Xcom 2: Ekki orðinn frábær enn, en þó betri Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2016 20:00 Sumir óvinir eru ófrýnilegri en aðrir í XCom 2. XCom 2 er ekki orðinn frábær enn þá, en hann er betri. Hann er reyndar enn óþolandi, en á góðan hátt. Taktíkleikurinn frá Firaxis var nýverið gefinn út fyrir PS4 og Xbox One eftir að hafa verið gefinn út fyrir PC í byrjun árs. PC útgáfan hefur fengið fjölda plástra og modda til að laga ýmsa galla og margir af þeim göllum sem plöguðu leikinn fyrst (og gera sumir enn) eru ekki í nýju útgáfunni.Versti gallinn er þó enn þá öll biðin. Stór hluti þessa leiks fer enn í að horfa á höfuðstöðvar Xcom fljúga um jörðina og bíða. Ég er þó mögulega að vera of gagnrýninn á leikinn, vegna allra þeirra skipta sem hann hefur farið illa með mig. Ég hef spilað leikinn töluvert frá því að hann kom fyrst út og haft gaman af. Það er þó ljóst að Xcom 2 sýnir enga miskunn. Spilurum er refsað harðlega fyrir öll mistök og stundum er ekki nauðsynlegt að gera mistök. Spilurum er bara refsað og þurfa að vera undirbúnir fyrir það. XCom fjallar um baráttu mankynsins gegn óvinveittum geimverum sem hafa tekið jörðina yfir. Spilarar þurfa að uppgötva hvað geimverurnar ætla sér og berjast gegn þeim með því að nýta æðri tækni geimveranna. Frekari upplýsingar um leikinn má sjá í dómi Leikjavísis frá því í febrúar hér að neðan. Sjá einnig: Góður leikur sem ætti að vera frábær. Strax í fyrsta borðinu, sem er hluti af þjálfun leiksins, eru hermenn drepnir af geimverum og sigur þess borðs er dýrkeyptur. Það er auðvelt að missa heilu sveitirnar á augabragði án þess að átta sig á því hvað fór úrskeiðis. Hafi einhverjir sérstakan áhuga á því að rífa hárin úr höfði sínu, er hægt að spila leikinn á svokölluðu Ironman Mode, þar sem ekkert hægt að vista leikinn og öll mistök sem gerð eru er ekki hægt að bæta úr með því að fara aftur um tvær til þrjár umferðir. Það verða mörg nöfn sett á minningarvegginn í The Avenger (höfuðstöðvum XCom).Það háir leiknum lítið að spila hann með stýripinna í stað músar og lykla og það fellur fljótt í vana. Í fyrstu gerði ég nokkur mistök og ýtti á vitlausa takka (mér til mikillar gremju) en það rættist þó iðulega úr því. Hann lítur ekki jafn vel út og í PC en það eru minni líkur á því að upp komi skrítnir gallar eins og að ég gefi skipun og ekkert gerist í 20 sekúndur. Það gerist af og til í PC útgáfunni. Það sem er aftur á móti mun verra er biðin eftir því að borð hlaðist upp. Hleðslutímar XCom 2 eru nokkuð langir í PS4. Það er búið að bæta við nokkrum möguleikum varðandi útlit hermanna og maður verður nokkuð (mögulega óeðlilega) hændur hermönnunum. Það er gaman að búa til persónur úr þeim, skapa baksögu og fiffa útlit þeirra. Nú er leyniskyttan Bruce Willis til dæmis í nokkru uppáhaldi hjá mér. Hann getur skotið undan Chryssalid á 300 metrum og er einkar sniðugur. XCom 2 er skemmtilegur og erfiður leikur og hann hentar leikjatölvum betur en ég átti von á. Aðdáendur taktíkleikja ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með hann. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
XCom 2 er ekki orðinn frábær enn þá, en hann er betri. Hann er reyndar enn óþolandi, en á góðan hátt. Taktíkleikurinn frá Firaxis var nýverið gefinn út fyrir PS4 og Xbox One eftir að hafa verið gefinn út fyrir PC í byrjun árs. PC útgáfan hefur fengið fjölda plástra og modda til að laga ýmsa galla og margir af þeim göllum sem plöguðu leikinn fyrst (og gera sumir enn) eru ekki í nýju útgáfunni.Versti gallinn er þó enn þá öll biðin. Stór hluti þessa leiks fer enn í að horfa á höfuðstöðvar Xcom fljúga um jörðina og bíða. Ég er þó mögulega að vera of gagnrýninn á leikinn, vegna allra þeirra skipta sem hann hefur farið illa með mig. Ég hef spilað leikinn töluvert frá því að hann kom fyrst út og haft gaman af. Það er þó ljóst að Xcom 2 sýnir enga miskunn. Spilurum er refsað harðlega fyrir öll mistök og stundum er ekki nauðsynlegt að gera mistök. Spilurum er bara refsað og þurfa að vera undirbúnir fyrir það. XCom fjallar um baráttu mankynsins gegn óvinveittum geimverum sem hafa tekið jörðina yfir. Spilarar þurfa að uppgötva hvað geimverurnar ætla sér og berjast gegn þeim með því að nýta æðri tækni geimveranna. Frekari upplýsingar um leikinn má sjá í dómi Leikjavísis frá því í febrúar hér að neðan. Sjá einnig: Góður leikur sem ætti að vera frábær. Strax í fyrsta borðinu, sem er hluti af þjálfun leiksins, eru hermenn drepnir af geimverum og sigur þess borðs er dýrkeyptur. Það er auðvelt að missa heilu sveitirnar á augabragði án þess að átta sig á því hvað fór úrskeiðis. Hafi einhverjir sérstakan áhuga á því að rífa hárin úr höfði sínu, er hægt að spila leikinn á svokölluðu Ironman Mode, þar sem ekkert hægt að vista leikinn og öll mistök sem gerð eru er ekki hægt að bæta úr með því að fara aftur um tvær til þrjár umferðir. Það verða mörg nöfn sett á minningarvegginn í The Avenger (höfuðstöðvum XCom).Það háir leiknum lítið að spila hann með stýripinna í stað músar og lykla og það fellur fljótt í vana. Í fyrstu gerði ég nokkur mistök og ýtti á vitlausa takka (mér til mikillar gremju) en það rættist þó iðulega úr því. Hann lítur ekki jafn vel út og í PC en það eru minni líkur á því að upp komi skrítnir gallar eins og að ég gefi skipun og ekkert gerist í 20 sekúndur. Það gerist af og til í PC útgáfunni. Það sem er aftur á móti mun verra er biðin eftir því að borð hlaðist upp. Hleðslutímar XCom 2 eru nokkuð langir í PS4. Það er búið að bæta við nokkrum möguleikum varðandi útlit hermanna og maður verður nokkuð (mögulega óeðlilega) hændur hermönnunum. Það er gaman að búa til persónur úr þeim, skapa baksögu og fiffa útlit þeirra. Nú er leyniskyttan Bruce Willis til dæmis í nokkru uppáhaldi hjá mér. Hann getur skotið undan Chryssalid á 300 metrum og er einkar sniðugur. XCom 2 er skemmtilegur og erfiður leikur og hann hentar leikjatölvum betur en ég átti von á. Aðdáendur taktíkleikja ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með hann.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira