Horizon Zero Dawn: Framtíðin er ekki björt en hún er skemmtileg Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2017 10:00 Söguheimur Horizon Zero Dawn er mjög flottur og auðvelt er að tapa sér í að skoða hann. Hundruðum eða jafnvel þúsundum ára frá deginum í dag, er mannkynið í hættu statt. Það eru fáir eftir sem safnast hafa saman í ættbálka og heyja erfiða lífsbaráttu gegn háþróuðum vélum sem eiga sér leyndan uppruna, en líta út og haga sér eins og risaeðlur og önnur dýr. Fornar rústir háhýsa, skriðdreka og vega liggja undir gróðri eða hafa grafist í jörðina. Þetta er hið skemmtilega og glæsilega sögusvið Horizon Zero Dawn. Sem hin unga, móðurlausa og útskúfaða Aloy þurfa spilarar að leysa ráðgátuna um uppruna sinn, hvað kom fyrir mannkynið og koma í veg fyrir útrýmingu þess í annað sinn.Vopnuð spjóti, bogum, handslöngvu, ýmsum gildrum og einkar hentugum hárlit berst Aloy við ógurleg vélmenni og vonda karla. Hún var þjálfuð af stríðsmanni sem einnig hafði verið útskúfaður frá ættbálkinum Nora og kann öll bestu brögðin. Mér þykir sagan áhugaverð og söguheimurinn flottur og skemmtilegur. Ég átti þó oft mjög erfitt með að fylgja söguþræði leiksins þar sem það var alltaf eitthvað nýtt sem vakti athygli mína. Mér leið skringilega oft eins og James Woods. Það er hins vegar hægt að setja spurningarmerki við þann mikla fjölda aukaverkefna sem hægt er að leysa, og þá sérstaklega seinna meir í leiknum, en þau eru flest leiðinlega svipuð. Hittu þennan, farðu þangað, sæktu þetta, skilaðu þessu og endurtaktu. Oftast er þó „dreptu þennan/þetta“ einhvers staðar þarna inn á milli. Þar að auki þarf Aloy að smíða fjöldann allan af hlutum sjálf. Þar má nefna hinar ýmsu tegundir af skotfærum, gildrur, heilsudrykki og fleira. Hver óvinur sem er felldur skilur eftir sig einhverjar birgðir sem Aloy þarf að taka og nota til smíðanna. Hins vegar átti ég oftar en ekki erfitt með plássleysi og skilningsleysi á því hvað hægt sé að selja og hvað sé best að geyma. Þrátt fyrir að leikurinn segi manni að selja einhvern hlut, kemur stundum í ljós að það var ekki rétt ákvörðun. Inventory kerfi leiksins er mjög umfangsmikið og flókið og maður er endalaust að tína blóm eða brjóta tré í örvar.Öll vélmenni skilja eftir sig einhvers konar drasl sem Aloy þarf að taka.HZD fær mikið lánað úr öðrum leikjum. Aloy getur notað nokkurs konar Witcher/Eagle sýn til að sjá hluti sem aðrir sjá ekki. Hún opnar ný svæði með því að klifra upp miklar hæðir, en reyndar eru það ekki turnar, heldur mjög há risaeðluvélmenni. Birgða og smíðakerfi leiksins minnir á Farcry og það er einnig smá keimur af Mass Effect, svo eitthvað sé nefnt. Þegar Aloy talar við einhverja af fjölmörgum persónum HZD geta spilarar stundum valið á milli nokkurra svarmöguleika, eins og í Mass Effect, en yfirleitt virðist það skipta litlu máli. Gallar Horizon Zero Dawn, eru þó lítilvægir og eiga erfitt með að vega upp á móti því hvað leikurinn lítur vel út og bardagar eru fáránlega skemmtilegir. Þegar Aloy berst við menn snýst það aðallega um að senda örvar í höfuð óvina hennar, en bardagar við vélmennin eru töluvert meira krefjandi. Hægt er að skanna hvert vélmenni fyrir sig og finna veika punkta á þeim. Þá eru til sérstakar örvar sem gera mismunandi skaða. Sumar eru sérhannaðar til að skemma vopn sem vélmenni bera, aðrar eru hannaðar til að losa ytra lag vélmennanna og finna nýja veikleika á þeim. Þá er hægt að nota gildrur tjóðra vélmennin niður eða jafnvel að gefa þeim raflost. Hvert vélmenni er með ýmsa veikleika og spilarar þurfa að finna þá og læra á vélmennin ef þeir ætla að lifa lengi.HZD gefur spilurum tólin til að gera tilraunir við vélmennaveiðarnar og finna sitt sérsvið. Hvort sem það er beita gildrum, eða halda sig í skuggunum og háu grasi til að veita vélmennum náðarhögg úr leyni. Ég naut ekki þeirrar gæfu að spila HZD í PS4 Pro, en þrátt fyrir það lítur hann einstaklega vel út og teiknaður af mikilli nákvæmni. Veðurkerfi leiksins er þar að auki framúrskarandi. Það getur í raun verið mikil upplifun að ganga um landið og horfa í kringum sig. (Mögulega drepa nokkur dýr sem maður rekst á í leiðinni.) Hingað til hafa Guerrilla Games að mestu haldið sig við framleiðslu Kill Zone leikjanna og voru margir sem höfðu efasemdir um að HZD myndi verða góður. Þær efasemdir voru þó óþarfar. Hér má svo sjá myndband frá Playstation sem sýnir hvernig leikurinn á að líta út á PS4 Pro. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Hundruðum eða jafnvel þúsundum ára frá deginum í dag, er mannkynið í hættu statt. Það eru fáir eftir sem safnast hafa saman í ættbálka og heyja erfiða lífsbaráttu gegn háþróuðum vélum sem eiga sér leyndan uppruna, en líta út og haga sér eins og risaeðlur og önnur dýr. Fornar rústir háhýsa, skriðdreka og vega liggja undir gróðri eða hafa grafist í jörðina. Þetta er hið skemmtilega og glæsilega sögusvið Horizon Zero Dawn. Sem hin unga, móðurlausa og útskúfaða Aloy þurfa spilarar að leysa ráðgátuna um uppruna sinn, hvað kom fyrir mannkynið og koma í veg fyrir útrýmingu þess í annað sinn.Vopnuð spjóti, bogum, handslöngvu, ýmsum gildrum og einkar hentugum hárlit berst Aloy við ógurleg vélmenni og vonda karla. Hún var þjálfuð af stríðsmanni sem einnig hafði verið útskúfaður frá ættbálkinum Nora og kann öll bestu brögðin. Mér þykir sagan áhugaverð og söguheimurinn flottur og skemmtilegur. Ég átti þó oft mjög erfitt með að fylgja söguþræði leiksins þar sem það var alltaf eitthvað nýtt sem vakti athygli mína. Mér leið skringilega oft eins og James Woods. Það er hins vegar hægt að setja spurningarmerki við þann mikla fjölda aukaverkefna sem hægt er að leysa, og þá sérstaklega seinna meir í leiknum, en þau eru flest leiðinlega svipuð. Hittu þennan, farðu þangað, sæktu þetta, skilaðu þessu og endurtaktu. Oftast er þó „dreptu þennan/þetta“ einhvers staðar þarna inn á milli. Þar að auki þarf Aloy að smíða fjöldann allan af hlutum sjálf. Þar má nefna hinar ýmsu tegundir af skotfærum, gildrur, heilsudrykki og fleira. Hver óvinur sem er felldur skilur eftir sig einhverjar birgðir sem Aloy þarf að taka og nota til smíðanna. Hins vegar átti ég oftar en ekki erfitt með plássleysi og skilningsleysi á því hvað hægt sé að selja og hvað sé best að geyma. Þrátt fyrir að leikurinn segi manni að selja einhvern hlut, kemur stundum í ljós að það var ekki rétt ákvörðun. Inventory kerfi leiksins er mjög umfangsmikið og flókið og maður er endalaust að tína blóm eða brjóta tré í örvar.Öll vélmenni skilja eftir sig einhvers konar drasl sem Aloy þarf að taka.HZD fær mikið lánað úr öðrum leikjum. Aloy getur notað nokkurs konar Witcher/Eagle sýn til að sjá hluti sem aðrir sjá ekki. Hún opnar ný svæði með því að klifra upp miklar hæðir, en reyndar eru það ekki turnar, heldur mjög há risaeðluvélmenni. Birgða og smíðakerfi leiksins minnir á Farcry og það er einnig smá keimur af Mass Effect, svo eitthvað sé nefnt. Þegar Aloy talar við einhverja af fjölmörgum persónum HZD geta spilarar stundum valið á milli nokkurra svarmöguleika, eins og í Mass Effect, en yfirleitt virðist það skipta litlu máli. Gallar Horizon Zero Dawn, eru þó lítilvægir og eiga erfitt með að vega upp á móti því hvað leikurinn lítur vel út og bardagar eru fáránlega skemmtilegir. Þegar Aloy berst við menn snýst það aðallega um að senda örvar í höfuð óvina hennar, en bardagar við vélmennin eru töluvert meira krefjandi. Hægt er að skanna hvert vélmenni fyrir sig og finna veika punkta á þeim. Þá eru til sérstakar örvar sem gera mismunandi skaða. Sumar eru sérhannaðar til að skemma vopn sem vélmenni bera, aðrar eru hannaðar til að losa ytra lag vélmennanna og finna nýja veikleika á þeim. Þá er hægt að nota gildrur tjóðra vélmennin niður eða jafnvel að gefa þeim raflost. Hvert vélmenni er með ýmsa veikleika og spilarar þurfa að finna þá og læra á vélmennin ef þeir ætla að lifa lengi.HZD gefur spilurum tólin til að gera tilraunir við vélmennaveiðarnar og finna sitt sérsvið. Hvort sem það er beita gildrum, eða halda sig í skuggunum og háu grasi til að veita vélmennum náðarhögg úr leyni. Ég naut ekki þeirrar gæfu að spila HZD í PS4 Pro, en þrátt fyrir það lítur hann einstaklega vel út og teiknaður af mikilli nákvæmni. Veðurkerfi leiksins er þar að auki framúrskarandi. Það getur í raun verið mikil upplifun að ganga um landið og horfa í kringum sig. (Mögulega drepa nokkur dýr sem maður rekst á í leiðinni.) Hingað til hafa Guerrilla Games að mestu haldið sig við framleiðslu Kill Zone leikjanna og voru margir sem höfðu efasemdir um að HZD myndi verða góður. Þær efasemdir voru þó óþarfar. Hér má svo sjá myndband frá Playstation sem sýnir hvernig leikurinn á að líta út á PS4 Pro.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira