Segir hlut kvenna of lítinn í Sjálfstæðisflokknum Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 01:35 Valgerður Gunnarsdóttir Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er úti eins og staðan er núna. Hún tekur því hins vegar af æðruleysi hvað varðar sjálfa sig en segir það mikil vonbrigði ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins missir þrjár konur á einu bretti í þessum kosningum. „Ég tek alltaf því sem höndum ber. það er ekki öll nótt úti enn og við bíðum bara og sjáum til hvað gerist,“ segir Valgerður. „Það eru ekki nein vonbrigði hjá mér á þessu stigi. Ég mun bara vinna úr þeirri stöðu sem kemur upp. Lífið býður upp á nýja möguleika ef eitthvað fer ekki eins og maður hefði óskað á tilteknu augnabliki.“ Samkvæmt þeim atkvæðum sem nú hafa verið talin eru Sjálfstæðismenn að missa þrjár konur úr þingliði sínu. Þær eru, auk Valgerðar, þær Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins. Þetta segir Valgerður vera afar slæmt fyrir Sjálfstæðismenn og að hlutur kvenna sé ekki nægilega góður. „Ég verð samt sem áður að segja að það sem veldur vonbrigðum er að konunum, miðað við þær tölur sem við sjáum núna, fækkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Það er alls ekki gott. Ég vil sjá hlut kvenna meiri í Sjálfstæðisflokknum. Vonbrigðin felast þá í því,“ bætir Valgerður við. Líklegt er að átta flokkar komist á þing á næsta kjörtímabili. Valgerður segir það geta verið dýrt fyrir þjóðina að hafa svo marga flokka á þingi. „Ég held að það verði ekki gott að vera með svona marga flokka á þingi. Bæði vegna þess að það þarf að sætta mörg sjónarmið en einnig vegna þess að það er dýrara fyrir samfélagið að vera með svona marga flokka. Þegar við horfum á átta flokka á þingi höfum við átta formenn á þingi og hver þeirra verður á einum og hálfum þinglaunum. Það er bara dýrt,“ segir Valgerður. Kosningar 2017 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Valgerður Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er úti eins og staðan er núna. Hún tekur því hins vegar af æðruleysi hvað varðar sjálfa sig en segir það mikil vonbrigði ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins missir þrjár konur á einu bretti í þessum kosningum. „Ég tek alltaf því sem höndum ber. það er ekki öll nótt úti enn og við bíðum bara og sjáum til hvað gerist,“ segir Valgerður. „Það eru ekki nein vonbrigði hjá mér á þessu stigi. Ég mun bara vinna úr þeirri stöðu sem kemur upp. Lífið býður upp á nýja möguleika ef eitthvað fer ekki eins og maður hefði óskað á tilteknu augnabliki.“ Samkvæmt þeim atkvæðum sem nú hafa verið talin eru Sjálfstæðismenn að missa þrjár konur úr þingliði sínu. Þær eru, auk Valgerðar, þær Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins. Þetta segir Valgerður vera afar slæmt fyrir Sjálfstæðismenn og að hlutur kvenna sé ekki nægilega góður. „Ég verð samt sem áður að segja að það sem veldur vonbrigðum er að konunum, miðað við þær tölur sem við sjáum núna, fækkar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Það er alls ekki gott. Ég vil sjá hlut kvenna meiri í Sjálfstæðisflokknum. Vonbrigðin felast þá í því,“ bætir Valgerður við. Líklegt er að átta flokkar komist á þing á næsta kjörtímabili. Valgerður segir það geta verið dýrt fyrir þjóðina að hafa svo marga flokka á þingi. „Ég held að það verði ekki gott að vera með svona marga flokka á þingi. Bæði vegna þess að það þarf að sætta mörg sjónarmið en einnig vegna þess að það er dýrara fyrir samfélagið að vera með svona marga flokka. Þegar við horfum á átta flokka á þingi höfum við átta formenn á þingi og hver þeirra verður á einum og hálfum þinglaunum. Það er bara dýrt,“ segir Valgerður.
Kosningar 2017 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira