Fljótlegur kjúklingaréttur og súkkulaðimús Eva Laufey Kjaran skrifar 8. maí 2015 15:00 Kjúklingur í flýti Pestó með döðlum og ólífum 200 g sólþurrkaðir tómatar 100 g ristaðar furuhnetur 70 g parmesanostur 2 hvítlauksrif salt og nýmalaður pipar 3-4 msk. góð ólífuolía 10 döðlur, skornar í tvennt 10-12 svartar ólífur, skornar í tvennt 3-4 msk. fetaostur Setjið sólþurrkaða tómata, furuhnetur, parmesanost, hvítlauk, salt, pipar og ólífuolíu í matvinnsluvél og maukið í 1-2 mínútur. Skerið döðlur og ólífur í tvennt, blandið saman við pestóið og bætið fetaostinum við í lokin. Maukið saman í eina mínútu í matvinnsluvélinni.Kjúklingalæri600-700 g kjúklingakjöt t.d. kjúklingalæri1-2 msk. ólífuolíasalt og nýmalaður pipar Steikið kjúklingabitana upp úr olíu í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þar til bitarnir verða gullinbrúnir. Setjið kjúklinginn í eldfast mót og smyrjið pestóinu yfir bitana. Bakið við 180°C í 30-35 mínútur og berið fram með steiktum kartöflum og klettasalati. Súkkulaðimús og ávaxtasalsa Súkkulaðimús 25 g smjör 200 g súkkulaði 250 ml rjómi 3 egg 2 msk. sykur Bræðið smjör og súkkulaði við vægan hita. Hellið súkkulaðinu í skál og blandið þremur eggjarauðum við, blandið eggjarauðunum vel saman við súkkulaðið. Leggið súkkulaðiblönduna til hliðar. Stífþeytið þrjár eggjahvítur og bætið sykrinum smám saman við, marensinn er klár þegar þið getið hvolft úr skálinni án þess að hann hreyfist. Blandið súkkulaðinu við marensblönduna í þremur skömmtum, í lokin er rjómanum blandað saman við með sleikju. Hellið í skálar og geymið í kæli í lágmark 3 klukkustundir en best er að geyma súkkulaðimúsina í kæli yfir nótt. Berið gjarnan fram með ávaxtasalsa. JarðarberBláberMangó Safi og börkur af einni límónu Skerið ávexti mjög smátt og blandið límónuberki og safanum saman við. Berið fram með súkkulaðimúsinni. Eftirréttir Eva Laufey Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið
Kjúklingur í flýti Pestó með döðlum og ólífum 200 g sólþurrkaðir tómatar 100 g ristaðar furuhnetur 70 g parmesanostur 2 hvítlauksrif salt og nýmalaður pipar 3-4 msk. góð ólífuolía 10 döðlur, skornar í tvennt 10-12 svartar ólífur, skornar í tvennt 3-4 msk. fetaostur Setjið sólþurrkaða tómata, furuhnetur, parmesanost, hvítlauk, salt, pipar og ólífuolíu í matvinnsluvél og maukið í 1-2 mínútur. Skerið döðlur og ólífur í tvennt, blandið saman við pestóið og bætið fetaostinum við í lokin. Maukið saman í eina mínútu í matvinnsluvélinni.Kjúklingalæri600-700 g kjúklingakjöt t.d. kjúklingalæri1-2 msk. ólífuolíasalt og nýmalaður pipar Steikið kjúklingabitana upp úr olíu í nokkrar mínútur á hvorri hlið eða þar til bitarnir verða gullinbrúnir. Setjið kjúklinginn í eldfast mót og smyrjið pestóinu yfir bitana. Bakið við 180°C í 30-35 mínútur og berið fram með steiktum kartöflum og klettasalati. Súkkulaðimús og ávaxtasalsa Súkkulaðimús 25 g smjör 200 g súkkulaði 250 ml rjómi 3 egg 2 msk. sykur Bræðið smjör og súkkulaði við vægan hita. Hellið súkkulaðinu í skál og blandið þremur eggjarauðum við, blandið eggjarauðunum vel saman við súkkulaðið. Leggið súkkulaðiblönduna til hliðar. Stífþeytið þrjár eggjahvítur og bætið sykrinum smám saman við, marensinn er klár þegar þið getið hvolft úr skálinni án þess að hann hreyfist. Blandið súkkulaðinu við marensblönduna í þremur skömmtum, í lokin er rjómanum blandað saman við með sleikju. Hellið í skálar og geymið í kæli í lágmark 3 klukkustundir en best er að geyma súkkulaðimúsina í kæli yfir nótt. Berið gjarnan fram með ávaxtasalsa. JarðarberBláberMangó Safi og börkur af einni límónu Skerið ávexti mjög smátt og blandið límónuberki og safanum saman við. Berið fram með súkkulaðimúsinni.
Eftirréttir Eva Laufey Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið