Ætlar heilt maraþon ef hann nær að safna 300 þúsund: "Þó að ég þurfi að skríða það þá fer ég“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 21:00 Þorvaldur segist síður en svo vera vanur hlaupari en ætlar ekki að skorast undan áskoruninni. Erlingur Erlingsson Þorvaldur Daníelsson skráði sig í gær í 10 kílómetra hlaup í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Þegar hann sagði frá því á Facebook tilkynnti hann að ef áheitasöfnun hans færi yfir 100.000 krónur myndi hann breyta skráningu sinni og fara hálft maraþon, 21,2 kílómeter. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og náðist markmiðið á innan við sólahring. Hann ætlar ekki að skorast undan áskoruninni sem gæti orðið að heilu maraþoni. „Að sjálfsögðu, ég segi ekki svona og stend svo ekki við það. Ég skokka og labba bara,“ segir Þorvaldur kátur þegar blaðamaður hafði samband við hann. Þorvaldur segist síður en svo vera vanur hlaupari en hefur þó óskað eftir breytingu á skráningu sinni yfir í hálfmaraþon. „Ég er meira að segja með ónýt hné. Ég er meira að hjóla,“ segir Þorvaldur sem er stofnandi Hjólakrafts. „Ég hef stundum farið í WOW Cyclothon með hóp af krökkum, við vorum með 11 lið í ár.“Safnar fyrir stúlkur í NepalÞorvaldur safnar fyrir góðgerðarsamtökin Empower Nepali Girls – Íslandsdeild, sem styðja nú 280 stúlkur til náms. Á áheitasíðunni sinni segir hann: „Hún Guðrún Harpa Bjarnadóttir, vinkona mín, skaust til Nepal og það breytti lífi hennar. Með því að styðja við bakið á nepölskum stelpum er hægt að breyta lífi þeirra á svo ótrúlegan hátt og Guðrún Harpa hefur brunnið fyrir því að leggja þeim lið... ég vil leggja mitt á vogarskálar og ætla því að sultast eitthvað í þessu hlaupi - það verður ekki á neinum spennandi tíma en hverjum liggur á?“ Hann hefur lengst farið 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu svo hans bíður sannarlega krefjandi áskorun, hálfmaraþon eða jafnvel maraþon. Einn af vinum Þorvalds á Facebook spurði hvað þyrfti að borga honum fyrir að fara heilt maraþon á laugardag, 42,2 kílómetra. Þorvaldur var snöggur að svara því: „ekki mér - Empower Nepali Girls - myndi gera það fyrir 300.000.“ „Reykjavíkurmaraþonið er svo sniðug leið fyrir fólk til þess að safna áheitum fyrir góðgerðarfélög. Á sama tíma getur fólk líka, líkt og ég er að gera, sett eitthvað markmið og þá verður til einhver stemning sem ýtir við manni og einhverjum fleirum kannski. Maður getur notað þetta pepp til þess að fara framúr sjálfum sér, maður getur alltaf miklu meira en maður heldur.“Eins og sjá má skráði Þorvaldur sig upprunalega í 10 km hlaupEfast ekki í eina mínútu Þorvaldur segir að öll þessi góðgerðarfélög sem er verið að safna fyrir í Reykjavíkurmaraþoninu séu að vinna gott starf. „Á bakvið þessi félög er svo líka fólk sem er að heyja allskonar baráttur sem það hefur jafnvel ekki kosið sér sjálft. Það er því sjálfsagt mál að nota tækifærið og leggja því við.“ Þegar þetta er skrifað var áheitasöfnun Þorvaldar komin í 110.000 krónur. „Ég efast ekki um það í eina mínútu að ég fari þennan 21 kílómeter,“ segir Þorvaldur. Aðspurður um það hvort hann fari í heilt maraþon ef áheitasöfnunin fer í 300.000 svarar hann einfaldlega: „Þó að ég þurfi að skríða það þá fer ég.“Hér má finna áheitasíðu Þorvaldar. Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47 Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: „Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Þorvaldur Daníelsson skráði sig í gær í 10 kílómetra hlaup í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardag. Þegar hann sagði frá því á Facebook tilkynnti hann að ef áheitasöfnun hans færi yfir 100.000 krónur myndi hann breyta skráningu sinni og fara hálft maraþon, 21,2 kílómeter. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og náðist markmiðið á innan við sólahring. Hann ætlar ekki að skorast undan áskoruninni sem gæti orðið að heilu maraþoni. „Að sjálfsögðu, ég segi ekki svona og stend svo ekki við það. Ég skokka og labba bara,“ segir Þorvaldur kátur þegar blaðamaður hafði samband við hann. Þorvaldur segist síður en svo vera vanur hlaupari en hefur þó óskað eftir breytingu á skráningu sinni yfir í hálfmaraþon. „Ég er meira að segja með ónýt hné. Ég er meira að hjóla,“ segir Þorvaldur sem er stofnandi Hjólakrafts. „Ég hef stundum farið í WOW Cyclothon með hóp af krökkum, við vorum með 11 lið í ár.“Safnar fyrir stúlkur í NepalÞorvaldur safnar fyrir góðgerðarsamtökin Empower Nepali Girls – Íslandsdeild, sem styðja nú 280 stúlkur til náms. Á áheitasíðunni sinni segir hann: „Hún Guðrún Harpa Bjarnadóttir, vinkona mín, skaust til Nepal og það breytti lífi hennar. Með því að styðja við bakið á nepölskum stelpum er hægt að breyta lífi þeirra á svo ótrúlegan hátt og Guðrún Harpa hefur brunnið fyrir því að leggja þeim lið... ég vil leggja mitt á vogarskálar og ætla því að sultast eitthvað í þessu hlaupi - það verður ekki á neinum spennandi tíma en hverjum liggur á?“ Hann hefur lengst farið 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu svo hans bíður sannarlega krefjandi áskorun, hálfmaraþon eða jafnvel maraþon. Einn af vinum Þorvalds á Facebook spurði hvað þyrfti að borga honum fyrir að fara heilt maraþon á laugardag, 42,2 kílómetra. Þorvaldur var snöggur að svara því: „ekki mér - Empower Nepali Girls - myndi gera það fyrir 300.000.“ „Reykjavíkurmaraþonið er svo sniðug leið fyrir fólk til þess að safna áheitum fyrir góðgerðarfélög. Á sama tíma getur fólk líka, líkt og ég er að gera, sett eitthvað markmið og þá verður til einhver stemning sem ýtir við manni og einhverjum fleirum kannski. Maður getur notað þetta pepp til þess að fara framúr sjálfum sér, maður getur alltaf miklu meira en maður heldur.“Eins og sjá má skráði Þorvaldur sig upprunalega í 10 km hlaupEfast ekki í eina mínútu Þorvaldur segir að öll þessi góðgerðarfélög sem er verið að safna fyrir í Reykjavíkurmaraþoninu séu að vinna gott starf. „Á bakvið þessi félög er svo líka fólk sem er að heyja allskonar baráttur sem það hefur jafnvel ekki kosið sér sjálft. Það er því sjálfsagt mál að nota tækifærið og leggja því við.“ Þegar þetta er skrifað var áheitasöfnun Þorvaldar komin í 110.000 krónur. „Ég efast ekki um það í eina mínútu að ég fari þennan 21 kílómeter,“ segir Þorvaldur. Aðspurður um það hvort hann fari í heilt maraþon ef áheitasöfnunin fer í 300.000 svarar hann einfaldlega: „Þó að ég þurfi að skríða það þá fer ég.“Hér má finna áheitasíðu Þorvaldar.
Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47 Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: „Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Úlfarsfelli breytt í Everest Allir geta fundið sitt eigið Everest á Úlfarsfelli í dag en þar stendur yfir fjáröflun fyrir skólagöngu fátækra stúlkna í Nepal. Hægt verður að fá sér hressingu og kíkja í bænastund í fjaldi að nepölskum sið. 25. maí 2017 12:47
Vill styðja nepalskar stúlkur eftir leiðangur á Everest: „Alveg grátlega algengt að stelpurnar eru giftar barnungar eða seldar í kynlífsþrælkun“ Guðrún Harpa Bjarnadóttir vildi styðja við nepalskt samfélag eftir ferð í grunnbúðir Everest-fjalls í nóvember síðastliðnum. 28. febrúar 2017 23:15