Saksóknari telur mögulegt að framburður vitna sé ótrúverðugur vegna samhugar í garð hjúkrunarfræðingsins Birgir Olgeirsson skrifar 5. nóvember 2015 11:06 Munnlegur málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Er hjúkrunarfræðingurinn sakaður um yfirsjón í starfi sem leiddi til dauða sjúklings á gjörgæsludeild Landspítalans 3. október árið 2012. Er hjúkrunarfræðingnum gefið að sök að hafa láðst að tæma loft úr kraga (belg) barkaraufarrennu þegar hann tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Afleiðingar þess urðu þær að sjúklingurinn gat aðeins andað að sér lofti en ekki frá sér. Varð fall í súrefnismettuninni og blóðþrýstingi sjúklingsins og lést hann skömmu síðar. Þetta átti sér stað á kvöldvakt hjúkrunarfræðingsins sem hann vann í beinu framhaldi af dagvakt. Í ákærunni kemur fram að hjúkrunarfræðingnum hefði átt að vera kunnugt um að honum bæri að tæma loftið úr kraganum líkt og vinnulýsing kveður á um. Tilfinningaþrungin aðalmeðferð Við aðalmeðferð málsins hefur komið fram að mikil undirmönnun hefði verið á Landspítalanum þegar umrætt atvik átti sér stað og reyndu hjúkrunarfræðingarnir þar að hlaupa í störf til að leysa mannekluna. Átti það við ákærða hjúkrunarfræðinginn sem sagðist hafa verið á hlaupum um Landspítalann umrætt kvöld til að sinna öðrum verkefnum. Treystu hjúkrunarfræðingarnir á svokallaða vélræna vaktara, eða mónítora, sem fylgjast með lífsmörkum sjúklinga. Ef breytinga verður vart eiga þessir mónítorar að gefa frá sér viðvörunarhljóð og treysta hjúkrunarfræðingarnir á það. Vaktarinn sem var á viðkomandi sjúklingi gaf hins vegar ekki frá sér viðvörunarhljóð. Hafa stjórnendur á Landspítalanum reynt að fá úr því skorið hver slökkti á þessu viðvörunarhljóði og hvenær. Fram kom í máli vitna að það þurfi að hafa töluvert fyrir því að slökkva á þessu hljóði. Var vaktarinn sendur út til framleiðandans í Þýskalandi en sú skoðun leiddi ekki í ljós hvenær eða hvort slökkt var á viðvörunarhljóðinu eða hvort bilun hefði orðið þess valdandi. Reyndi aðalmeðferðin á ákærðu og vitni sem beygðu sum hver af þegar þau veittu vitnisburð í dómssal. Saksóknarinn taldi ákærðu eiga sér miklar málsbætur Einar Tryggvason sótti málið fyrir ríkissaksóknara en hann sagði ákærðu eiga sér miklar málsbætur. Ákærða lýsti því við aðalmeðferð að hún hefði verið í helvíti síðastliðin þrjú ár. Hjónabandið væri ónýtt, þetta hefði reynt mikið á barn hennar og þá hefði hana oft langað að deyja. Einar sagði að ekki væri efast um þessa líðan hennar og rétt að horfa til þess við ákvörðun refsingar. Þá bað Einar um að horft yrði til sérstakra aðstæðna á Landspítalanum þegar atvikið átti sér stað við ákvörðun refsingar og nefndi þar manneklu og álag. Þá sagði hann að varðandi ákvörðun refsingar Landspítalans þá ætti að horfa til þess að Landspítalinn hefur bætt úr ýmsu í starfsemi sinni til að koma í veg fyrir svona atvik. Skilorðsbundin refsing Taldi Einar að ekki væri hægt að bera málið saman við líkamsmeiðingar af gáleysi eða manndráp af gáleysi í umferð og erfitt væri að finna fordæmi þegar refsing er ákveðin. Taldi hann hæfilegt að ákærða yrði dæmd til fjögurra til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Taldi hann hæfilega refsingu Landspítalans vera fjársektir. Óvæntir atburðir við aðalmeðferð Einar sagði að óhætt væri að halda því fram að ýmislegt óvænt hefði gerst við aðalmeðferð málsins. Sagði hann töluverða samstöðu hafa gætt á meðal vitna með ákærðu, þá sér í lagi þeirra vitna sem unnu með ákærðu, sem Einar sagði að gæti skipt máli við mat um trúverðugleika vitna. Talaði saksóknari um ákæruna í fjórum liðum, fjögur sakarefni og var á meðal þeirra að framkvæma ekki öryggiseftirlit við upphaf vaktar þar sem kannað er hvort öryggismónítorinn virkaði. Sagði saksóknari sönnun fyrir því í framburði ákærðu þegar hún sagðist ekki hafa getað framkvæmt öryggiseftirlit. Ástæðan hefði verið sú að eiginkona sjúklingsins hefði setið við hann og hefði ákærða ekki viljað biðja hana um að færa sig frá eiginmanninum sem var þungt haldinn. Þá sagði saksóknarinn að ákærða hefði farið frá sjúklingnum til að aðstoða annan sjúkling án þess að kanna hvort sjúklingurinn andaði út um munn og nef. Þá var ákærðu gefið að sök að hafa ekki viðhaldið þekkingu sinni með því að kynna sér ekki vinnulýsingu um meðferð talventla. Þá var ákærða einnig sökuð um að hafa ekki látið hjúkrunarfræðing vita að hún hefði komið talventli fyrir í sjúklingnum áður en hún yfirgaf hann. Einar Gautur Steingrímsson, verjandi hjúkrunarfræðingsins. Breytti framburði við aðalmeðferð Sagði saksóknari að ákærða hefði breytt framburði sínum við aðalmeðferð miðað við þann framburð sem hún gaf við skýrslutöku hjá lögreglu árið 2012. Þar hefði hún sagst hafa líklegast gleymt að tæma loftið úr belgnum. Sagði saksóknari að líta ætti til framburðar hennar hjá lögreglu en ekki þess sem kom fram hjá henni við aðalmeðferð, þar sem hún sagðist ekki vita hvort hún hefði tæmt loftið úr belgnum. Ekkert í málinu gæfi til kynna að óvissa væri uppi um þetta atriði. Sagði saksóknari að framburður ákærðu hefði breyst þegar hún loksins fékk lögmanninn sem ver hana í héraði en verjandi mótmæli þeim fullyrðingum saksóknara og sagði þær vera aðdróttanir. Dómarinn tók undir þá skoðun verjandans. „Vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið" Verjandi ákærðu, Einar Gautur Steingrímsson, sagði ræðu sækjanda í andstöðu við útgefna ákæru. Þegar ákæruskjalið sé skoðað þá sé ákæran sjálf aðeins í fyrstu málsgrein ákærunnar en þar er ákært fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa ekki tæmt loft úr kraganum þrátt fyrir að hún hafi vitað að svo bæri að gera. Í annarri málsgrein sé eitthvað mas, að mati verjanda, um starfsskyldur og mónítora. „Svo allt í einu voru komnir fjórir liðir og ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið.” Sagði hann það eina sem ákærðu væri gefið að sök vera í fyrstu málsgreininni. Líkti játningu ákærðu við falska játningu Þá sagði verjandinn að það sem sækjandinn kallar játningu hjá ákærðu í skýrslutöku hjá lögreglu væri ein algengasta villan í vestrænu réttarkerfi, svokallaðar falskar játningar sem eru veittar af undanlátssemi og meðvirkni. Verjandinn sagði einnig ræðu sækjandans einkennast af útópískri óskhyggju. Sagði hann að ákærða hefði brugðist við hjálparbeiðni úr annarri stofu á gjörgæsludeild og saksóknari geri athugasemdir við að hún hafi ekki gert skýrslu áður en hún fór af stað til að hjálpa. „Það er aldeilis gjörgæsludeild að ef fólk kallar á hjálp þá á fyrst að fara að skrifa niður og gefa rapport,” sagði Einar Gautur. Hann sagði rannsókn lögreglu hafa farið úr böndunum. Sagði Einar Gautur að rannsóknarlögreglumaður hefði útskýrt hvers vegna tveir aðrir hjúkrunarfræðingar hefði ekki fengið stöðu sakbornings í þessu máli. Sagði Einar Gautur rannsóknarlögreglumanninn hafa dæmt málið áður en hann byrjaði rannsóknina með því að segja það hafa verið „klippt og skorið”, líkt og Einar Gautur lýsti þvi. Verjandinn Landspítalans sagði einnig að þetta hefði fengið mjög á hann þegar hann heyrði rannsóknarlögreglumanninn segja þetta við aðalmeðferðina. Manna þarf Landspítalann með einhverju öðru en fólki Einar Gautur sagði að ef ákærða verði dæmd sek í þessu máli mega sjúklingar á Landspítalanum fara að vara sig. Starfsmenn verða allir óöruggir í starfi, stressaðir og erfitt verði að finna fólk til að vinna þessa vinnu. „Þá verða menn að mann spítalann með einhverju öðru en fólki ef þetta á að vera refsivert.” Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Manninum var vart hugað líf eftir stóra aðgerð en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. 4. nóvember 2015 15:59 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Munnlegur málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Er hjúkrunarfræðingurinn sakaður um yfirsjón í starfi sem leiddi til dauða sjúklings á gjörgæsludeild Landspítalans 3. október árið 2012. Er hjúkrunarfræðingnum gefið að sök að hafa láðst að tæma loft úr kraga (belg) barkaraufarrennu þegar hann tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Afleiðingar þess urðu þær að sjúklingurinn gat aðeins andað að sér lofti en ekki frá sér. Varð fall í súrefnismettuninni og blóðþrýstingi sjúklingsins og lést hann skömmu síðar. Þetta átti sér stað á kvöldvakt hjúkrunarfræðingsins sem hann vann í beinu framhaldi af dagvakt. Í ákærunni kemur fram að hjúkrunarfræðingnum hefði átt að vera kunnugt um að honum bæri að tæma loftið úr kraganum líkt og vinnulýsing kveður á um. Tilfinningaþrungin aðalmeðferð Við aðalmeðferð málsins hefur komið fram að mikil undirmönnun hefði verið á Landspítalanum þegar umrætt atvik átti sér stað og reyndu hjúkrunarfræðingarnir þar að hlaupa í störf til að leysa mannekluna. Átti það við ákærða hjúkrunarfræðinginn sem sagðist hafa verið á hlaupum um Landspítalann umrætt kvöld til að sinna öðrum verkefnum. Treystu hjúkrunarfræðingarnir á svokallaða vélræna vaktara, eða mónítora, sem fylgjast með lífsmörkum sjúklinga. Ef breytinga verður vart eiga þessir mónítorar að gefa frá sér viðvörunarhljóð og treysta hjúkrunarfræðingarnir á það. Vaktarinn sem var á viðkomandi sjúklingi gaf hins vegar ekki frá sér viðvörunarhljóð. Hafa stjórnendur á Landspítalanum reynt að fá úr því skorið hver slökkti á þessu viðvörunarhljóði og hvenær. Fram kom í máli vitna að það þurfi að hafa töluvert fyrir því að slökkva á þessu hljóði. Var vaktarinn sendur út til framleiðandans í Þýskalandi en sú skoðun leiddi ekki í ljós hvenær eða hvort slökkt var á viðvörunarhljóðinu eða hvort bilun hefði orðið þess valdandi. Reyndi aðalmeðferðin á ákærðu og vitni sem beygðu sum hver af þegar þau veittu vitnisburð í dómssal. Saksóknarinn taldi ákærðu eiga sér miklar málsbætur Einar Tryggvason sótti málið fyrir ríkissaksóknara en hann sagði ákærðu eiga sér miklar málsbætur. Ákærða lýsti því við aðalmeðferð að hún hefði verið í helvíti síðastliðin þrjú ár. Hjónabandið væri ónýtt, þetta hefði reynt mikið á barn hennar og þá hefði hana oft langað að deyja. Einar sagði að ekki væri efast um þessa líðan hennar og rétt að horfa til þess við ákvörðun refsingar. Þá bað Einar um að horft yrði til sérstakra aðstæðna á Landspítalanum þegar atvikið átti sér stað við ákvörðun refsingar og nefndi þar manneklu og álag. Þá sagði hann að varðandi ákvörðun refsingar Landspítalans þá ætti að horfa til þess að Landspítalinn hefur bætt úr ýmsu í starfsemi sinni til að koma í veg fyrir svona atvik. Skilorðsbundin refsing Taldi Einar að ekki væri hægt að bera málið saman við líkamsmeiðingar af gáleysi eða manndráp af gáleysi í umferð og erfitt væri að finna fordæmi þegar refsing er ákveðin. Taldi hann hæfilegt að ákærða yrði dæmd til fjögurra til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Taldi hann hæfilega refsingu Landspítalans vera fjársektir. Óvæntir atburðir við aðalmeðferð Einar sagði að óhætt væri að halda því fram að ýmislegt óvænt hefði gerst við aðalmeðferð málsins. Sagði hann töluverða samstöðu hafa gætt á meðal vitna með ákærðu, þá sér í lagi þeirra vitna sem unnu með ákærðu, sem Einar sagði að gæti skipt máli við mat um trúverðugleika vitna. Talaði saksóknari um ákæruna í fjórum liðum, fjögur sakarefni og var á meðal þeirra að framkvæma ekki öryggiseftirlit við upphaf vaktar þar sem kannað er hvort öryggismónítorinn virkaði. Sagði saksóknari sönnun fyrir því í framburði ákærðu þegar hún sagðist ekki hafa getað framkvæmt öryggiseftirlit. Ástæðan hefði verið sú að eiginkona sjúklingsins hefði setið við hann og hefði ákærða ekki viljað biðja hana um að færa sig frá eiginmanninum sem var þungt haldinn. Þá sagði saksóknarinn að ákærða hefði farið frá sjúklingnum til að aðstoða annan sjúkling án þess að kanna hvort sjúklingurinn andaði út um munn og nef. Þá var ákærðu gefið að sök að hafa ekki viðhaldið þekkingu sinni með því að kynna sér ekki vinnulýsingu um meðferð talventla. Þá var ákærða einnig sökuð um að hafa ekki látið hjúkrunarfræðing vita að hún hefði komið talventli fyrir í sjúklingnum áður en hún yfirgaf hann. Einar Gautur Steingrímsson, verjandi hjúkrunarfræðingsins. Breytti framburði við aðalmeðferð Sagði saksóknari að ákærða hefði breytt framburði sínum við aðalmeðferð miðað við þann framburð sem hún gaf við skýrslutöku hjá lögreglu árið 2012. Þar hefði hún sagst hafa líklegast gleymt að tæma loftið úr belgnum. Sagði saksóknari að líta ætti til framburðar hennar hjá lögreglu en ekki þess sem kom fram hjá henni við aðalmeðferð, þar sem hún sagðist ekki vita hvort hún hefði tæmt loftið úr belgnum. Ekkert í málinu gæfi til kynna að óvissa væri uppi um þetta atriði. Sagði saksóknari að framburður ákærðu hefði breyst þegar hún loksins fékk lögmanninn sem ver hana í héraði en verjandi mótmæli þeim fullyrðingum saksóknara og sagði þær vera aðdróttanir. Dómarinn tók undir þá skoðun verjandans. „Vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið" Verjandi ákærðu, Einar Gautur Steingrímsson, sagði ræðu sækjanda í andstöðu við útgefna ákæru. Þegar ákæruskjalið sé skoðað þá sé ákæran sjálf aðeins í fyrstu málsgrein ákærunnar en þar er ákært fyrir manndráp af gáleysi fyrir að hafa ekki tæmt loft úr kraganum þrátt fyrir að hún hafi vitað að svo bæri að gera. Í annarri málsgrein sé eitthvað mas, að mati verjanda, um starfsskyldur og mónítora. „Svo allt í einu voru komnir fjórir liðir og ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið.” Sagði hann það eina sem ákærðu væri gefið að sök vera í fyrstu málsgreininni. Líkti játningu ákærðu við falska játningu Þá sagði verjandinn að það sem sækjandinn kallar játningu hjá ákærðu í skýrslutöku hjá lögreglu væri ein algengasta villan í vestrænu réttarkerfi, svokallaðar falskar játningar sem eru veittar af undanlátssemi og meðvirkni. Verjandinn sagði einnig ræðu sækjandans einkennast af útópískri óskhyggju. Sagði hann að ákærða hefði brugðist við hjálparbeiðni úr annarri stofu á gjörgæsludeild og saksóknari geri athugasemdir við að hún hafi ekki gert skýrslu áður en hún fór af stað til að hjálpa. „Það er aldeilis gjörgæsludeild að ef fólk kallar á hjálp þá á fyrst að fara að skrifa niður og gefa rapport,” sagði Einar Gautur. Hann sagði rannsókn lögreglu hafa farið úr böndunum. Sagði Einar Gautur að rannsóknarlögreglumaður hefði útskýrt hvers vegna tveir aðrir hjúkrunarfræðingar hefði ekki fengið stöðu sakbornings í þessu máli. Sagði Einar Gautur rannsóknarlögreglumanninn hafa dæmt málið áður en hann byrjaði rannsóknina með því að segja það hafa verið „klippt og skorið”, líkt og Einar Gautur lýsti þvi. Verjandinn Landspítalans sagði einnig að þetta hefði fengið mjög á hann þegar hann heyrði rannsóknarlögreglumanninn segja þetta við aðalmeðferðina. Manna þarf Landspítalann með einhverju öðru en fólki Einar Gautur sagði að ef ákærða verði dæmd sek í þessu máli mega sjúklingar á Landspítalanum fara að vara sig. Starfsmenn verða allir óöruggir í starfi, stressaðir og erfitt verði að finna fólk til að vinna þessa vinnu. „Þá verða menn að mann spítalann með einhverju öðru en fólki ef þetta á að vera refsivert.”
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Manninum var vart hugað líf eftir stóra aðgerð en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. 4. nóvember 2015 15:59 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17
Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00
Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54
Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Manninum var vart hugað líf eftir stóra aðgerð en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. 4. nóvember 2015 15:59