Dishonored 2: Blóðugar tilraunir og frumleiki borgar sig Samúel Karl Ólason skrifar 2. desember 2016 08:45 Dishonored 2 fer skrefinu lengra en forveri sinn og er betri fyrir vikið. Það eru nánast óendanlega margar leiðir til að ljúka verkefnum leiksins. Fimmtán ár eru liðin frá því að Corvo Attano gekk berserksgang um götur steampunk borgarinnar Dunwall. Dóttir hans og keisaraynjan Emily Kaldwin er nú við völd og friður ríkir á eyjunum sem heyra undir hana. Friðurinn varir þó ekki mikið lengur. Illa frænka hennar Delilah, sem er norn, og vondi karlinn Duke Abele frá Serkonos fremja blóðugt valdarán. Þá þarf annað hvort Emily eða Corvo að ganga af göflunum og stöðva valdaránið með því að elta uppi vitorðsmenn Delilah og Abele og drepa þá og annað fólk og þá meina ég fullt af fólki.Það er reyndar mögulegt að fara í gegnum leikinn án þess að drepa nokkurn og laumupúkast bara, en það er hundleiðinlegt. Aðgerðir spilara hafa þó áhrif í leiknum og á enda sögunnar. Hægt er að spila leikinn sem annað hvort Emily eða Corvo og þarf að velja á milli þeirra í byrjun leiksins. Það er ekki hægt að skipta á milli þeirra síðar. Þá eru bæði mjög hæfileikarík þegar kemur að því að laumast um og drepa fólk. Þar að auki eru þau bæði gædd ákveðnum töfrum sem þá fá frá nokkurs konar guði sem kallast The Outsider. Þessi töfrabrögð gera mjög mikið fyrir leikinn og eru spilarar hvattir til að prófa sig áfram með þau til þess að koma óvinum sínum fyrir kattarnef. Vel heppnuð og frumleg tilraun getur skapað blóðuga og stórskemmtilega niðurstöðu.Hægt er að spila sem annað hvort Corvo Attano eða Emily Kaldwin.Söguheimurinn sem Arkane hefur skapað er einstaklega skemmtilegur, líflegur og í senn dapur. Almennir borgarar virðast hafa það frekar skítt og herja rottur og risastórar morðóðar flugur á þá. Auk þess eru þeir beittir ofbeldi af hálfu varðmanna. Gervigreind óvinanna í Dishonored er yfirleitt mjög góð, þar sem þeir eru fljótir að sjá mann og safnast saman gegn spilurum. Það borgar sig ekki að vanmeta þá. Þá er hönnun borða leiksins einnig mjög góð og svo virðist sem það sé endalaust hægt að finna eitthvað nýtt. Spilarar geta komist á snoðir um verkefni og styttri leiðir í gegnum borðið með því að hlera samtöl persóna í leiknum og að lesa bréf og tímarit sem hafa verið skilin eftir á glámbekk, eða í íbúðum sem spilarar brjótast inn í.Það er ekki margt sem hægt er að setja út á Dishonored 2. Grafíkin er hálfpartinn í teiknimyndastíl og kemur vel út í leiknum. Hljóðið og talsetningin er einnig stórgóð. Það er þó hægt að setja út á það að í seinni borðum leiksins verður Dishonored 2 tiltölulega auðveldur. Emily og Corvo hafa aukið getu sína til muna, en óvinirnir gera það eiginlega ekki. Þá geta spilarar hins vegar farið að leika sér meira og prófa sig áfram. Sagan er einnig svolítið fyrirsjáanleg og hún mætti því vera frumlegri og dýpri. Yfir heildina litið er Dishonored 2 góður og skemmtilegur leikur, sem hægt er að spila oft án þess að hann sé eins í hvert skipti. Söguþráður leiksins tekur um 12 til 16 klukkustundir, eftir því hvernig hann er spilaður. Möguleikarnir eru fleiri og betri en í fyrri leiknum og leikurinn er í raun betri upplifun.Samanburður á grafík. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Dishonored 2 fer skrefinu lengra en forveri sinn og er betri fyrir vikið. Það eru nánast óendanlega margar leiðir til að ljúka verkefnum leiksins. Fimmtán ár eru liðin frá því að Corvo Attano gekk berserksgang um götur steampunk borgarinnar Dunwall. Dóttir hans og keisaraynjan Emily Kaldwin er nú við völd og friður ríkir á eyjunum sem heyra undir hana. Friðurinn varir þó ekki mikið lengur. Illa frænka hennar Delilah, sem er norn, og vondi karlinn Duke Abele frá Serkonos fremja blóðugt valdarán. Þá þarf annað hvort Emily eða Corvo að ganga af göflunum og stöðva valdaránið með því að elta uppi vitorðsmenn Delilah og Abele og drepa þá og annað fólk og þá meina ég fullt af fólki.Það er reyndar mögulegt að fara í gegnum leikinn án þess að drepa nokkurn og laumupúkast bara, en það er hundleiðinlegt. Aðgerðir spilara hafa þó áhrif í leiknum og á enda sögunnar. Hægt er að spila leikinn sem annað hvort Emily eða Corvo og þarf að velja á milli þeirra í byrjun leiksins. Það er ekki hægt að skipta á milli þeirra síðar. Þá eru bæði mjög hæfileikarík þegar kemur að því að laumast um og drepa fólk. Þar að auki eru þau bæði gædd ákveðnum töfrum sem þá fá frá nokkurs konar guði sem kallast The Outsider. Þessi töfrabrögð gera mjög mikið fyrir leikinn og eru spilarar hvattir til að prófa sig áfram með þau til þess að koma óvinum sínum fyrir kattarnef. Vel heppnuð og frumleg tilraun getur skapað blóðuga og stórskemmtilega niðurstöðu.Hægt er að spila sem annað hvort Corvo Attano eða Emily Kaldwin.Söguheimurinn sem Arkane hefur skapað er einstaklega skemmtilegur, líflegur og í senn dapur. Almennir borgarar virðast hafa það frekar skítt og herja rottur og risastórar morðóðar flugur á þá. Auk þess eru þeir beittir ofbeldi af hálfu varðmanna. Gervigreind óvinanna í Dishonored er yfirleitt mjög góð, þar sem þeir eru fljótir að sjá mann og safnast saman gegn spilurum. Það borgar sig ekki að vanmeta þá. Þá er hönnun borða leiksins einnig mjög góð og svo virðist sem það sé endalaust hægt að finna eitthvað nýtt. Spilarar geta komist á snoðir um verkefni og styttri leiðir í gegnum borðið með því að hlera samtöl persóna í leiknum og að lesa bréf og tímarit sem hafa verið skilin eftir á glámbekk, eða í íbúðum sem spilarar brjótast inn í.Það er ekki margt sem hægt er að setja út á Dishonored 2. Grafíkin er hálfpartinn í teiknimyndastíl og kemur vel út í leiknum. Hljóðið og talsetningin er einnig stórgóð. Það er þó hægt að setja út á það að í seinni borðum leiksins verður Dishonored 2 tiltölulega auðveldur. Emily og Corvo hafa aukið getu sína til muna, en óvinirnir gera það eiginlega ekki. Þá geta spilarar hins vegar farið að leika sér meira og prófa sig áfram. Sagan er einnig svolítið fyrirsjáanleg og hún mætti því vera frumlegri og dýpri. Yfir heildina litið er Dishonored 2 góður og skemmtilegur leikur, sem hægt er að spila oft án þess að hann sé eins í hvert skipti. Söguþráður leiksins tekur um 12 til 16 klukkustundir, eftir því hvernig hann er spilaður. Möguleikarnir eru fleiri og betri en í fyrri leiknum og leikurinn er í raun betri upplifun.Samanburður á grafík.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira