðu um kynferðislega áreitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 19:35 Umræða um kynferðislega áreitni og misbeitingu valds innan listaheimsins hefur verið áberandi síðustu misseri. Vísir/GVA Fulltrúar 12 íslenskra menningarstofnana og fagfélaga hittust á fundi í dag þar sem þau ræddu kynferðislega áreitni, ofbeldi og misbeitingu á valdi í sviðslistum og í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði á Íslandi. Þau sem áttu fulltrúa á fundinum voru Félag íslenskra leikara, Félag leikstjóra á Íslandi, Félag leikskálda og handritshöfunda, Bandalag íslenskra listamanna, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Menningarfélag Akureyrar, Íslenska Óperan, Sjálfstæðu leikhúsin, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Samtök kvikmyndaleikstjóra og RÚV. „Fundurinn fagnar opinni umræðu og hvetur til óháðrar og faglegrar úttektar á vegum Mennta – og menningarmálaráðherra og Félags – og jafnréttismálaráðherra á umfangi og birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni, ofbeldis og misbeitingar á valdi í sviðslistum og í kvikmynda – og sjónvarpsiðnaði á Íslandi,“ segir í tilkynningu sem Félag íslenskra leikara sendi fyrir hönd hópsins. Hundruð kvenna hafa stigið fram á síðustu vikum og sagt frá áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan skemmtanaiðnaðarins í Hollywood og víðar um heim. Í síðustu viku stigu tæplega 600 sænskar leikkonur fram og sögðu frá því að samstarfsmenn eða yfirmenn þeirra hefðu beitt þær kynferðislegri áreitni eða grófu ofbeldi. Eftir viðtöl blaðamanns við núverandi og fyrrverandi leikhússtjóra hér á landi er ljóst að fáar tilkynningar koma inn á þeirra borð um kynferðislega áreitni, kynferðisofbeldi eða misbeitingu valds innan leikhúsanna. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir rannsókn innan leiklistarinnar á áreitni í algjörum forgangi. „Það er náttúrulega ólíðandi, til að mynda í þessu umhverfi sem að töluverðu leyti er rekið með styrkjum eða almannafé, að áreitni og valdamisvægi eins og þarna er lýst líðist,“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi í dag. MeToo Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir segir að konur séu sterkara kynið og vorkennir körlum. 15. nóvember 2017 12:45 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Fulltrúar 12 íslenskra menningarstofnana og fagfélaga hittust á fundi í dag þar sem þau ræddu kynferðislega áreitni, ofbeldi og misbeitingu á valdi í sviðslistum og í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði á Íslandi. Þau sem áttu fulltrúa á fundinum voru Félag íslenskra leikara, Félag leikstjóra á Íslandi, Félag leikskálda og handritshöfunda, Bandalag íslenskra listamanna, Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur í Borgarleikhúsi, Menningarfélag Akureyrar, Íslenska Óperan, Sjálfstæðu leikhúsin, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, Samtök kvikmyndaleikstjóra og RÚV. „Fundurinn fagnar opinni umræðu og hvetur til óháðrar og faglegrar úttektar á vegum Mennta – og menningarmálaráðherra og Félags – og jafnréttismálaráðherra á umfangi og birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni, ofbeldis og misbeitingar á valdi í sviðslistum og í kvikmynda – og sjónvarpsiðnaði á Íslandi,“ segir í tilkynningu sem Félag íslenskra leikara sendi fyrir hönd hópsins. Hundruð kvenna hafa stigið fram á síðustu vikum og sagt frá áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan skemmtanaiðnaðarins í Hollywood og víðar um heim. Í síðustu viku stigu tæplega 600 sænskar leikkonur fram og sögðu frá því að samstarfsmenn eða yfirmenn þeirra hefðu beitt þær kynferðislegri áreitni eða grófu ofbeldi. Eftir viðtöl blaðamanns við núverandi og fyrrverandi leikhússtjóra hér á landi er ljóst að fáar tilkynningar koma inn á þeirra borð um kynferðislega áreitni, kynferðisofbeldi eða misbeitingu valds innan leikhúsanna. Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segir rannsókn innan leiklistarinnar á áreitni í algjörum forgangi. „Það er náttúrulega ólíðandi, til að mynda í þessu umhverfi sem að töluverðu leyti er rekið með styrkjum eða almannafé, að áreitni og valdamisvægi eins og þarna er lýst líðist,“ sagði Þorsteinn í samtali við Vísi í dag.
MeToo Leikhús Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir segir að konur séu sterkara kynið og vorkennir körlum. 15. nóvember 2017 12:45 Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00 Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir segir að konur séu sterkara kynið og vorkennir körlum. 15. nóvember 2017 12:45
Segir rannsókn innan leiklistarinnar í forgangi: „Grafalvarlegir hlutir sem að þarna eru á ferðinni“ Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttismálaráðherra segir mikilvægt að taka alvarlega ábendingar um áreitni og valdaójafnvægi í leiklistarheiminum hér á landi. 17. nóvember 2017 10:00
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00