Coutinho: Hef prófað þetta áður á æfingu og af hverju ekki að reyna þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2016 15:15 Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho hefur sagt frá því hvað hann var að hugsa þegar hann skoraði markið mikilvæga á móti Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi. Markið var stórglæsilegt einstaklingsframtak hjá Coutinho og það gerði nánast út um viðureignina. Markið skoraði Coutinho í uppbótartíma fyrri hálfleiksins og jafnaði þá metin í 1-1. Hann skildi fyrst bakvörðinn Guillermo Varela eftir áður en hann lyfti boltanum smekklega yfir David de Gea, markvörð Manchester United, sem kom út á móti honum. Menn voru fljótir að grafa upp mark sem Philippe Coutinho skoraði fyrir Internazionale fyrir fjórum árum síðan og Brasilíumaðurinn sjálfur viðkenndi í samtali við UEFA að hann hafi ekki verið að reyna þetta í fyrsta sinn. „Ég fékk tækiæri til að komast einn á móti De Gea og ég hef prófað þetta áður á æfingu þannig að ég hugsaði; af hverju ekki?," sagði Philippe Coutinho í samtali við UEFA.com. „Ég var heppinn og þetta gekk upp. Það er alveg hægt að halda því fram að þetta sé eitt besta markið mitt fyrir Liverpool. Það sem skipti þó öllu mál var að liðið spilaði vel á stóra sviðinu, við sköpuðum fullt af færum og sýndum hversu öflugir við erum," sagði Philippe Coutinho. „Það er mjög góður andi í hópnum eftir tíu leiki í röð í Evrópudeildinni án þess að tapa. Þessi velgengni á móti Manchester United byggir upp sjálfstraustið enn frekar og við ætlum okkur stóra hluti í framtíðinni," sagði Coutinho. Markið glæsilega og mikilvæga hjá Philippe Coutinho er aðgengilegt í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Fleiri fréttir Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Sjá meira
Brasilíumaðurinn Philippe Coutinho hefur sagt frá því hvað hann var að hugsa þegar hann skoraði markið mikilvæga á móti Manchester United á Old Trafford í gærkvöldi. Markið var stórglæsilegt einstaklingsframtak hjá Coutinho og það gerði nánast út um viðureignina. Markið skoraði Coutinho í uppbótartíma fyrri hálfleiksins og jafnaði þá metin í 1-1. Hann skildi fyrst bakvörðinn Guillermo Varela eftir áður en hann lyfti boltanum smekklega yfir David de Gea, markvörð Manchester United, sem kom út á móti honum. Menn voru fljótir að grafa upp mark sem Philippe Coutinho skoraði fyrir Internazionale fyrir fjórum árum síðan og Brasilíumaðurinn sjálfur viðkenndi í samtali við UEFA að hann hafi ekki verið að reyna þetta í fyrsta sinn. „Ég fékk tækiæri til að komast einn á móti De Gea og ég hef prófað þetta áður á æfingu þannig að ég hugsaði; af hverju ekki?," sagði Philippe Coutinho í samtali við UEFA.com. „Ég var heppinn og þetta gekk upp. Það er alveg hægt að halda því fram að þetta sé eitt besta markið mitt fyrir Liverpool. Það sem skipti þó öllu mál var að liðið spilaði vel á stóra sviðinu, við sköpuðum fullt af færum og sýndum hversu öflugir við erum," sagði Philippe Coutinho. „Það er mjög góður andi í hópnum eftir tíu leiki í röð í Evrópudeildinni án þess að tapa. Þessi velgengni á móti Manchester United byggir upp sjálfstraustið enn frekar og við ætlum okkur stóra hluti í framtíðinni," sagði Coutinho. Markið glæsilega og mikilvæga hjá Philippe Coutinho er aðgengilegt í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Fleiri fréttir Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Draumabyrjun hjá Nistelrooy Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Salah jafnaði met Rooneys Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Sjá meira