Nioh: Mikið meira en bara klón Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2017 10:30 Við fyrstu sýn væri auðvelt að afskrá nýjasta leik Team Ninja, Nioh, sem Dark Souls klóna, en hann er meira en það. Þó er mjög margt líkt með þessum leikjum. Nioh virkar samt fjölbreyttari og dýpri, þar sem hann býður upp á fjöldann allan af vopnum og brynjum, göldrum, mismunandi bardagaaðferðum og hæfileikum. Söguhetja Nioh er Bretinn William sem ferðast til Japan í kringum 1600 til þess að stöðva óvini sína. Þar er hann fenginn til þess að berjast við hina ýmsu djöfla og í grunninn koma í veg fyrir að vondir karlar noti töfrasteina til að taka yfir heiminn. Þegar William deyr, og hann mun deyja oft, missir hann þá reynslupunkta sem búið er að safna og spilarar þurfa að ferðast aftur á staðinn þar sem hann dó til að ná þeim aftur, eða missa þá. Svipað og í Dark Souls leikjunum.Þar að auki birtast flestir óvinir William aftur, en þó ekki allir. Í hverju borði eru endakarlar svokallaðir en einnig er hægt að finna erfiða óvini víða um borðið sem mæta ekki aftur ef þeir eru sigraðir. Þeir missa góð vopn og brynjur þegar þeir eru vegnir. Þá þarf ekki bara að huga að lífi William heldur einnig orku hans, eða þreki. Það gengur ekki upp að berja á alla takka eins hratt og hægt er, því spilarar þurfa að vanda sig í bardögum, eða deyja.Það virðist ekki vera gefinn út leikur í Japan án þess að hann innihaldi einhvers konar glóandi töfradýr.Í Nioh eru fimm grunntegundir af vopnum, plús bogar og byssur, og með hverju þeirra er hægt að gera tvær mismunandi árásir, þunga og létta. Hægt er að blanda þeim saman og prófa sig áfram til að ná betri árangri. Þar að auki getur William breytt um bardagastíl með lítilli fyrirhöfn. Einn stíllinn gefur þyngri högg sem kosta meiri orku og William er ekki jafn frár á fæti. Annar stíll gefur léttari högg sem kosta minni orku og William er sneggri. Þriðji stíllinn er svo mitt á milli. Ofan á það getur William lært mismunandi árásir og brögð, með mismunandi vopnum, galdra og hvernig hann getur verið Ninja. Eins og áður segir, þá er dýptin og fjölbreytnin mikil.William reynist mikill samurai.Saga Nioh byggir að miklum hluta á japanskri goðafræði. Djöflar, drýslar og vinveittir andar eru víða. Suma þeirra getur William notað til að bæta hæfileika sína og vopn.Nioh lítur vel út, en hann var eingöngu gefinn út fyrir PS4. Heimurinn er dökkur og drungalegur og skrímslin sem William þarf að berjast gegn eru skemmtilega hönnuð. Brynjur og vopn líta sömuleiðis vel út, en þau eru fjölbreytt og skemmtileg. Þeir spilarar sem ákveða að skella sér til Japan í kringum árið 1600 þurfa að vera tilbúnir til að verja miklum tíma þar. Þeir þurfa einnig að vera tilbúnir til að takast á tímum við mikla reiði og pirring. Það er fátt meira pirrandi en að hafa verið að hamast á einhverjum endakarli um langt skeið og komast nálægt því að ganga frá honum, en misreikna sig aðeins og vera drepinn í einu höggi. Það mun taka metnaðarfulla spilara mjög margar klukkustundir að fara í gegnum Nioh. Framleiðendur leiksins hafa sagt að að meðaltali muni það taka 70 klukkustundir. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Við fyrstu sýn væri auðvelt að afskrá nýjasta leik Team Ninja, Nioh, sem Dark Souls klóna, en hann er meira en það. Þó er mjög margt líkt með þessum leikjum. Nioh virkar samt fjölbreyttari og dýpri, þar sem hann býður upp á fjöldann allan af vopnum og brynjum, göldrum, mismunandi bardagaaðferðum og hæfileikum. Söguhetja Nioh er Bretinn William sem ferðast til Japan í kringum 1600 til þess að stöðva óvini sína. Þar er hann fenginn til þess að berjast við hina ýmsu djöfla og í grunninn koma í veg fyrir að vondir karlar noti töfrasteina til að taka yfir heiminn. Þegar William deyr, og hann mun deyja oft, missir hann þá reynslupunkta sem búið er að safna og spilarar þurfa að ferðast aftur á staðinn þar sem hann dó til að ná þeim aftur, eða missa þá. Svipað og í Dark Souls leikjunum.Þar að auki birtast flestir óvinir William aftur, en þó ekki allir. Í hverju borði eru endakarlar svokallaðir en einnig er hægt að finna erfiða óvini víða um borðið sem mæta ekki aftur ef þeir eru sigraðir. Þeir missa góð vopn og brynjur þegar þeir eru vegnir. Þá þarf ekki bara að huga að lífi William heldur einnig orku hans, eða þreki. Það gengur ekki upp að berja á alla takka eins hratt og hægt er, því spilarar þurfa að vanda sig í bardögum, eða deyja.Það virðist ekki vera gefinn út leikur í Japan án þess að hann innihaldi einhvers konar glóandi töfradýr.Í Nioh eru fimm grunntegundir af vopnum, plús bogar og byssur, og með hverju þeirra er hægt að gera tvær mismunandi árásir, þunga og létta. Hægt er að blanda þeim saman og prófa sig áfram til að ná betri árangri. Þar að auki getur William breytt um bardagastíl með lítilli fyrirhöfn. Einn stíllinn gefur þyngri högg sem kosta meiri orku og William er ekki jafn frár á fæti. Annar stíll gefur léttari högg sem kosta minni orku og William er sneggri. Þriðji stíllinn er svo mitt á milli. Ofan á það getur William lært mismunandi árásir og brögð, með mismunandi vopnum, galdra og hvernig hann getur verið Ninja. Eins og áður segir, þá er dýptin og fjölbreytnin mikil.William reynist mikill samurai.Saga Nioh byggir að miklum hluta á japanskri goðafræði. Djöflar, drýslar og vinveittir andar eru víða. Suma þeirra getur William notað til að bæta hæfileika sína og vopn.Nioh lítur vel út, en hann var eingöngu gefinn út fyrir PS4. Heimurinn er dökkur og drungalegur og skrímslin sem William þarf að berjast gegn eru skemmtilega hönnuð. Brynjur og vopn líta sömuleiðis vel út, en þau eru fjölbreytt og skemmtileg. Þeir spilarar sem ákveða að skella sér til Japan í kringum árið 1600 þurfa að vera tilbúnir til að verja miklum tíma þar. Þeir þurfa einnig að vera tilbúnir til að takast á tímum við mikla reiði og pirring. Það er fátt meira pirrandi en að hafa verið að hamast á einhverjum endakarli um langt skeið og komast nálægt því að ganga frá honum, en misreikna sig aðeins og vera drepinn í einu höggi. Það mun taka metnaðarfulla spilara mjög margar klukkustundir að fara í gegnum Nioh. Framleiðendur leiksins hafa sagt að að meðaltali muni það taka 70 klukkustundir.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira