Stuðningsmaður Íslands stunginn í París: Unnustan djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júlí 2016 14:45 En stuðningurinn var samt magnaður eins og alltaf. vísir/vilhelm Unnusta 25 ára gamals Englendings, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í París á mánudaginn þegar ráðist var á hann með hnífi, segist djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga. Englendingurinn studdi íslenska landsliðið í knattspyrnu í leiknum gegn Frökkum í átta liða úrslitum EM og var að horfa á leikinn þegar ráðist var á hann. Árásarmaðurinn var handtekinn og verður að óbreyttu ákærður fyrir árásina en Englendingurinn fór í umfangsmikla aðgerð og dvelur enn á sjúkrahúsi í París. Hann mun vera á batavegi og ekki í lífshættu samkvæmt heimildum Vísis en um er að ræða lögreglumann sem var í sumarleyfi með sínum betri helmingi. Hannes Freyr Sigurðsson, gallharður stuðningsmaður Íslands, tók eftir fréttinni af Englendingnum í erlendum miðlum. Hann fór inn í hina fjölmennu og virku grúppu stuðningsmanna Íslands á Facebook og kannaði áhuga á því að gera eitthvað fyrir stuðningsmanninn, jafnvel bjóða honum og unnustunni til Íslands.Vilyrði fyrir stuðningi „Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr í samtali við Vísi. Fjölmargir hafi viljað taka þátt og fyrirtæki haft samband. Ákveðið hafi verið að bíða með að stofna söfnunarreikning þangað til ljóst er að maðurinn nái sér eftir árásina. „Ef hann samþykkir þetta,“ segir Hannes. Ekki sé víst að hann vilji nokkuð með þessa athygli hafa. Hannes hefur verið í sambandi við fulltrúa Scotland Yard í París sem sagði bresku lögreglumennina afar ánægða með framtakið. Nú er því aðeins að bíða og sjá og vona að Englendingurinn jafni sig af sárum sínum. Hannes, Tólfan og fjölmargir aðrir eru tilbúnir að taka þátt í að styrkja heimsókn hans. Hannes segist vonast til þess að Tólfan geti haldið utan um fjáröflunina svo hún sé á herðum félagasamtaka en ekki einstaklinga. Kristinn Hallur Jónsson, gjaldkeri Tólfunnar, segir í samtali við Vísi að Tólfan sé alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt. „Það virðist vera mikill velvilji fyrir því að gera eitthvað fallegt fyrir manninn og konuna hans,“ segir Hannes. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Unnusta 25 ára gamals Englendings, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í París á mánudaginn þegar ráðist var á hann með hnífi, segist djúpt snortin yfir viðbrögðum Íslendinga. Englendingurinn studdi íslenska landsliðið í knattspyrnu í leiknum gegn Frökkum í átta liða úrslitum EM og var að horfa á leikinn þegar ráðist var á hann. Árásarmaðurinn var handtekinn og verður að óbreyttu ákærður fyrir árásina en Englendingurinn fór í umfangsmikla aðgerð og dvelur enn á sjúkrahúsi í París. Hann mun vera á batavegi og ekki í lífshættu samkvæmt heimildum Vísis en um er að ræða lögreglumann sem var í sumarleyfi með sínum betri helmingi. Hannes Freyr Sigurðsson, gallharður stuðningsmaður Íslands, tók eftir fréttinni af Englendingnum í erlendum miðlum. Hann fór inn í hina fjölmennu og virku grúppu stuðningsmanna Íslands á Facebook og kannaði áhuga á því að gera eitthvað fyrir stuðningsmanninn, jafnvel bjóða honum og unnustunni til Íslands.Vilyrði fyrir stuðningi „Það kom mér mikið á óvart hvað þetta sprakk út á stuttum tíma,“ segir Hannes Freyr í samtali við Vísi. Fjölmargir hafi viljað taka þátt og fyrirtæki haft samband. Ákveðið hafi verið að bíða með að stofna söfnunarreikning þangað til ljóst er að maðurinn nái sér eftir árásina. „Ef hann samþykkir þetta,“ segir Hannes. Ekki sé víst að hann vilji nokkuð með þessa athygli hafa. Hannes hefur verið í sambandi við fulltrúa Scotland Yard í París sem sagði bresku lögreglumennina afar ánægða með framtakið. Nú er því aðeins að bíða og sjá og vona að Englendingurinn jafni sig af sárum sínum. Hannes, Tólfan og fjölmargir aðrir eru tilbúnir að taka þátt í að styrkja heimsókn hans. Hannes segist vonast til þess að Tólfan geti haldið utan um fjáröflunina svo hún sé á herðum félagasamtaka en ekki einstaklinga. Kristinn Hallur Jónsson, gjaldkeri Tólfunnar, segir í samtali við Vísi að Tólfan sé alltaf til í að gera eitthvað skemmtilegt. „Það virðist vera mikill velvilji fyrir því að gera eitthvað fallegt fyrir manninn og konuna hans,“ segir Hannes.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira