Konum fækkar mikið á þingi og elsti þingmaður lýðveldistímans að ná kjöri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. október 2017 03:56 Frá kosningavöku Sjálfstæðisflokksins en aðeins fjórar konur ná kjöri fyrir flokkinn eins og staðan er núna, rétt fyrir klukkan fjögur á kosninganótt. vísir/ernir Verði niðurstaða kosninganna í samræmi við stöðuna eins og hún er núna mun konum fækka mikið á Alþingi frá því sem var á seinasta kjörtímabili. Þá höfðu aldrei eins margar konur náð kjöri, eða alls 30, en nú eru 23 konur inni á þingi miðað við nýjustu tölur klukkan þrjú í nótt. Það þýðir að 40 karlar muni ná kjöri og verður kynjahlutfallið þá 63 prósent karlar á móti 37 prósent konum. Á síðasta kjörtímabili var hlutfall kvenna hins vegar 48 prósent. Af þeim þingmönnum sem eru inni núna er Halldór Gunnarsson í Holti elsti þingmaðurinn sem nær kjöri en hann er jöfnunarþingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðausturkjördæmi. Halldór er 76 ára, 9 mánaða og 14 daga og verður elsti þingmaður lýðveldistímans nái hann kjöri. Sitji hann út kjörtímabilið slær hann met Sighvats Árnasonar sem var tæplega 79 ára þegar hann lauk þingsetu í ágúst 1902. Halldór yrði því elsti þingmaður Íslandssögunnar klári hann kjörtímabilið. Alls 16 þingmenn missa sæti sín á þingi miðað við stöðuna eins og hún er nú, þar á meðal Teitur Björn Einarsson, Hildur Sverrisdóttir, Pawel Bartoszek, Andrés Ingi Jónsson og Gunnar Hrafn Jónsson.Uppfært klukkan 04:04: Hlutirnir gerast hratt á kosninganótt og nú er Halldór í Holti dottinn út af þingi. Það verður spennandi að sjá hvort að hann nái kjöri og verði þar með elsti þingmaðurinn til að ná kjöri á lýðveldistímanum. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15 Segir finnsku leiðina koma til greina við stjórnarmyndun Hver þingmaður mun reynast dýrmætur í þeirri flóknu stöðu sem blasir við vegna stjórnarmyndunar. 29. október 2017 02:20 Segir hlut kvenna of lítinn í Sjálfstæðisflokknum Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir eru ekki inni eins og staðan er núna. 29. október 2017 01:35 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Verði niðurstaða kosninganna í samræmi við stöðuna eins og hún er núna mun konum fækka mikið á Alþingi frá því sem var á seinasta kjörtímabili. Þá höfðu aldrei eins margar konur náð kjöri, eða alls 30, en nú eru 23 konur inni á þingi miðað við nýjustu tölur klukkan þrjú í nótt. Það þýðir að 40 karlar muni ná kjöri og verður kynjahlutfallið þá 63 prósent karlar á móti 37 prósent konum. Á síðasta kjörtímabili var hlutfall kvenna hins vegar 48 prósent. Af þeim þingmönnum sem eru inni núna er Halldór Gunnarsson í Holti elsti þingmaðurinn sem nær kjöri en hann er jöfnunarþingmaður fyrir Flokk fólksins í Norðausturkjördæmi. Halldór er 76 ára, 9 mánaða og 14 daga og verður elsti þingmaður lýðveldistímans nái hann kjöri. Sitji hann út kjörtímabilið slær hann met Sighvats Árnasonar sem var tæplega 79 ára þegar hann lauk þingsetu í ágúst 1902. Halldór yrði því elsti þingmaður Íslandssögunnar klári hann kjörtímabilið. Alls 16 þingmenn missa sæti sín á þingi miðað við stöðuna eins og hún er nú, þar á meðal Teitur Björn Einarsson, Hildur Sverrisdóttir, Pawel Bartoszek, Andrés Ingi Jónsson og Gunnar Hrafn Jónsson.Uppfært klukkan 04:04: Hlutirnir gerast hratt á kosninganótt og nú er Halldór í Holti dottinn út af þingi. Það verður spennandi að sjá hvort að hann nái kjöri og verði þar með elsti þingmaðurinn til að ná kjöri á lýðveldistímanum.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15 Segir finnsku leiðina koma til greina við stjórnarmyndun Hver þingmaður mun reynast dýrmætur í þeirri flóknu stöðu sem blasir við vegna stjórnarmyndunar. 29. október 2017 02:20 Segir hlut kvenna of lítinn í Sjálfstæðisflokknum Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir eru ekki inni eins og staðan er núna. 29. október 2017 01:35 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Sigmundur sagði Framsóknarflokkinn hafa treyst á Miðflokksmann til að leiða hann til sigurs Það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti á kosningavöku Miðflokksins þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ávarpaði flokksmenn núna á öðrum tímanum í nótt. 29. október 2017 02:15
Segir finnsku leiðina koma til greina við stjórnarmyndun Hver þingmaður mun reynast dýrmætur í þeirri flóknu stöðu sem blasir við vegna stjórnarmyndunar. 29. október 2017 02:20
Segir hlut kvenna of lítinn í Sjálfstæðisflokknum Valgerður Gunnarsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir eru ekki inni eins og staðan er núna. 29. október 2017 01:35