Donald Trump segir Hillary Clinton vera fordómafulla Birta Svavarsdóttir skrifar 25. ágúst 2016 23:52 Hillary Clinton og Donald Trump. Vísir/Getty Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, hefur ásakað mótherja sinn, Hillary Clinton, um að vera fordómafulla. CNN og BBC fjölluðu um málið í dag. Trump hyggst nú höfða til minnihlutahópa og á framboðsfundi í Mississippi sagði hann að Clinton „sæi litaða Bandaríkjamenn aðeins sem atkvæði, ekki sem manneskjur sem ættu rétt á betri framtíð.“ Í samtali við CNN í dag skaut Trump áfram föstum skotum og sagði, „Hún er fordómafull. Hún er ekki að gera neitt til að hjálpa þessum [minnihluta]samfélögum. Þetta er allt í munninum á henni, en hún gerir svo ekki neitt. Stefna hennar er fordómafull því hún veit að hún er ekki að fara að virka.“ Þá sagði Trump að sú stefna sem Demókrataflokkurinn væri að fylgja væri ástæða þess að svo illa væri komið fyrir minnihlutahópum í Bandaríkjunum í dag. „Sjáið bara allt sem hefur gerst vegna stefnu hennar og Obama. Sjáið bara alla fátæktina, hvernig hún eykst, og hvernig ofbeldi hefur aukist.“ Fréttamaður CNN spurði þá hvort hann teldi að þetta væri allt tilkomið vegna haturs og fordóma Hillary. „Já, eða kannski er hún bara löt,“ svaraði Trump. Hillary Clinton svaraði upprunalegu ummælunum í símaviðtali á CNN. „Donald Trump hefur sýnt okkur hver hann er. Hann hefur gert hatursorðræðu að sinni ríkjandi stefnu og notað hana í kosningabaráttu sinni.“ „Þetta er maður sem hefur dregið ríkisborgararétt forsetans [Obama] í efa, hann hefur sóst eftir stuðningi frá öfgaþjóðernissinnum, hefur hótað fjöldabrottvísun múslima. Þetta er maður sem er sjálfur mjög fordómafullur í sinni stefnu.“ Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Trump vill Kalda stríðs kannanir Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. 17. ágúst 2016 07:00 Segir Trump vilja taka á málum ólöglegra innflytjenda á sanngjarnan og mannúðlegan hátt Orð hins nýja kosningastjóra Trump eru af mörgum talin marka stefnubreytingu í nálgun Trump í málaflokknum. 21. ágúst 2016 23:30 Vill kanna innflytjendur gaumgæfilega Dondald Trump segir að innflytjendur í Bandaríkjunum sýni fram á stuðning við vestræn gildi. 15. ágúst 2016 21:53 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, hefur ásakað mótherja sinn, Hillary Clinton, um að vera fordómafulla. CNN og BBC fjölluðu um málið í dag. Trump hyggst nú höfða til minnihlutahópa og á framboðsfundi í Mississippi sagði hann að Clinton „sæi litaða Bandaríkjamenn aðeins sem atkvæði, ekki sem manneskjur sem ættu rétt á betri framtíð.“ Í samtali við CNN í dag skaut Trump áfram föstum skotum og sagði, „Hún er fordómafull. Hún er ekki að gera neitt til að hjálpa þessum [minnihluta]samfélögum. Þetta er allt í munninum á henni, en hún gerir svo ekki neitt. Stefna hennar er fordómafull því hún veit að hún er ekki að fara að virka.“ Þá sagði Trump að sú stefna sem Demókrataflokkurinn væri að fylgja væri ástæða þess að svo illa væri komið fyrir minnihlutahópum í Bandaríkjunum í dag. „Sjáið bara allt sem hefur gerst vegna stefnu hennar og Obama. Sjáið bara alla fátæktina, hvernig hún eykst, og hvernig ofbeldi hefur aukist.“ Fréttamaður CNN spurði þá hvort hann teldi að þetta væri allt tilkomið vegna haturs og fordóma Hillary. „Já, eða kannski er hún bara löt,“ svaraði Trump. Hillary Clinton svaraði upprunalegu ummælunum í símaviðtali á CNN. „Donald Trump hefur sýnt okkur hver hann er. Hann hefur gert hatursorðræðu að sinni ríkjandi stefnu og notað hana í kosningabaráttu sinni.“ „Þetta er maður sem hefur dregið ríkisborgararétt forsetans [Obama] í efa, hann hefur sóst eftir stuðningi frá öfgaþjóðernissinnum, hefur hótað fjöldabrottvísun múslima. Þetta er maður sem er sjálfur mjög fordómafullur í sinni stefnu.“
Donald Trump Tengdar fréttir Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26 Trump vill Kalda stríðs kannanir Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. 17. ágúst 2016 07:00 Segir Trump vilja taka á málum ólöglegra innflytjenda á sanngjarnan og mannúðlegan hátt Orð hins nýja kosningastjóra Trump eru af mörgum talin marka stefnubreytingu í nálgun Trump í málaflokknum. 21. ágúst 2016 23:30 Vill kanna innflytjendur gaumgæfilega Dondald Trump segir að innflytjendur í Bandaríkjunum sýni fram á stuðning við vestræn gildi. 15. ágúst 2016 21:53 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Trump sagði Obama vera stofnanda ISIS Donald Trump forsetaframbjóðandi Repúblikana sagði í ræðu á kosningafundi í Flórída í gær að Barack Obama Bandaríkjaforseti væri stofnandi hryðjuverkasamtakanna ISIS. 11. ágúst 2016 10:26
Trump vill Kalda stríðs kannanir Donald Trump, forsetaefni Repúblikanaflokksins, vill láta kanna skoðanir allra innflytjenda til Bandaríkjanna til að útiloka að þeir séu hlynntir hryðjuverkasamtökum eða hafi fjandsamleg viðhorf í garð Bandaríkjanna. 17. ágúst 2016 07:00
Segir Trump vilja taka á málum ólöglegra innflytjenda á sanngjarnan og mannúðlegan hátt Orð hins nýja kosningastjóra Trump eru af mörgum talin marka stefnubreytingu í nálgun Trump í málaflokknum. 21. ágúst 2016 23:30
Vill kanna innflytjendur gaumgæfilega Dondald Trump segir að innflytjendur í Bandaríkjunum sýni fram á stuðning við vestræn gildi. 15. ágúst 2016 21:53